Norð-Vestur Kjördæmið

Ég verð á lista fyrir Borgarahreyfinguna í Norð-Vesturkjördæminu þar sem Gunnar Sig. leiðir dansinn.

Án þess að fara neitt náið út í ættfræði þá verð ég að segja að mér líður sem í heimahaga sé komið hér á Vestfjörðum.

Við Gunnar höfum verið á ferðinni um kjördæmið síðan í lok mars þar sem við byrjuðum á Akranesi síðan Borgarnesi, Hvammstanga og Sauðárkróki.

Fimmtudaginn 2. apríl lögðum við svo í'ann með stefnu á Vestfirðina, en tókum smá krók á okkur til þess að fara á Sauðárkrók á málþing varðandi Háskólann á Hólum og um kvöldið vorum við á Bifröst þar sem nemendafélagið og nemendur tóku frábærlega vel á móti okkur.

Síðan ókum við til Reykhóla og gistum í Álftalandi þar sem vel var tekið  á móti okkur, en morguninn eftir vorum við með fund i Þörungaverkssmiðjunni. Frábær staður og áhugaverður og liggur framtíð okkar tvímælalaust í atvinnugreinum eins og þar fer fram.

Fundurinn var frábær og þakka ég öllum sem voru viðstaddir fyrir móttökurnar.

Á dvalarheimili aldraðra fórum við síðan í kaffi og ræddum við starfsmenn og nokkrar konur sem höfðu sterkar og áhugaverðar skoðanir á hruninu og hvar landið stæði í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frábært. Öfunda ykkur. Vildi óska að ég gæti gert það sama.

Arinbjörn Kúld, 4.4.2009 kl. 11:19

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Frábært að vera svona á ferðinni. Vona að matseðillinn sé góður þarna fyrir norðan.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.4.2009 kl. 13:00

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þú hefur sennilega gist í húsinu sem ég bjó í einu sinni Á Patreksfirði á ég marga ættingja sem ég vona að taki vel á móti ykkur. Verst að ég þekki þá fæsta.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 4.4.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband