Þarf hann ekki hvíld ?

Ef allir forsvarsmenn allra landa væru eins og Davíð, væri erfitt að lifa. Hann kemur fram í þættinum "Málefnið" og reynir enn að telja okkur trú um það að við skuldum ekki neitt.

Fólk erlendis sem horfir á þáttinn hlýtur að spyrja sig hvernig þessi maður geti verið einn langlífasti íslenski stjórnmálamaður nútímans. Svar þeirra hlýtur þá að vera : Vegna þess að fólkið á Íslandi skilur ekki annað en íslensk / íslenska pólitík.

Kæru vinir, við erum lítill (pínulítill) hluti af alheimi. Hættum að haga okkur eins og við séum 3 eða 30 milljónir manns sem höfum frelsað heiminn.

Reynum að gera smá íslensk / alheims pólitík til að breyta til og reynum að skilja hina hliðina. Hættum að vorkenna okkur, förum að vinna. 

Heimtum að eignir séu frystar, útrásar? yfirheyrðir og helst að þeim verði bannað að ferðast frá landinu. Sýnum ALÞJÓÐ að við tökum málin í eigin hendur og að við viljum ekki láta vorkenna okkur.


mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Dóra, hvaða "frasa" ? Íslensk / íslenska pólitík, er það frasi ? Er það ekki bara staðreynd um pólitík DÖ ?

Viðar, ég er persónulega með því að sýna þroska í þessu máli og hætta að kenna öllum öðrum um það sem hefur gerst hér á landi. Ég vil að við gerum eitthvað haldbært t.d. með því að frysta eigur þeirra sem léku sér hvað mest að því að lána sjálfum sér peninga og borga síðan lítið sem ekkert tilbaka.

Hvers vegna ættu aðrir að vilja hjálpa okkur þegar við erum ekki tilbúin til þess sjálf.

Lilja Skaftadóttir, 14.7.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Davíð Oddsson er komin í frí og á að vera áfram í fríi.

Vegna þess að Davíð er í fríi stafar ekki mikil hætta af honum eins og er.

Þeir sem eru hættulegir í dag eru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Steingrímur Sigfússon.

Þau hafa völd það eru þau sem eru að reyna að þvinga þjóðina inn í ESB með því að keyra í gegn ólögmætan Icesave samning sem þjóðarbúið þolir ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ég get ekki látið hjá sitja að svara þér Dóra. "Heldur þú Lilja Skaftadóttir að fólkið í útlöndum sé endalaust að velta sér upp úr því hvort að Íslendingar borgi IceSave?" Það sem ég held er að fólk erlendis fylgist með því hvernig við stöndum að málinu, og þeir fylgjast einnig með því hvernig umræðan fer fram.

"Það skiptir nákvæmlega engu máli hvort að þjóð sé lítil eða fámenn! Þjóð á meðal þjóða á nákvæmlega sama lagalega rétt og aðrar þjóðir, þótt að hana byggja rúmlega 300.000 manns og punktur!" Þjóð á meðal þjóða hefur sama rétt hversu smá sem hún er, en hefur hún þá ekki einnig skyldur ?

"Annar frasi sem er auðvitað pikk fastur í nebbanum á fólki er sá að kyrrsettar verði einhverjar eigur útrásarvíkinga?
Það bara verður ekki gert án dóms og laga og allir eru saklausir uns sekt er sönnuð! Það er svo ótímabært að tala um refsingar, þegar ekki er víst hvort að lögbrot hafi verið framin." Það að frysta eignir grunaðra er ekki að "refsa" þeim. Það er eingöngu gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að eignirnar hverfi.

"Þegar þú ert komin yfir minnimáttarkenndina og tilbúin til þess að skoða málið, þá jafnvel yrðir þú sammála mér og Davíð Oddssyni vini mínum." Trúðu mér, ég hef skoðað málið og er ánægð fyrir hönd Davíðs Oddsonar að eiga góðan vin.

Lilja Skaftadóttir, 15.7.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband