Ég er stolt af Þráni

Ég lýsi yfir stuðningi við Þráinn Bertelsson fjórða þingmann okkar sem lét ekki ginnast í þeim stjórnmálaleik sem fram fór í hinum ýmsu skrifstofum Alþingis.

Stefna Borgarahreyfingarinnar gefur skírt til kynna stuðning hennar um aðildarviðræðum við Evrópusambandið og hreyfingin fagnar niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Það má segja hvað sem maður vill um það að ESB aðildarviðræður hefðu ekki verið í stefnu"skrá" okkar, það kom skírt fram í kosningarbaráttunni hjá öllum frambjóðendum okkar að við teldum réttast að leyfa þjóðinni að gera upp hug sinn með samningin á hreinu.

IceSave málið er svo handleggur út af fyrir sig og ég spyr mig hvað það er sem er svo alvarlegt að leggja í veð heiðursmannasamkomulag til að koma í veg fyrir það. Ef alþingismenn okkar (hér tala ég um alla alþingismenn) sverja eið um að leka ekki út upplýsingum sem þeir fá í hendurnar, ella eigi þeir á hættu 16 ára fangelsisvist, spyr ég mig einnig hvað það er sem almenningur má ekki vita og þá hvenær hann fær þær upplýsingarnar. 

Ég sé ekki að hægt sé að fela fyrir okkur upplýsingum sem koma okkur öllum við, okkur sem þurfum að borga brúsann sem glæpamenn á lausu hafa steypt þjóðinni í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Jónsson

Þú ert heiðarleg Lilja og ert trygg þeirri stefnu sem Borgarahreyfingin lagði með í upphafi og skilaði undraverðum árangri.

Opin og heiðarleg póltík er mikilvæg hjá ESB og upplýsingaskyldan til almennings rík. Þegar listinn yfir þá þingmenn, sem höfnuðu aðildarviðræðum, er skoðaður þá kemur í ljós að mestmegnis þessara þingmanna eru gjörspilltir og þar af helmingurinn í Sjálfstæðisflokknum, þeim mesta skaðvald sem þjóðin hefur lent í.

Það sem meira er að þessir þingmenn sem kusu gegn ályktunartillögunni geta seint talist lýðræðissinnar enda treysta þeir ekki áliti almennings.

Ég get ekki litið öðruvísi á málið en svo að Þór, Birgitta og Margrét hafa gengið auðvaldinu á hönd með hrossakaupum sínum og svikið stefnu Borgarahreyfingarinnar. Listamannslaun Þráins ásamt þingkaupi hans eru vissulega gagnrýnisverð en hann var þó tryggastur allra þingmanna hreyfingarinnar þegar uppi var staðið.

Kjartan Jónsson, 19.7.2009 kl. 01:06

2 identicon

Eg veit ekki hvað er að ske á Alþingi Íslendinga í dag frekar en meginþorri þjóðarinnar. Finnst að mörgu leyti störf þeirra minna mig á Prúðuleikarana eins og einhver kom inn á sem voru vinsælt sjónvarpsefni fyrir nokkrum árum. Ef ESB er lausnin á öllum okkar vandamálum þá er eflaust best að ganga í þann hóp og sjá hvað er í boði og hvað við þurfum að láta frá okkur fyrir þá aðild. Samt finnst mér við vera að sækja um eitthvað sem við eigum eftir vonandi að synja þegar við förum í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.  Þetta lyktar allt af samfylkingarlykt sem eru að sækja um í skjóli Icesafeklúðurs sem er ekki okkar heldur þeirra sem stofnuðu til þess sem ganga ennþá lausir án þess að þurfa að gera grein fyrir sínum málum. Eins er mér spurn hvernig ætlum við að borga þennan víxil þegar fyrirtækin í landinu sem eru ekki ennþá orðin ríkiseign fara á hausinn hvert af fætur öðru og heimilin berjast í bökkum. Hvar er SKJALDBORGIN um þá sem eiga að borga brúsann ef ríkisábyrgðin á ICESAFE verður samþykkt?? Smá vangaveltur frá íslendingi sem er ekki sama um Ísland.

Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 01:58

3 Smámynd: Kama Sutra

Sem kjósandi Borgarahreyfingarinnar tek ég undir þessa stuðningsyfirlýsingu við Þráin.  Hann er núna minn eini fulltrúi á þingi.  Ég lít ekki lengur á þremenningana, Birgittu, Þór og Margréti sem mína fulltrúa.  Mín vegna mega þau hverfa af þingi og aðrir úr hreyfingunni taka þeirra stað.

Ég segi það satt - ef ESB frumvarp ríkisstjórnarinnar hefði verið fellt á fimmtudaginn vegna stuðningsleysis þremenninganna væri ég ennþá froðufellandi af reiði.  Það er ekki þeim að þakka að frumvarpið komst í gegn. 

Kannski vilja þremenningarnir helst fella ríkisstjórnina og mynda nýja ríkisstjórn í bandalagi með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum?  Er eitthvað þannig plott í gangi hjá þeim?  Hvað veit maður?  Ég ber ekkert traust til þeirra lengur.  Þau þurfa að sanna sig ansi vel á næstunni ef þeim á að takast að vinna mitt traust aftur.

Kama Sutra, 19.7.2009 kl. 02:36

4 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Ég er sammála þér Lilja.  Það eru vonbrigði hvernig þessi mál þróuðust á þingi fyrir helgi.  

Það þarf að koma á miklu virkari samskiptum milli þinghóps og Borgarahreyfingarinnar.  Ég held að aðal vandamálið sé að þau átta sig ekki á þeim skildum sem þau hafa við hreyfinguna og stjórn hennar.  Þetta á jú að heita grasrótarhreyfing, eða á að heita svo. 

Ég tel að meðan þing er starfandi ætti að vera opinn fundur eitt kvöld (eða eitt síðdegi) í viku þar sem amk einn þingmaður mætir í hvert skipti og helst allir.  Þar væri farið yfir mál og þinghópurinn gæti fengið beint í æð hvað grasrótin er að pæla og tekið tillit til þess.

Mér finnst samt þessi þinghópur góður og vil telja þetta byrjendamistök eða að þau hafi hreinlega ekki staðið undir álaginu sem hefur verið í sumar.  Ég er því fullur bjartsýni um að það verði hægt að koma málum í betra horf.  En grundvöllurinn af því er virkara samráð milli þinghóps og hreyfingarinnar.

Jón Kristófer Arnarson, 19.7.2009 kl. 09:49

5 identicon

Mjög sammála Lilju, sorglegt hvernig hinir 3 fóru illa af ráði sínum. Fjölskyldann mín kaus Borgaraflokkin sérstaklega vegna jákvæða viðhorf til ESB. Og 3 út af 4 fulltrúar sveik okkur. Einasti maður sem stendur uppi með fulla virðingu okkar er Þráinn Bertilsson. Og það var hann sem fékk mest gagngryni frá ykkur í upphafi vegna Heiðurslistamannalauninn sem hann á fullt skilið. Mér finst að þetta var mjög sorglegt hvað Þór, Birgit og Margrét fóru illa af ráði sínu. Vona þau hafi lært af þessu mistö.k

Sif Knudsen (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 12:47

6 identicon

Heyr!  Heyr!...

 Lestu þetta.

Hvernig get ég stutt ykkur ágæta fólk?  Ég vil endilega leggja mitt af mörkum til að bola hauspokunum út úr Borgarahreyfingunni.

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 13:12

7 identicon

Sammála þér. Þráinn reyndist maður orða sinna. Það er staðgott vegarnesti, jafnvel á Alþingi.

Rómverji (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Billi bilaði

Mikið eru þetta sorglegar athugasemdir hérna.

Ég lít enn á alla þingmenn Borgarahreyfingarinnar sem mína fulltrúa, þrátt fyrir að hádegisfréttir þær sem ég er að hlusta á núna virðist ætla að koma með einhvern klaufaskap frá Þráni...

Billi bilaði, 20.7.2009 kl. 12:27

9 Smámynd: Kama Sutra

Þú ert nú líka svolítið bilaður, Billi minn. 

Kama Sutra, 20.7.2009 kl. 12:38

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það var alltaf talað um að þingmenn Borgarahreyfingarinnar hefðu fullt leyfi til að vera ósammála þegar kæmi að þeim málum sem væru utan við stefnu hreyfingarinnar. Var þetta hluti af þeirri ástæðu sem ég valdi að standa utan við hreyfinguna, enda var alltaf hætt við að slík mál myndu kljúfa samstöðu hópsins, en óviljinn í garð flokksagans var slíkur að ekki var ráðið neitt við neitt. Nú virðist þið ESB-sinnarnir í Borgarahreyfingunni vera að reyna að taka upp strangan flokksaga í hreyfingunni og óska ég ykkur alls hins besta við það. Ég mun þá reyna að vinna með þeim sem flykkjast þá úr hreyfingunni, enda tel ég að þremenningarnir séu 3 af bestu þingmönnum landsins.

Héðinn Björnsson, 20.7.2009 kl. 14:41

11 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæll Héðinn, þú meinar að þetta er ekki í stefnu"skrá" hreyfingarinnar. En klárlega í stefnunni.

Lilja Skaftadóttir, 21.7.2009 kl. 07:09

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvaða stefna er það sem þú talar um? Ég hélt að Borgarahreyfingin væri stofnuð í kringum fá einföld markmið sem hún myndi vinna að og leggja sig síðan niður en hefði enga sameiginlega stefnu þess utan? Hefur verið horfið frá því?

Héðinn Björnsson, 21.7.2009 kl. 12:27

13 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Héðinn, ég er að tala um stefnu okkar í kosningabaráttunni.

Lilja Skaftadóttir, 22.7.2009 kl. 10:28

14 Smámynd: Héðinn Björnsson

Er þessi stefna Borgarahreyfingarinnar í kosningarbaráttunni til einhversstaðar á skrift svo maður geti kynnt sér hana?

Héðinn Björnsson, 22.7.2009 kl. 17:11

15 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Hún á að vera til á síðunni okkar þar sem endursýndir eru þeir umræðuþættir sem við tókum þátt í.

Það á líka að vera hægt að finna þetta á bloggum frambjóðenda.

Og ekki miskilja þetta, við segjum ekki að ganga eigi í ESB. Við segjum að tími sé komin til að kynnast því hvað okkur stendur til boða, hvað ESB vilji í staðin og SÍÐAN verði ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort við samþykkjum samninginn.

Og til þeirra sem vilja vita : í sumum aðildarríkjum þarf að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla til að samþykkja okkur í ESB. Hvað myndum við segja ef t.d. Frakkar felldu aðild okkar í slíkri atkvæðagreiðslu ?

Lagt hefur verið til að þetta ákvæði verði fellt niður þegar um er að ræða þjóðir með undir 5% heildaríbúafjölda sambandsins.

Lilja Skaftadóttir, 22.7.2009 kl. 18:28

16 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ahh nú virðist ég vera að ná þessu. Hreyfingin hefur semsagt stefnu þá sem tekin er saman á heimasíðunni en stefnan í kosningarbaráttunni er semsagt stefna einstaklinganna sem buðu sér fram og sem þeir bera þá einir ábyrgð á, eða hvað?

Héðinn Björnsson, 24.7.2009 kl. 11:35

17 Smámynd: Héðinn Björnsson

P.S. Ég er í alvörunni ekki að snúa út úr heldur bara að reyna að skilja hvernig stefnumótun fer fram í Borgarahreyfingunni og hvað hún hefur af sameiginlegum stefnumálum og hvað eru einstaklingsbundin kosningarloforð.

Héðinn Björnsson, 24.7.2009 kl. 11:37

18 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Héðinn, ég tek þetta ekki sem útúrsnúning heldur löngun til þess að vita.

Það þarf langan pistil til þess að svara þessu og ef þú villt vita þetta þá held ég að best sé að við fáum okkur kaffi og kleinur og ég segði þér söguna um stefnuskrána. Í stuttu máli má þó segja að búið var að skrifa stefnuskrána þegar við ákváðum að ESB ætti heima í stefnu okkar. Ekki virtist gerlegt að breyta því og tel ég það miður vegna þess misskilnings sem hefur komið í dagsljósið. 

Lilja Skaftadóttir, 24.7.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband