Að fylgja samvisku eða að stuðla að auknu lýðræði.

Við í stjórn Borgarahreyfingarinnar sendum út eftirfarandi yfirlýsingu :

Borgarahreyfingin gaf það skýrt út í aðdraganda kosninganna að ekki væri hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu, nema að undangengnum aðildarviðræðum. Niðurstaða þeirra, að lokinni víðtækri kynningu, yrði síðan borin undir þjóðaratkvæði. Var það niðurstaða hreyfingarinnar eftir miklar umræður, að þessi leið væri í anda þeirra lýðræðisumbóta sem að hreyfingin vill standa fyrir.
Stjórn Borgarahreyfingarinnar vill árétta að þetta er enn skýr stefna hreyfingarinnar. Lögum samkvæmt ber þingmönnum hreyfingarinnar hins vegar að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu.

Hvað varðar eigin sannfæringu þingmanna okkar vil ég benda á að sú sannfæring færi best samferða lýðræði.

Hér á ég við að það sem þingmaður þarf og á að hugsa fyrst og fremst um er hagur þjóðarinnar. Hans / hennar sannfæring ætti að vera sú að lýðræðið væri í fyrsta sæti, ekki eigin hugarórar/hugmyndir og óskir.


mbl.is „Bregðast trausti kjósenda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú mátt, Lilja, gjarnan tala skýrar.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 12:17

2 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæll Friðrik, ég biðst afsökunar á fljótfærninni. Vonandi er þetta betra núna

Lilja Skaftadóttir, 15.7.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Persónulega, finnst mér þetta vera áhugaverð leið, sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa nú komið fram með, enda er vitað að ef Icesave deilan, stendur enn yfir þegar umsókn um ESB, væri sett in á fund utanríkisráðsherra ESB, þá væri ráðherrum Breta og Hollendinga, mjög í lófa lagið, að koma í veg fyrir afgreiðslu umsóknarinnar.

Flóknara er það ekki.

Það, er ekki hægt að láta eins, og þessi mál hafi enga tengingu. Samfylkingin, vill ekki hrófla við Icesave samningnum, vegna ótta við, nákvæmlega þ.s. ég er að lýsa.

Síðan, í kjölfar þessa tiltekna fundar, utanríkisráðherra aðildarríkjanna, hafa ríkin 2. mjög mörg önnur tækifæri, til að þvæla, tefja eða stöðva málið - nokkurn veginn, hvar sem er í ferlinu.

Með öðrum orðum, Icesave verður að leysa, til þess að innganga sé yfirleitt möguleg.

Sýnt hefur verið fram á að Icesave samningurinn, sé það slæmur að semja beri upp á nýtt. En, sú aðgerð inniber þá áhættu, sem öllum ætti að vera ljós, að umsókn Íslands muni tefjast, meðan á ný samningalota um Icesave, muni standa yfir.

Hvað vilja menn gera?

Er, innganga í ESB, svo stórt mál, að það einfaldlega verði að gangast undir Icesave?

Ég bendi á nýlegar hagspár, dökka spá Framvkæmdastjórnar ESB, um framtíðarhorfur í efnahagsmálum ESB, og spá AGS um horfur í heiminum öllum. Spá AGS, gerir ekki ráð fyrir neinum hagvexti í ESB, á næsta ári. Spá, Framkvæmdastjórnarinnar, beinlínis spáir því að hagvöxtur á Evrusvæðinu verði skaðaður í kjölfar kreppunnar, um 50%, og síðan, muni það taka nokkur ár fyrir það ástand að lagast, sbr "lost decade scenario":

"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

"IMF : Recession Loosens Grip But Weak Recovery Ahead "

Kynntu, þér þessar skýrslur.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 12:38

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Afsakaðu, en breyttir þú einhverju í færslunni? Ég satt að segja get ekki lesið úr færslunni hvort þú sért sammála stjórninni eða þremenningunum! Er afstaða þremenninganna andlýðræðisleg og þá hvernig? Er afstaða þeirra gegn þjóðarhag? Hverjir, ef einhverjir, eru með hugaróra?

Spurt í fullri vinsemd, af því ég er að reyna að átta mig á málinu og afstöðu manna.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 12:44

5 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Greinin sem færslan á við er um það hvernig þingmenn okkar greiða atkvæði um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Það sem ég er að benda á er mikilvægi "lýðræðis"; um hvað er lýðræði og hvernig er best stuðlað að auknu lýðræði hér á landi ?

Ég tel að það snúist um það að velja það sem kemur sér best fyrir þjóðina og þegar alþingismenn greiða atkvæði á fyrst og fremst að hugsa um lýðræðið. Í þessu samhengi er að mínu mati kominn tími til að þjóðin fái á hreint, hvað þeim stendur til boða ef þeir kjósa að styðja aðild, þegar að því kemur, eftir að aðildarsamningurinn liggur fyrir.

Þá geta þeir sem eru á móti unnið að því að fá fólk til þess að kjósa "NEI" og þeir sem eru með unnið að því að fá fólk til þess að kjósa "JÁ".

Hingað til hefur umræðan verið, í besta lagi, hjákátleg þar sem fólk kastar fram fullyrðingum sem eiga engin rök fyrir sér nema í þeirra eigin huga(rórum). Hér á ég við báða aðila, þeir sem eru með jafnt og þeir sem eru á móti.

Hvað varðar þremenningana þá tel ég að eitt símtal hefði ekki kostað mikið til að leyfa stjórninni að vera með í ferli hugsanagangs þinghópsins, þannig að við þyrftum ekki að lesa um eða heyra í útvarpi, ákvörðun þeirra. 

Lilja Skaftadóttir, 15.7.2009 kl. 13:16

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lilja, værir þú til í að kynna þér, áhugaverða skýrslu "Hagdeildar - Framkvæmdastjórnarinnar", um horfur í Evrópu á þessu ári, og síðan spá þeirra um horfur á næstu árum?

"The Commission of the European Union - Directorate General for Economic Affairs: : 1. Quarter Report 2009"

Þú segist, ekki vera harður ESB sinni.

Ég virkilega held, að þessar upplýsingar þurfi áheyrn.

Af einhverjum ástæðum, hefur þessi skýrsla ekki vakið athygli íslenskra fjölmiðla.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 13:24

7 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Skal gert Einar.

Ég er Íslandssinni, og mun því kjósa þegar að því kemur, um aðild eftir því hvernig samningurinn verður. Það er margt sem bendir til þess að við fengjum undanþágur þar sem meiripartur landsins er norðan 64° breiddargráðu, en Finnar og Svíar fengu það í gegn í aðildarviðræðum sínum að tillit yrði tekið til erfiðleika búskapar og búsetu á því svæði.

Hitt er annað mál að tímarnir eru aðrir og því ekki víst hvort sú sérstaka aðstaða haldist. En við vitum það ekki fyrr en búið er að semja.

Lilja Skaftadóttir, 15.7.2009 kl. 13:32

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jah, eitt símtal? Ég get verið sammála því. Og bara harmað að ekki var lagt í að samþykkja bráðabirgðaskipulag (verkferla) fram á haust á síðasta auka-aðalfundi. Og að hreyfingin hafi ekki starfsmann, hvorki hún sjálf né þinghópurinn.

Eins gerðist það, eins og menn muna, að enginn úr þinghópnum var kjörinn í stjórn hreyfingarinnar. Kannski slíkt hefði gert boðleiðir greiðari, hver veit.

Hvað sem því líður er ég ekki viss um að eitt símtal hefði nokkru breytt í raun. Hefði stjórnin sagt nei og haft til þess völd? Væntanlega hefði stjórnin sagt nei, miðað við orð formannsins í fréttum. Hefði þinghópurinn þá átt að beygja sig undir það eða fara eftir eigin sannfæringu? Ekki veit ég það. Ekkert í samþykktum/skipulagi XO kveður á um þetta. Ég er ekki síst að velta þessum hlutum fyrir mér sem stjórnmálafræðingur.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2009 kl. 13:34

9 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hvað er langt síðan var kosið? Er þetta ekki einhverskonar met

Kjósendur kjósa þingmenn til vegna stefnu þeirra og treysta því að þeir muni vinna eftir henni í það minnsta í grófum dráttum. Við gagnrýndum mjög fyrir kosningar að ækjósendum væri lofað hitt og þetta í kosningabaráttunni og svo væri eitthvað allt annað gert eftir kosningar og ætluðum einmitt ekki að vinna þannig. Það hélt ég að væri sannfæring okkar þingmanna!

Þessvegna er þetta sérstaklega svekkjandi. Hefði ég vitað fyrirfram að farið yrði í einhver hrossakaup með ESB aðildarumsókn hefði ég kosið annan flokk!

Borgarahreyfinginn hefur alltaf talið að fara ætti í samningaviðræður og þjóðin ætti að hafa síðasta orðið. Það er skýrt.

Það að fara að þvæla ESB og Icesave saman með þeim hætti sem þingmenn okkar gera nú er ekta framsóknarmennska. Því er ekki að undra að FRAMSÓKNARMAÐURINN Einar Björn vaði nú á milli bloggsíð og mæri aðferðina.

Sævar Finnbogason, 15.7.2009 kl. 15:06

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Stefnum að kosningum, fyrir áramót.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.7.2009 kl. 15:11

11 Smámynd: Sævar Finnbogason

Friðrik,  það var talað skýrt um ESB aðildarviðræður í dreifiriti BH og frambjóðendur margítrekuðu stefnuna í útvarpi og sjónvarpi, á framboðsfundum og svo framv. Það er það sem skiptir máli. Þú ættir að vita sem stjórnmálafræðingur að fæstir kjósendur BH hafi lesið stefnuskrána, frekar en kjósendur annarra flokka. Þeir mynda sér skoðun eftir því sem þeir heyra og sjá í fjölmiðlum.  

Þetta sagði Þór Saari til að mynda í kosningabaráttunni;

"Stefna Borgarahreyfingarinnar í Evrópumálum er að ekki sé hægt að taka afstöðu til málsins nema að undangengnum aðildarviðræðum. Stefna einangrunarsinnana einkennist af hræðslu við umheiminn og hræðslu við að treysta fólkinu í landinu og er í alla staði ólýðræðisleg. Sá fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks að það þurfi fyrst að kjósa um aðildarviðræður er ömurleg birtingarmynd kjarkleysis."

Sævar Finnbogason, 16.7.2009 kl. 03:33

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sævari er greinilega, ESB aðild mikið hjartans mál.

En, ekkert má kosta hvað sem er. 

Ef verðið er Icesave, er það of hátt.

Betra, að sleppa ESB aðild, er þ.e. verðið af því að sleppa Icesave.

Ég styð því aðgerðir þingmannanna 3. og vona, að þau hafi erindi sem erfiði. Það væri algerlega þess virði, að tefja ESB aðildarferli um nokkur ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.7.2009 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband