Færsluflokkur: Sjónvarp

Þarf hann ekki hvíld ?

Ef allir forsvarsmenn allra landa væru eins og Davíð, væri erfitt að lifa. Hann kemur fram í þættinum "Málefnið" og reynir enn að telja okkur trú um það að við skuldum ekki neitt.

Fólk erlendis sem horfir á þáttinn hlýtur að spyrja sig hvernig þessi maður geti verið einn langlífasti íslenski stjórnmálamaður nútímans. Svar þeirra hlýtur þá að vera : Vegna þess að fólkið á Íslandi skilur ekki annað en íslensk / íslenska pólitík.

Kæru vinir, við erum lítill (pínulítill) hluti af alheimi. Hættum að haga okkur eins og við séum 3 eða 30 milljónir manns sem höfum frelsað heiminn.

Reynum að gera smá íslensk / alheims pólitík til að breyta til og reynum að skilja hina hliðina. Hættum að vorkenna okkur, förum að vinna. 

Heimtum að eignir séu frystar, útrásar? yfirheyrðir og helst að þeim verði bannað að ferðast frá landinu. Sýnum ALÞJÓÐ að við tökum málin í eigin hendur og að við viljum ekki láta vorkenna okkur.


mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband