Gefum tímanum tíma

Það má segja að erfitt er að koma á laggirnar nýrri stjórnmálahreyfingu, og vonir okkar (mínar) voru, og eru enn, miklar og þá sérstaklega hvað varðar (nauðsynlegar) lýðræðisumbætur á landinu.

Stjórn hreyfingarinnar vissi ekki um þessi hvörf þeirra þingmanna okkar sem töldu sig þurfa að kjósa á móti ESB né heldur um hvörf  Birgittu hvað varðar IceSave. Stjórnin hefur átt í erfiðleikum að vinna með þinghópnum hingað til og finn ég þrjár orsakir :

  1. Þinghópurinn er mjög upptekinn og vinna þeirra á þingi hefur verið strembin.
  2. Þinghópurinn telur sig hafa haft undir höndum (leynilegar) upplýsingar sem sýndu þeim að ekki væri æskilegt að kjósa um aðildarviðræður. Þetta er að Þránni undanskildum, því hann taldi þær upplýsingar ekki benda til þess að ekki ætti að kjósa um aðildarviðræður við ESB.
  3. Við erum ný hreyfing og eigum eftir að móta vinnuaðferðir okkar sem standa við kosningarloforðin okkar um aukið lýðræði.

Það sem skiptir mestu máli að mínu mati er :

  1. Lögfest verði fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla
  2. Lýðræðisumbætur
  3. Landsmenn semji sjálfir sína eigin stjórnarskrá

Þessi þrjú atriði eru tekin úr stefnuskrá hreyfingarinnar. Þegar ég lagði af stað og ákvað að vera samferða þeim sem vildu stofna nýtt stjórnmálaafl voru það þessi atriði sem ég hafði helst í huga. Ég tel reyndar einnig mjög mikilvægt að koma að sjávarútvegsstefnu og menntamálum, en tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig/hver framtíð hreyfingarinnar verður.

Ég er ekki tilbúin til þess að taka undir þær hrakspár sem hafa verið uppi um "dauða" hreyfingarinnar. Að vera komin hingað er kraftaverk, eins og Jón Baldvin Hannibalsson benti mér á eftir kosningarnar. Að vera óssammála er gangur lífsins og besta ráðið við ágreiningi er að ræða hlutina. Þetta heitir Lýðræði.

Það er ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að við séum bara sammála um það að vera ósammála og að lokum vil ég benda á að enginn hefur sagt að það "eigi" að vera átakalaust að gera breytingar.


mbl.is Enginn þingmaður mætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

hjartanlega sammála

Birgitta Jónsdóttir, 7.8.2009 kl. 08:47

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála Lilja - þetta er mergurinn málsins.

Annars var ég að hlusta á lögin í spilaranum þínum og finnst þau mjög fín. Það eru greinilegir hæfileikar þar að baki. Ég bið að heilsa þínu fólki.

Sigurður Hrellir, 7.8.2009 kl. 10:22

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gangi ykkur vel að leysa ágreiningsmál ykkar. Þjóðin þarf á ykkur að halda.

Héðinn Björnsson, 7.8.2009 kl. 11:39

4 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Það er fínt að vita að þú ert sammála Birgitta, endilega tölum saman. Ég held þú hafir nú alveg rétt fyrir þér Héðinn og félagsmenn virðast einnig vera þeirra skoðunar. 

Siggi, þetta er dóttir mín sem syngur og semur. Hún er á Íslandi núna og var að spila í gærkveldi við (mjög) góðar undirtektir !

Lilja Skaftadóttir, 7.8.2009 kl. 12:00

5 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Minni á að félagsfundurinn samþykkti verklagsreglur fram að aðalfundi. Bæði stjórn og þinghópur virði þær, enda komnar frá grasrótinni. Minni og á að sáttanefnd var kjörin til að ganga á milli stríðandi fylkinga. Vona að hún fari STRAX af stað og að "forystumenn" hlusti, læri og verði hlýðnir, prúðir og stilltir...

Friðrik Þór Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband