Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Að tapa því sem ekki er til.
20.8.2009 | 02:35
Eftir að hafa hlustað á viðtalið í kastljósinu í kvöld er ég hugsi. Nokkrar spurningar læðast að manni, eins og t.d. um aldur drengsins, hvar lærði hann að koma fram, trúir hann öllu því sem hann segir og er hann einn af fáum sem vissu ekki hvað var að gerast, einn af fáum sem gátu ekki selt hlutabréf, sem gátu ekki stungið undan einhverjum krónum sem sagt sem vissi ekki neitt.
Hann veit þó núna að það var óréttlátt að lána starfsmönnum fyrir kaup á hlutabréfum.
Þessi ungi maður er fæddur í nóvember 1970 og er því ekki enn orðinn fertugur. Ekki orðinn fertugur en tókst að vera einn af þeim sem komu heilli þjóð í þrot. Sama hvað hann segir um það.
Síðan fer hann til Lúxemborg, stofnar fyrirtæki 30. október 2008*, "Consolium ehf" og ætlar að "veita skuldunautum bankanna ráðgjöf og þjónustu. Þannig er fyrirtækjumog einstaklingum sem skulda bönkunum boðin ráðgjafarþjónusta við aðsemja um skuldir", en þetta er sagt í frétt á VB.is í desember 2008.
Sem sagt, já sem sagt, þessi ungi drengur var ekki lengi að sjá hvar hægt væri að þéna peninga í dag. Hann hjálpar fólki að leysa úr vanda sem hann var einn af arkitektunum að skapa.
Já, gleymum því ekki, það er ekki hann sem þarf að biðja þjóðina afsökunar og fyrirsögn pistilsins á við ótalmarga hluti en ég get bent á einn hlut, peningar.
*Það verður að játa að drengurinn er fljótur að hugsa.
Annarra að biðjast afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Michael Hudson
19.8.2009 | 16:44
Það er athyglisvert að hlusta á Michael Hudson því hann talar ekki tæpitungumál.
Kemur sér beint að efninu : "These arrogant bastards", talandi um þá sem knésettu þjóðina, rænandi um hábjartan dag.
Það er einnig athyglisvert hvað hann hefur að segja um "lénskerfið", en ég hef einmitt talað um það og get því eingöngu verið sammála honum þar.
Ég get þó ekki verið sammála honum í öllu, en maður hefur á tilfinningunni að hér fer maður sem veit hvað "siðferði" er.
Þetta er útvarpsþáttur sem hefur verið settur inn á YouTube 5 x 10 mín. Þó svo að ekkert sé nýtt undir sólinni fyrir okkur þá tel ég hollt fyrir alla að horfa á þetta.
Því miður get ég ekki sett linkinn öðruvísi en a líma hann beint hér :
http://www.youtube.com/watch?v=iLYhMonxNDI&feature=related
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið rosalega er þetta sárt
19.8.2009 | 02:41
Ekki nóg með það að þær megi ekki kjósa, eiginmennirnir mega líka svelta þær ef þær þóknast þeim ekki í rúminu.
Það var reynt að koma á lýðræði nokkrum sinnum á síðustu öld og má þar benda á Zaher Shah, síðasti konung þeirra (1933-1973), en hann hafði gengið í skóla í Frakklandi.
1959 breytti hann lögum og leyfði konum að ganga um berhöfðaðar og háskólar voru opnaðir fyrir þær en hann lést fyrir tveim árum síðan 23. júlí 2007.
Er hægt að láta sig dreyma um betra líf fyrir konur og börn í Afganistan ?
Óvíst með atkvæði afganskra kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að þora
18.8.2009 | 14:19
Lögreglan rannsakar Evróvisjón atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað tók svona langan tíma ?
16.8.2009 | 03:46
Ég tek eftir því að allir eru brosandi út að eyrum.
Eftir erfiða fundi klappa þeir sér í bak og fyrir og kyssast og tala síðan hver í kapp við annan til þess að lýsa þessum frábæru fyrirvörum.
Skiljanlegt, allir orðnir þreyttir og langar að fara heim. Það er vonandi að þessi vinna, þetta álag á alla þá nefndarmenn sem hafa komið að máli verði til góðs, þ.e.a.s. beri þann árangur sem flestir telja vissan, að Bretar og Hollendingar samþykki fyrirvarana.
Sýningin er búin að vera löng og ætla ég rétt að vona að þetta hafi ekki allt verið til einskis.
Góð lending fyrir Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að vera ákærandi, dómari og böðull í einu og sama málinu
15.8.2009 | 18:47
Ég tók eftir því fyrr í dag að búið væri að taka bloggið mitt og greinaskrif út af vefsíðu Borgarahreyfingarinnar og sendi strax póst til vefstjóra þar sem ég bið um að þetta sé lagað.
Svarið sem ég fékk hljóðar svona : Sæl Lilja. / Stjórnarmenn og stuðningsmenn hreyfingarinnar eru á forsíðu xo. Ekki aðrir. / kveðja.
Ritstjórar þeir er stjórna vef hreyfingarinnar xo.is hafa sem sagt ákveðið að ég sé ekki lengur stuðningsmaður hreyfingarinnar.
Ég hef bent á að ég trúi enn á hreyfinguna og málstaðinn eftir að ég sagði mig frá stjórn Borgarahreyfingarinnar. Eftir ofangreint svar veit ég að ég er ekki lengur talinn til stuðningsmanna hreyfingarinnar. Ef þetta eru vinnuaðferðir þær sem forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar vilja við hafa, tel ég að búið sé að kæfa hreyfinguna og að hún eigi sér ekki viðreisnarvon.
Þessi aðferð, að rannsaka, ákæra, og dæma, án þess sú ákærða fái að svara fyrir sig, er því miður vel þekkt fyrirbæri og heitir "einræði". Einræði hefur tíðkast í mörgum myndum og sagan hefur sýnt okkur að yfirleitt eru afleiðingar þeirra stefnu ekki til góðs. Við höfum öll heyrt um heimstyrjaldir, fangabúðir og gúlag.
Mér þykir afar leitt að hafa stuðlað að því að þetta framboð komst eins langt og raun ber vitni.
Margrét situr sem fastast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af gefnu tilefni
14.8.2009 | 11:33
Liðin vika hefur verið afar erfið fyrir Borgarahreyfinguna, stjórn hennar, og þingmenn. Eftir að einkabréf þingmanns okkar Margrétar Tryggvadóttur til Katrínar Snæhólm, varaþingmanns Þráins Bertelssonar var gert opinbert eru litlar líkur á því að sættir náist, sama hvað sáttarnefnd sú sem stofnuð var leggur mikið á sig.
Þó svo að Margrét segi að um einkabréf hafi verið að ræða er ekki lengur hægt að líta á innihald þess sem einkamál þegar 15 manna hópur hefur fengið það í hendurnar. Það nægir engan veginn að biðja fólk vinsamlegast að láta eins og það hafi aldrei séð það. Innihald bréfsins er meitlað í huga þeirra sem hafa lesið það og fer ekkert, það er sama hvað maður reynir.
Innihald bréfsins hverfur ekki svo glatt og til þess að ekki sé hægt að misnota efni þess síðar, er betra að það sé opinberað núna.
Ég vil biðja Þráinn Bertelsson afsökunar á því að hafa ekki brugðist enn fyrr við, en ég þurfti tíma til að ná áttum og vildi einnig gefa Margréti tækifæri á að breyta rétt.
Miðað við stjórnleysi það sem ríkt hefur í Borgarahreyfingunni taldi ég miklar líkur á að engin ákvörðun yrði tekin um jafn alvarlegt mál og þetta, eða það sem hefði verið enn verra, að þetta yrði rætt á opnum stjórnarfundi og Þráinn fengi fregnir af innihaldi bréfsins úr fjölmiðlum. Það var mér óbærileg tilhugsun.
Ég óska Borgarahreyfingunni velfarnaðar í bráð og lengd. Ég vona einnig að hún eigi eftir að sanna það í verki sem hún hefur svo oftar boðað í orðum. Öllum þeim sem ég hef unnið með í kraftmiklu og gefandi samstarfi vil ég þakka samskiptin og óska þeim alls hins besta.
Ég læt hér með lokið afskiptum mínum af starfi stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Að bíða.....
9.8.2009 | 20:36
Það er vonandi að allt verði tekið með í reikninginn þegar frumvarpið verður samþykkt. Það verður athyglisvert að fylgjast með umræðunni á Alþingi og fá þær upplýsingar sem okkur vantar til þess að geta gert upp okkar hug.
Víst er að þetta er ekki auðvelt verkefni fyrir þessa nefnd.
Skoðanir enn skiptar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarahreyfingin, stjórnin og þingmenn
9.8.2009 | 02:21
Það sem stjórn Borgarahreyfingarinnar hefur farið fram á er að þinghópurinn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að taka ekki einhliða ákvarðanir sem varða landsmenn alla. Ef þingmenn okkar telja sig knúna til að fara ekki eftir stefnu hreyfingarinnar er afar einfalt að hafa samband við stjórnina sem þá getur rætt málin efnislega á almennum fundi.
Þá gefst meðlimum hreyfingarinnar tækifæri til þess að ræða málin, heyra hvað þingmenn hafa að segja og geta sagt sitt álit. Sem sagt tekið þátt í ákvarðanatökum á lýðræðislegan hátt.
Þetta er það sem stjórnin fer fram á. Hingað til hefur stjórnin lofað þingmenn í bak og fyrir, ýmist persónulega, í skeytum, í símum og sín á milli. Hvað varðar ESB þá leyfðum við okkur að vera ekki ánægð með aðferð þingmanna hreyfingarinnar. Hér erum við einungis að ræða aðferðafræðina og er það vinna stjórnar að sjá til þess að unnið sé í anda þeirra stefnu sem hefur verið sett.
Sú stjórn sem nú situr hefur unnið mjög vel síðan hún var kosin, en hefur því miður gengið á veggi í samskiptum sínum við þinghópinn og hefur þinghópurinn tekið ákvarðanir sem voru engan vegin í anda hreyfingarinnar og hefur mikill tími og orka farið í það að reyna að bæta þau samskipti.
Ég vil einnig segja að stjórnin vinnur í sjálfboðavinnu og hafa Björg og Inga unnið á skrifstofunni í langan tíma án þess að fá borgað fyrir það. Allt fyrir hreyfinguna ekki fyrir eigin hagsmuni. Bið ég því þá meðlimi borgarahreyfingarinnar sem hafa hvað mest sett út á stjórnina að virða það.
Til er málefnahópur sem á að sjá um að undirbúa landsfundinn en á miðju sumri kom í ljós að flestir meðlima þess hóps voru í sumarfríi. Nú er það stjórnin sem hefur tekið það að sér að undirbúa þann fund og er óskandi að sem flestir mæti.
Lýðræði er viðkvæmt. Lýðræði tekur tíma. Borgarahreyfingin á eftir að vaxa og dafna með hjálp ykkar allra sem vilja breytingar á stjórnarháttum, sýnum fordæmi og vinnum samkvæmt stefnuskrá okkar : fagleg, gegnsæ og réttlát stjórnsýsla.
Ég efa ekki að allir meðlimir hreyfingarinnar, ásamt þeim fjölda sem kusu hana, hafa eina ósk : að hreyfingin dafni og stækki, að okkur takist að koma á áþreifanlegum breytingum til hins betra í stjórnsýslunni. Ég treysti öllum til þess að hafa það í huga og styðja við bakið á þingmönnum okkar. Þeir þurfa að finna þennan stuðning ekki sundrung. Ég treysti einnig þingmönnum okkar til þess að vinna samkvæmt stefnuskrá okkar og vona að þeir sjái hvað er hreyfingunni fyrir bestu.
Einungis þannig náum við markmiði okkar : Þjóðin á þing.
IceSave með fyrirvara
7.8.2009 | 11:34
Nú er að renna út sá frestur sem þingmenn fengu til þess að komast að kjarna málsins. Svo virðist sem að samþykkt samningsins verði niðurstaðan, samanber viðtöl nokkurra þingmanna í fjölmiðlum í gær, með fyrirvara/vörum.
Ekki veit ég hvað leynigögnin segja, en samningurinn hefur verið opinn almenningi í nokkurn tíma. Þeir sérfræðingar (erlendir (tveir)) sem ég hef fengið til þess að lesa þá, eru miður sín fyrir okkar hönd, en telja hinsvegar illgerlegt að skrifa ekki undir. Helsti gallinn, að þeirra mati, er að ef fara þarf dómstólaleiðina þá er ekki um marga staði að velja og alls óvíst að dómstólar í Bretlandi verði okkur hliðhollir ef til ágreinings kemur.
Steingrímur J. fjármálaráðherra var fínn í Kastljósinu í gær og færði rök fyrir því að það verði að skrifa undir samninginn. Hann kom einmitt inn á það sem mér finnst vera eitt að því mikilvægasta, en það er að "Alþingi fól framkvæmdarvaldinu að leiða málið til lykta".
Minn fyrirvar er svohljóðandi : Alþingi samþykkir að skrifa undir ef tryggt verður að óábyrgir og vanhæfir stjórnendur bankanna, ásamt eigendum þeirra, verði látnir svara til saka.