Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Leyndarmál ?

Þremenningar Borgarahreyfingarinnar hafa næstu viku til þess að upplýsa okkur um leyndarmálið.

Ef ríkisstjórnin neitar almenningi aðgang að upplýsingum er eitthvað hjákátlega óeðlilegt við Ríkisleyndarmál.

Ég tel því nauðsynlegt að umræða um það fari fram í fjölmiðlum og á bloggi. Ekki væri verra að almenningur talaði um það sín á milli og hugleiddu málið, hvað vilja þeir að farið sé langt með leyndarmál sem ætti að koma öllum við ?

Ég er stolt af Þráni

Ég lýsi yfir stuðningi við Þráinn Bertelsson fjórða þingmann okkar sem lét ekki ginnast í þeim stjórnmálaleik sem fram fór í hinum ýmsu skrifstofum Alþingis.

Stefna Borgarahreyfingarinnar gefur skírt til kynna stuðning hennar um aðildarviðræðum við Evrópusambandið og hreyfingin fagnar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Það má segja hvað sem maður vill um það að ESB aðildarviðræður hefðu ekki verið í stefnu"skrá" okkar, það kom skírt fram í kosningarbaráttunni hjá öllum frambjóðendum okkar að við teldum réttast að leyfa þjóðinni að gera upp hug sinn með samningin á hreinu.

IceSave málið er svo handleggur út af fyrir sig og ég spyr mig hvað það er sem er svo alvarlegt að leggja í veð heiðursmannasamkomulag til að koma í veg fyrir það. Ef alþingismenn okkar (hér tala ég um alla alþingismenn) sverja eið um að leka ekki út upplýsingum sem þeir fá í hendurnar, ella eigi þeir á hættu 16 ára fangelsisvist, spyr ég mig einnig hvað það er sem almenningur má ekki vita og þá hvenær hann fær þær upplýsingarnar. 

Ég sé ekki að hægt sé að fela fyrir okkur upplýsingum sem koma okkur öllum við, okkur sem þurfum að borga brúsann sem glæpamenn á lausu hafa steypt þjóðinni í.


Að fylgja samvisku eða að stuðla að auknu lýðræði.

Við í stjórn Borgarahreyfingarinnar sendum út eftirfarandi yfirlýsingu :

Borgarahreyfingin gaf það skýrt út í aðdraganda kosninganna að ekki væri hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu, nema að undangengnum aðildarviðræðum. Niðurstaða þeirra, að lokinni víðtækri kynningu, yrði síðan borin undir þjóðaratkvæði. Var það niðurstaða hreyfingarinnar eftir miklar umræður, að þessi leið væri í anda þeirra lýðræðisumbóta sem að hreyfingin vill standa fyrir.
Stjórn Borgarahreyfingarinnar vill árétta að þetta er enn skýr stefna hreyfingarinnar. Lögum samkvæmt ber þingmönnum hreyfingarinnar hins vegar að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu.

Hvað varðar eigin sannfæringu þingmanna okkar vil ég benda á að sú sannfæring færi best samferða lýðræði.

Hér á ég við að það sem þingmaður þarf og á að hugsa fyrst og fremst um er hagur þjóðarinnar. Hans / hennar sannfæring ætti að vera sú að lýðræðið væri í fyrsta sæti, ekki eigin hugarórar/hugmyndir og óskir.


mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf hann ekki hvíld ?

Ef allir forsvarsmenn allra landa væru eins og Davíð, væri erfitt að lifa. Hann kemur fram í þættinum "Málefnið" og reynir enn að telja okkur trú um það að við skuldum ekki neitt.

Fólk erlendis sem horfir á þáttinn hlýtur að spyrja sig hvernig þessi maður geti verið einn langlífasti íslenski stjórnmálamaður nútímans. Svar þeirra hlýtur þá að vera : Vegna þess að fólkið á Íslandi skilur ekki annað en íslensk / íslenska pólitík.

Kæru vinir, við erum lítill (pínulítill) hluti af alheimi. Hættum að haga okkur eins og við séum 3 eða 30 milljónir manns sem höfum frelsað heiminn.

Reynum að gera smá íslensk / alheims pólitík til að breyta til og reynum að skilja hina hliðina. Hættum að vorkenna okkur, förum að vinna. 

Heimtum að eignir séu frystar, útrásar? yfirheyrðir og helst að þeim verði bannað að ferðast frá landinu. Sýnum ALÞJÓÐ að við tökum málin í eigin hendur og að við viljum ekki láta vorkenna okkur.


mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin og ESB

Mikið hefur verið talað og skrifað um ræðu Birgittu Jónsdóttir um ESB og misskilning hennar hvað varðar aðildarumsókn Íslands að ESB.

Það er satt hjá Birgittu að ekkert er skráð um ESB í stefnuskrá hreyfingarinnar en hitt er annað mál að ekki var mögulegt að fara í kosningarbaráttu og sniðganga málið. Kvöldið fyrir 1. blaðamannafund okkar í Iðnó þar sem hreyfingin var kynnt var opinber stefna hreyfingarinnar mikið rædd og fékk ég viðstadda til þess að samþykkja þá stefnu sem síðan varð okkar í kosningarbaráttunni : Það er ekki fræðilegur möguleiki að kjósa um það sem við vitum ekki nóg um.

Þessi stefna var stefna hreyfingarinnar í kosningarbaráttunni og Gunnar Sig., ég sjálf og Guðmundur Andri ásamt öðrum sem voru á listanum okkar í NV. kjördæminu sögðum það á öllum fundum þar sem við vorum spurð um ESB. Ég veit ekki betur en það sama megi segja um alla þá sem voru á listum okkar að Birgittu meðtaldri.

Það er kominn tími til að treysta Íslendingum til þess að velja sjálfir, eftir að upplýsingar um kosti og galla aðildar liggja fyrir. Ég treysti ekki hagsmunasamtökum til þess að segja satt um það sem stendur okkur til boða, hvorki þeim sem eru á móti eða með aðild, en ég treysti landsmönnum til þess að geta valið um það sem þeir telja best fyrir sig og sína þegar kemur að því að samþykkja eða hafna aðild eftir að samningur liggur fyrir allra augum, opinber, með galla og kosti.

Að Birgitta tali um að fylgja samvisku sinni vegna þess að hún hafi verið kosin inn á Alþingi til þess er hennar mál en hún var kosin til þess að gera það sem er þjóðinni fyrir bestu og nota til þess þau tól og tæki lýðræðis sem fyrirfinnast hér á landi og treysta löndum sínum til að ákveða samkvæmt þeirra eigin samvisku hvað þeir vilja.

Það stendur ekki íslensku ríkisstjórninni til boða að ganga í ESB án þess að þjóðin fái að ákveða það sjálf.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er með trompin í hendi ?

Við, Íslendingar, eigum það skilið að það sé hæft fólk við stjórn á þjóðarskútunni. Henni eiga að stýra einstaklingar sem valda þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera kosinn til valda.

Samfylkingunni og Vinstri Grænum var sýnt þetta traust. Þeir sem kusu Samfylkinguna vilja láta leiða sig inn í ESB. Þeir sem kusu VG vilja að svo verði ekki. Það lítur út fyrir að Samfylkingin sé sterkari, enda eiga þeir forsætisráðherrann, Jóhönnu Sigurðardóttir, og hún virðist gera ALLT sem hún telur vera nauðsynlegt til að draumur fylkingarinnar rætist.

Jóhanna, þurfum við að skrifa undir IceSave reikninginn til þess að tekið verði á móti okkur í Brussel og ef svo er, Jóhanna, er það þess virði?

Ég fór á fund hjá Samfylkingunni þann 15. október síðastliðinn. Þá vorum við öll dofin, gátum sennilega ekki hugsað skýrt og vorum enn ekki farin að skilja hvað hafði gerst. Ég spurði á þessum fundi hvort ekki væri rétt að binda enda á samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Ég hafði aldrei séð hvernig það var mögulegt að Samfylkingin gæti hugsað sér, eina sekúndu, að hægt væri að vinna með þeim sem höfðu stjórnað eignarhaldsfélagi sínu Íslandi, allt of lengi og fannst mér, sem þáverandi stuðningskonu Samfylkingarinnar, ég vera stungin í bakið þegar samið var um það samstarf.

Ágúst Ólafur svaraði spurningu minni á þann veg að Samfylkingin sæi ekki ástæðu til þess að slíta ríkisstjórnina þar sem svo mikill ávinningur hefði náðst í félagslegum málum. Við vitum núna að allt það sem hafði áunnist er farið fyrir bí og kemur sennilega ekki aftur fyrr en eftir mikla mæðu og gríðarlegar fórnir að hálfu fólksins sem byggir landið okkar.

Þegar hér var komið höfðu Bretar sett á okkur hryðjuverkalög, bankarnir hrunið eins og léleg spilaborg og allir virtustu saklausir. Ef þetta sýndi mér eitthvað þá var það í það minnsta að þeir sem áttu að stjórna landinu voru annað hvort blindir eða vitgrannir.

Nú er Samfylkingin enn við völd og allt lítur út fyrir að ástandið batni ekki við þeirra stjórn. Ákafinn við að komast inn í ESB er svo mikill að ríkisstjórnin er tilbúin til þess að etja, ekki aðeins sjálfum sér heldur allri þjóðinni, á foraðið, já í stríð, sem við getum ekki unnið. Að því loknu verður búið að skuldbinda þjóðina út í hið óendanlega og hún á engan kost annan en að leita löskuð að hverju þeim fisksporði sem getur lækkað skuldirnar.

Ef eitthvað, þá hefur íslenska efnahagshrunið sýnt að lög og reglur EES samningsins eru að minnsta kosti léleg, ef ekki hreinlega gölluð. Ingibjörg Sólrún segir í DV.is í dag "Til að taka af öll tvímæli, þá var það afstaða viðsemjenda okkar innan Evrópusambandsins, að dómstólaleiðin kæmi ekki til greina varðandi Icesave-innistæðurnar. Þetta var afdráttarlaus afstaða þeirra andspænis þeim rökum íslenskra stjórnvalda að tilskipun ESB um innistæðutryggingar miðaðist við hrun einstakra banka en ekki kerfishrun í einu landi," [...] "Ef menn féllust á að fara með málið fyrir dóm væri með þeirri aðgerð einni verið að skapa réttaróvissu á öllum innri markaði Evrópu um það hvort innistæðutryggingar væru í gildi."

Ef staðreyndin er sú að "... (það) væri með þeirri aðgerð einni verið að skapa réttaróvissu á öllum innri markaði Evrópu...", þá er óskiljanlegt að samningarnefndin hafi ekki getað samið betur. Það er augljóst að, hvorki Breta né Hollendingar, og sennilega ráðamenn Brussel, vilji að farið verði með málið fyrir dómstóla, VEGNA þess að EF við vinnum málið þá hrynur bankakerfi Evrópu (í það minnsta).

Farið aftur að semja, kærið ykkur ekki um ESB, (verðið er of hátt), og komið tilbaka með samning sem við ráðum við. VIÐ erum með besta trompið í okkar hendi og það er óþarfi að láta eins og Bretar og Hollendingar hafi unnið leikinn.


Græðandi smyrsl á sárin

Það er nauðsynlegt fyrir okkur að upplýsingar um framgang mála, að sjá að unnið er að rannsókn hrunsins á þessum tímum óvissu þegar stanslausar hrakspár og slæmar fréttir dynja yfir okkur.

Það er bara að vona að ekki sé búið að skemma gögn og önnur.


mbl.is Skýrslur af 26 einstaklingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atkvæði

Ég hitti konu, sem ég hef þekkt lengi og byrjaði hún á því að spyrja mig hvers vegna í ósköpunum við í Borgarahreyfingunni ætluðum að stela atkvæðum frá "hinum" flokkunum !

Hvað felst í því að kjósa, að greiða atkvæði ? Augljóslega er það til þess að gefa þeim flokki sem maður vill sjá á Alþingi, atkvæði sitt með von um að þeir haldi sig við kosningarloforð sín og vinni sína vinnu. En, hvað á að gera þegar kjörtímabil eftir kjörtímabil þessir sömu flokkar virðast hunsa sín eigin kosningarloforð ?

Ekki nóg með það, heldur einnig vinna þeir á móti þeim sem hafa kosið þá og þar af leiðandi vinnuveitendum sínum sína. 

Nú eru bráðum liðin 20 ár síðan  leyfi var veitt til þess að framselja kvótann og framsalið virðist hafa tekist það vel að þeir sem sitja uppi með kvótann skulda fleiri ár fram í tímann vegna veðsetningar hans. Þetta minnir mig helst á pýramída - keðjubréf, þar sem þeir síðustu misstu allt, en þeir sem voru forsprakkarnir unnu mikið. Pýramída – keðjubréfa svindl eru bönnuð í flestum löndum í dag og skildi engan furða sig á því.

Mér ofbýður siðleysið, eða kannski er það bara skilningsleysi, þeirra sem tala um að ekki sé hægt að taka kvótann frá þeim sem hafa hann í höndunum í dag því þá missa þeir fjárfestingar sína. Hvað um þá sem misstu allt sitt þegar kvótinn yfirgaf bæjarfélögin á sínum tíma ? Hvar voru þessir sömu menn sem hneykslast hvað mest núna ?

Þegar þið kjósið Borgarahreyfinguna þá eruð þið að segja þessum sömu mönnum að þið látið ekki endalaust bjóða ykkur getuleysi til þess að stjórna landinu. Þið eruð að senda þau skilaboð að þið viljið að almenningur sé hafður í fyrirrúmi þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar, ákvarðanir sem hafa áhrif á marga, ekki bara nokkra.

 


Norð-Vestur Kjördæmið

Ég verð á lista fyrir Borgarahreyfinguna í Norð-Vesturkjördæminu þar sem Gunnar Sig. leiðir dansinn.

Án þess að fara neitt náið út í ættfræði þá verð ég að segja að mér líður sem í heimahaga sé komið hér á Vestfjörðum.

Við Gunnar höfum verið á ferðinni um kjördæmið síðan í lok mars þar sem við byrjuðum á Akranesi síðan Borgarnesi, Hvammstanga og Sauðárkróki.

Fimmtudaginn 2. apríl lögðum við svo í'ann með stefnu á Vestfirðina, en tókum smá krók á okkur til þess að fara á Sauðárkrók á málþing varðandi Háskólann á Hólum og um kvöldið vorum við á Bifröst þar sem nemendafélagið og nemendur tóku frábærlega vel á móti okkur.

Síðan ókum við til Reykhóla og gistum í Álftalandi þar sem vel var tekið  á móti okkur, en morguninn eftir vorum við með fund i Þörungaverkssmiðjunni. Frábær staður og áhugaverður og liggur framtíð okkar tvímælalaust í atvinnugreinum eins og þar fer fram.

Fundurinn var frábær og þakka ég öllum sem voru viðstaddir fyrir móttökurnar.

Á dvalarheimili aldraðra fórum við síðan í kaffi og ræddum við starfsmenn og nokkrar konur sem höfðu sterkar og áhugaverðar skoðanir á hruninu og hvar landið stæði í dag.


Sjálfstæðisflokkurinn og ESB bis

Það er einkennilegt að þeir sem sitja í stjórn flokksins telji að þeir eigi að ráða öllu sem snýr að landinu okkar. Eins og segir í fréttinni sem vitnað er í þá var tillaga um Evrópumál samþykkt en hún hljóðar svona "(Samkvæmt henni) er það skoðun flokksins að ákveði Alþingi eða ríkisstjórn að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun. Niðurstaðan úr aðildarviðræðum verði einnig borin undir þjóðaratkvæði.

Það er athyglisvert að áður en þessi tillaga var borin fram "felldi fundurinn tillögur, sem annars vegar gerðu ráð fyrir því að formanni flokksins væri falið að undirbúa umsókn um aðild að ESB [...]"

Þetta er einungis hægt að túlka á einn veg : Sjálfstæðisflokkurinn heldur (hélt) að HANN (flokkurinn) ætti að undirbúa umsókn um aðild. 

Já það er greinilega tími til kominn að þeir taki sér smá frí og noti það tækifæri til þess að rifja upp hverjir eru atvinnurekendur þeirra.


mbl.is Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband