Borgarahreyfingin, stjórnin og þingmenn

Það sem stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur farið fram á er að þinghópurinn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að taka ekki einhliða ákvarðanir sem varða landsmenn alla. Ef þingmenn okkar telja sig knúna til að fara ekki eftir stefnu hreyfingarinnar er afar einfalt að hafa samband við stjórnina sem þá getur rætt málin efnislega á almennum fundi.

Þá gefst meðlimum hreyfingarinnar tækifæri til þess að ræða málin, heyra hvað þingmenn hafa að segja og geta sagt sitt álit. Sem sagt tekið þátt í ákvarðanatökum á lýðræðislegan hátt.

Þetta er það sem stjórnin fer fram á. Hingað til hefur stjórnin lofað þingmenn í bak og fyrir, ýmist persónulega, í skeytum, í símum og sín á milli. Hvað varðar ESB þá leyfðum við okkur að vera ekki ánægð með aðferð þingmanna hreyfingarinnar. Hér erum við einungis að ræða aðferðafræðina og er það vinna stjórnar að sjá til þess að unnið sé í anda þeirra stefnu sem hefur verið sett.

Sú stjórn sem nú situr hefur unnið mjög vel síðan hún var kosin, en hefur því miður gengið á veggi í samskiptum sínum við þinghópinn og hefur þinghópurinn tekið ákvarðanir sem voru engan vegin í anda hreyfingarinnar og hefur mikill tími og orka farið í það að reyna að bæta þau samskipti.

Ég vil einnig segja að stjórnin vinnur í sjálfboðavinnu og hafa Björg og Inga unnið á skrifstofunni í langan tíma án þess að fá borgað fyrir það. Allt fyrir hreyfinguna ekki fyrir eigin hagsmuni. Bið ég því þá meðlimi borgarahreyfingarinnar sem hafa hvað mest sett út á stjórnina að virða það.

Til er málefnahópur sem á að sjá um að undirbúa landsfundinn en á miðju sumri kom í ljós að flestir meðlima þess hóps voru í sumarfríi. Nú er það stjórnin sem hefur tekið það að sér að undirbúa þann fund og er óskandi að sem flestir mæti.

Lýðræði er viðkvæmt. Lýðræði tekur tíma. Borgarahreyfingin á eftir að vaxa og dafna með hjálp ykkar allra sem vilja breytingar á stjórnarháttum, sýnum fordæmi og vinnum samkvæmt stefnuskrá okkar : fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.

Ég efa ekki að allir meðlimir hreyfingarinnar, ásamt þeim fjölda sem kusu hana, hafa eina ósk : að hreyfingin dafni og stækki, að okkur takist að koma á áþreifanlegum breytingum til hins betra í stjórnsýslunni. Ég treysti öllum til þess að hafa það í huga og styðja við bakið á þingmönnum okkar. Þeir þurfa að finna þennan stuðning ekki sundrung. Ég treysti einnig þingmönnum okkar til þess að vinna samkvæmt stefnuskrá okkar og vona að þeir sjái hvað er hreyfingunni fyrir bestu. 

Einungis þannig náum við markmiði okkar : Þjóðin á þing.


IceSave með fyrirvara

Nú er að renna út sá frestur sem þingmenn fengu til þess að komast að kjarna málsins. Svo virðist sem að samþykkt samningsins verði niðurstaðan, samanber viðtöl nokkurra þingmanna í fjölmiðlum í gær, með fyrirvara/vörum.

Ekki veit ég hvað leynigögnin segja, en samningurinn hefur verið opinn almenningi í nokkurn tíma. Þeir sérfræðingar (erlendir (tveir)) sem ég hef fengið til þess að lesa þá, eru miður sín fyrir okkar hönd, en telja hinsvegar illgerlegt að skrifa ekki undir. Helsti gallinn, að þeirra mati, er að ef fara þarf dómstólaleiðina þá er ekki um marga staði að velja og alls óvíst að dómstólar í Bretlandi verði okkur hliðhollir ef til ágreinings kemur.

Steingrímur J. fjármálaráðherra var fínn í Kastljósinu í gær og færði rök fyrir því að það verði að skrifa undir samninginn. Hann kom einmitt inn á það sem mér finnst vera eitt að því mikilvægasta, en það er að "Alþingi fól framkvæmdarvaldinu að leiða málið til lykta".

Minn fyrirvar er svohljóðandi : Alþingi samþykkir að skrifa undir ef tryggt verður að óábyrgir og vanhæfir stjórnendur bankanna, ásamt eigendum þeirra, verði látnir svara til saka.


Gefum tímanum tíma

Það má segja að erfitt er að koma á laggirnar nýrri stjórnmálahreyfingu, og vonir okkar (mínar) voru, og eru enn, miklar og þá sérstaklega hvað varðar (nauðsynlegar) lýðræðisumbætur á landinu.

Stjórn hreyfingarinnar vissi ekki um þessi hvörf þeirra þingmanna okkar sem töldu sig þurfa að kjósa á móti ESB né heldur um hvörf  Birgittu hvað varðar IceSave. Stjórnin hefur átt í erfiðleikum að vinna með þinghópnum hingað til og finn ég þrjár orsakir :

  1. Þinghópurinn er mjög upptekinn og vinna þeirra á þingi hefur verið strembin.
  2. Þinghópurinn telur sig hafa haft undir höndum (leynilegar) upplýsingar sem sýndu þeim að ekki væri æskilegt að kjósa um aðildarviðræður. Þetta er að Þránni undanskildum, því hann taldi þær upplýsingar ekki benda til þess að ekki ætti að kjósa um aðildarviðræður við ESB.
  3. Við erum ný hreyfing og eigum eftir að móta vinnuaðferðir okkar sem standa við kosningarloforðin okkar um aukið lýðræði.

Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er :

  1. Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla
  2. Lýðræðisumbætur
  3. Landsmenn semji sjálfir sína eigin stjórnarskrá

Þessi þrjú atriði eru tekin úr stefnuskrá hreyfingarinnar. Þegar ég lagði af stað og ákvað að vera samferða þeim sem vildu stofna nýtt stjórnmálaafl voru það þessi atriði sem ég hafði helst í huga. Ég tel reyndar einnig mjög mikilvægt að koma að sjávarútvegsstefnu og menntamálum, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig/hver framtíð hreyfingarinnar verður.

Ég er ekki tilbúin til þess að taka undir þær hrakspár sem hafa verið uppi um "dauða" hreyfingarinnar. Að vera komin hingað er kraftaverk, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti mér á eftir kosningarnar. Að vera óssammála er gangur lífsins og besta ráðið við ágreiningi er að ræða hlutina. Þetta heitir Lýðræði.

Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að við séum bara sammála um það að vera ósammála og að lokum vil ég benda á að enginn hefur sagt að það "eigi" að vera átakalaust að gera breytingar.


mbl.is Enginn þingmaður mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að tala saman

Draumurinn minn er að við gleymum ekki fyrir hvað við í Borgarahreyfingunni stöndum fyrir.

Aukið og opnara lýðræði, opna stjórnsýslu og ósk okkar um það að þingmenn og ríkisstjórnin taki tillit til skoðana almennings, ekki bara á fjögurra ára fresti, heldur ávalt og endranær.

Þjóðin er fjölskyldan okkar og við höfum (ég í það minnsta) trúað því hingað til að við lifðum í lýðræðisríki þar sem hagur almennings er hafður í fyrirrúmi. 

Það er hægt. Sýnum það í verki ekki bara í orði. Virðum skoðanir hvors annars og reynum að hafa uppbyggilegar umræður og skoðanaskipti.

Hér eru tenglar á greinar eftir mig sem voru birtar í Smugunni síðastliðinn vetur.

Frá "Lýðræði" til Lýðræðis

Raunverulegt lýðræði er grunnstoðin fyrir bjartri og sanngjarnari framtíð okkur öllum til handa.

Nýtt Ísland

Ég trúi enn á landið mitt !

Lýðræðið grætur

Enn og aftur lýðræðið og frábær ræða Þráins í Iðnó


Strákar í stuttbuxum

Nú er endanlega búið að sanna, með því sem fram kemur í Wikileaks.org, að þeir sem áttu bankana á Íslandi voru ekki bankamenn, heldur strákar í stuttbuxum.

Þeir héldu e.t.v. að þeir væru "bara" að spila Matador, en eftir að þeim leik lýkur er bara byrjað upp á nýtt. Því miður fyrir okkur Íslendinga er það ekki svo. Nú þurfum við að fara greiða með "alvöru" peningum það sem þessir strákar eru búnir að spila með.

Glæpastrákar í stuttbuxum sem stálu peningum. Ég get ekki með nokkru móti séð þetta öðruvísi.


AGS og forsendur þeirra

Árni Páll segir það "ekki (vera) í mannlegu valdi að bæta fólki það sem gerðist í bankahruninu", en fram kemur í frétt RÚV í kvöld að það sé ein af forsendum samstarfsins við AGS, (sem sagt að ekki sé hægt að hjálpa fólkinu í landinu).

Hvað á þá að gera við þá sem fengu peninga sem þeir höfðu lagt í sjóði bankanna?

Hvers vegna var það frekar í "mannlegu valdi" að hjálpa þeim ?

Veit AGS af því, og getur einhver upplýst mig um þær upphæðir sem voru lagðar til við björgun sjóðanna ?


Þeim ætti ekki að verða kalt.....

Það er ekki nauðsynlegt að bæta neinu við það sem þegar hefur verið sagt um ábyrgð þeirra sem áttu að vera svo duglegir að til þess að þeir færu ekki til annarra landa þurfti að borga þeim ofurlaun.

Ég las viðtal við Össur Skarphéðinsson í blaðinu "Le Monde", birt rétt í þessu. Ein spurningin skýrir betur en margt annað viðhorf erlendis í okkar garð  :

Les coupables de la faillite des banques islandaises tardent à être jugés...

Je trouve aussi que les choses avancent trop lentement. Trois procureurs spéciaux ont été nommés, assistés par l'ancien procureur mondialement connu, Eva Joly. Un comité d'experts rendra un rapport en novembre. C'est long, mais il faut se rendre compte de l'ampleur de la crise que nous avons traversée. La faillite de tout un système bancaire, cela n'est arrivé nulle part ailleurs dans le monde moderne. La décrypter est extrêmement complexe.

"Einhver seinkun er á að þeir sem eru sekir um gjaldþrot bankanna á Íslandi séu dæmdir......

Mér finnst einnig að hlutirnir gangi of hægt........"

Annars mjög gott viðtal.


mbl.is 17 bankamenn með meira en 5 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins !

Það hlaut að koma að því að "stjórnmálamaðurinn" sæi það sem þjóðin veit. Hringur manna með stórmennskubrjálæði, sem léku sér við, með og á peninga almennings sem treysti þeim til þess að "geyma" sparnað þeirra, í hvaða formi sem er.

Þeir sem áttu peninga á sjóðum töpuðu peningum, en þó mun minna en hinn almenni lánstakandi bankanna. Sá sem tók lán í erlendri mynnt tapaði þeim peningum sem hann er ekki enn búin að vinna sér inn fyrir, því hlutfall launa sem fer í að borga af lánunum hækkar, já og bara hækkar.

Ef ríkisstjórnin gat séð til þess að sjóðseigendur fengju stóran hlut sinna peninga tilbaka, er með ólíkindum að hún skuli ekki geta séð til þess að sá sem hefur tapað óunnum launum sínum, skuli ekki fá neitt tilbaka, nei, heldur tapar hann meira með hverjum mánuðinum.

Þetta er fínt hjá þér Steingrímur, sýnum enga hræðslu, þeir eru greinilega að missa tökin á fjölmiðlunum. Sigur okkar er á næstu grösum !


mbl.is Frysting eigna heimil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er verra en allt vont !

Það getur ekki verið að aðeins þessir menn hafi vitað hvað var í gangi. Það þarf að komast að því STRAX hverjir gerðu þeim kleift að lána sjálfum sér og fyrirtækjum tengdum þeim þessar háu upphæðir. Ef ríkisstjórnin gerir ekki NÝ LÖG núna til þess að hægt sé að frysta eigur þeirra allra veit ég ekki hvað skal segja um hæstráðendur á landinu okkar.

Við neitum að borga IceSave, margir hverjir vilja ekki ganga í ESB og við mótmælum hástöfum. Hvernig væri að mótmæla því hvernig OKKUR er stjórnað. Skömmin er svo mikil að ég veit ekki hvort nokkurn tíman verður hægt að bera höfuðið hátt aftur sem Íslendingur.

Finnst einhverjum, ég spyr, einhverjum, einkennilegt að AGS vilji að við skrifum undir IceSave áður en þeir ákveða að lána okkur meiri peninga. Finnst einhverjum, ég spyr, einhverjum, einkennilegt að vinir okkar og frændur vilji að við skrifum undir IceSave áður enn þeir láni okkur. Það vita landar allir núna, að möguleiki er á því að aðildarumsókn okkar að ESB, verði ekki samþykkt fyrr en búið er að skrifa undir IceSave.

Nema, nema, kannski að ráðamönnum erlendis sjái á okkur vorkunn og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskum ALMENNINGI verði best hjálpað innan ESB. Þeir hljóta að spyrja sig HVAÐ ER AÐ, búið að stela öllu sem hægt er, hér heima sem og annars staðar, og við höldum áfram að mótmæla ESB og IceSave.

Fullorðnumst núna og förum að mótmæla sóðaskap og glæpum innanlands. Sýnum umheiminum að við séum ekki sammála glæpunum. Ég lofa ykkur að það er það sem fólk erlendis heldur; að við sláum skjalborg um glæpamennina og viljum ekki viðurkenna að eitthvað var rotið í ríki Bakkabræðra.


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur var frábær

Ég horfði á blaðamannafund Össurar og Carl Bildt sem hægt er að nálgast hér.

Ég fann fyrir þjóðarstolti þar sem minn utanríkisráðherra stóð fyrir svörum, hann var svaragóður og einnig fyndinn. Engin spurning kom honum á óvart og kunni hann skil á þeim öllum.

Það sem á eftir að koma úr aðildarviðræðunum verður spennandi að sjá, en eins og Össur lagði fram, þá höfum við margt upp á að bjóða og erum að hans mati Evrópsk þjóð og sem dæmi tók hann Snorra okkar heimsþekkta ritara.


mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband