Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Sjálfstæðisflokkurinn og ESB
27.3.2009 | 14:12
Þeir telja að þeim sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess, vinirnir í flokknum.
Það er kominn tími til þess að þeir geri sér grein fyrir því að það mun vera vilji þjóðarinnar sem ræður. Til þess að svo verði eigum við rétt á því að kannað verði hvernig tekið yrði á móti okkur og það nægir ekki að fólk sem telur sig vita betur ákveði fyrir mig hvernig ég hugsa.
Við í Borgarahreyfingunni viljum gefa ÖLLUM landsmönnum tækifæri á því að velja eða hafna aðild EFTIR að ljóst verði hvað standi okkur til boða. Eina leiðin til þess eru aðildarviðræður
Ef niðurstaðan yrði sú að við þyrftum að framselja fiskimið okkar til allra ESB landa treysti ég fullkomlega landsmönnum til að vega og meta hvað sé þeim fyrir bestu. En það verður ekki hægt fyrr en við sjáum það svart á hvítu.Landsfundur Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sakamál
24.3.2009 | 00:52
Björgum heimilunum og afgreiðum bankahrunið sem sakamáli. Þetta eru þau tvö mál ásamt Stjórnlagaþingi sem þarf að takast á við á næsta kjörtímabili.
Ég segi: sem þarf að takast á við þar sem augljóst er að það verði ekki gert fyrir kosningarnar 25 apríl.
Við getum endalaust spurt okkur hvers vegna ekki hafi verið tekið til rótækari ráðstafana í garð þeirra manna sem flest okkar telja að séu sekir um fjársvik en fáum ekkert svar fyrr en við komumst inn á þing og hættum ekki fyrr en tekið verði á málunum af festu.
Bankahrun afgreitt sem sakamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)