Færsluflokkur: Bloggar
Ef ekki er búið að selja allt
23.7.2009 | 13:13
Kannski það sé þess vegna sem lá svona mikið á að sækja um aðild, áður en allar auðlindir okkar verða komnar í einkaeigu. Það verður athyglisvert að sjá hvernig ESB lítur á kvótakerfið okkar, og á ég þá sérstaklega við framsal kvótans.
Mig grunar að þeir taki upp málstað almennings frekar en kvótakónganna. Og það verður áhugavert að sjá hvernig Hollendingar og Bretar taka á móti aðildarumsókn okkar.
Össur: Ísland hefur margt að bjóða ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Langt ferðalag að hefjast.
16.7.2009 | 14:14
Ég lýsi yfir ánægju minni yfir niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, og að þetta hafi náðst þrátt fyrir ótímabærar upphrópanir Birgittu og Þórs um málið.
Þau hafa sennilega eitthvað fyrir sér í sínu máli en tímasetningin var ALRÖNG og við í Borgarahreyfingunni höfðum lofað kjósendum okkar að styðja aðildarviðræður.
Þegar þetta kemur síðan tilbaka verður tími til að hugsa okkur vel um áður en við ákveðum hvort við samþykkjum samninginn. Þó svo að heita eigi að aðeins verði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða er ég ekki í vafa um að þingmenn okkar, hverjir sem þeir veða þá, munu fylgja hug þjóðarinnar.
Enn og aftur segji ég, sannfæring þingmanns á að snúast um hag þjóðarinnar, ekki eigin óskir.
Samþykkt að senda inn umsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Breytum þessu - NÚNA
14.7.2009 | 14:39
Finnst Gylfa Magnússyni þetta vera eðlilegt eða er hann einungis að lýsa ástandinu ?
Hér er verið að bjarga "verðmætum" sem ekki er búið að borga......., eða hvað ?
Samkvæmt venju sinni fer Lára Hanna vel í þetta á blogginu sínu
Engar reglur um kennitöluflakk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú varð hann reiður
3.7.2009 | 14:24
Birgitta Jónsdóttir, einn af þingmönnum okkar í Borgarahreyfingunni, minntist á Parísarklúbbinn á Alþingi í dag, Steingrímur J. varð reiður og telur hana hafa gefist upp í baráttunni til þess að bjarga landinu.
Kæri Steingrímur, það er hræðilegt að hugsa til þess að sennilega endar þetta allt í því að við verðum í þeirri stöðu að þurfa að leita hjálpar ef við viljum halda áfram að halda uppi því heilbrigðis og menntakerfi sem við höfum vanist.
Ef það þýðir að við þurfum að leita til Parísaklúbbsins þá tel ég að heilsa okkar og menntun barna okkar vegi meira en stoltið.
Horfumst í augu við vandræðin, horfumst í augu við allt það klúður sem hefur verið gert hér, setjum ekki hausinn í sandinn. Skrifum undir samninginn, en felum ekki fyrir þjóðinni hvað það mun kosta okkur.
Og hugrakka Birgitta, bravó fyrir að þora að tala um það sem skiptir máli og koma með spurningarnar sem enginn þorir að spyrja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Betra er seint en aldrei
1.7.2009 | 16:32
Ég skora á Ríkisstjórnina að skrifa ekki undir nema með því skilyrði að ef ágreiningur kemur upp (sem er ekki ólíklegt), verði farið fyrir aðra dómstóla en þá bresku, t.d. Evrópudómstólinn.
Í samninginn vantar einnig ákvæði um að ef við getum ekki borgað þá verði ekki hægt að leita til ábyrgðar Ríkisins án þess að gefa rúm til þess að mega semja um skuldina á betri veg. Við getum þá leitað til "Club de Paris", (hér á ensku : "Paris Club"). (breytt 3. júlí)
Betra er seint en aldrei, hljóta Bretar að hugsa núna, því ef allt fer á versta veg þá sýnist mér að Bretar geti komið með fiskiflotann sinn og farið að veiða í kringum landið. Ætli við þurfum þá að borga þeim til þess að hafa aðgang að fiskinum ?
Ég persónulega tel að við VERÐUM að skrifa undir samning, en getum við skrifað undir samning(inn) með þessum ákvæðum um Ríkisábyrgð, sem gefur ekki rúm til þess að leita til hjálpar ef allt fer á versta veg.
Icesave samningi mótmælt á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 3.7.2009 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Meintir glæpamenn
1.7.2009 | 15:12
Hér er góður pistill eftir Sigrúnu Davíðsdóttir, þar sem hún ræðir um hver auðvelt geti verið að frysta eignir meintra glæpamann.
Það er mjög hollt að lesa þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað gerðist ?
29.6.2009 | 12:47
Ég vil gjarnan trúa því að okkur standi ekki annað til boða en að skrifa undir þennan samning. Eflaust blæðir fleiri en einum við það og eftir að hafa hlustað á þáttinn "Vikulok" á laugardaginn var, þá blæðir enn meir.
Þar kemur fram að sendiherra okkar í Brussel, Stefán Haukur Jóhannesson, hafi tekist að fá Frakka til þess að vera "málamiðlarar" og var þá talað um 2,2 % vexti.
HVAÐ gerðist sem leiddi til þess að þetta GERSAMLEGA klúðraðist.
Óhæfir hermenn í skotgröfum, sem höfðu það eitt til málsins að leggja að hafa verið sendir í "hörðustu MILLIRÍKJADEILU Íslands" vegna þess að .......
Ég vil svör :
- hverjir nákvæmlega voru í (fyrstu) sendinefndinni ?
- hver var staða hvers og eins ?
- hverjir tóku ákvarðanirnar ?
Ef fjármálaráðherra okkar var undir þrýstingi í byrjun nóvember á "Fjármálaráðherra fundi EES" í Brussel, vegna "memorandum of understanding" sem var skrifað undir í byrjun október, átti hann hreinlega að segja "stopp hér, ég þarf tíma, ég þarf hjálp".
Það er þó hægt að koma í veg fyrir ALGJERT klúður með því að vera 100 % örugg um að í samningnum sé ákvæði sem segir að "möguleiki sé á því að endursemja eftir fimm ár". Ef það er ekki þá held ég að allir muni vita hvers vegna við hreinlega getum ekki samþykkt þetta.
Ég er ekki lögfræðingur, en Elvira Mendez Pinedo er sérfræðingur EES samningsins, dósent við HÍ. Hún bendir á að ESB pólitík gengur ekki út á það að gera ríki fátæk, heldur er stefna þeirra frekar að byggja upp efnahag þjóða. (takk Elvíra)
Verum ekki með minnimáttarkennd, stöndum fast á okkar rétti, sýnum að hægt sé að semja við okkur, en án þess þó að láta VAÐA yfir okkur.
Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 1.7.2009 kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Casino Capitalism
14.6.2009 | 22:33
Það verða bara allir að sjá þetta viðtal Egils við William K. Black sem var í Silfrinu í maí síðastliðnum.
Eins og allir vita sem leita sér upplýsinga þá er hægt að finna þetta hjá henni Láru Hönnu hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kosning Borgarahreyfingarinnar
14.6.2009 | 00:03
Í dag var haldinn auka-aðalfundur hjá okkur í Borgarahreyfingunni þar sem ný stjórn var kosin. Ég vil þakka öllum þeim sem studdu mig og verð að segja að ég sé mjög glöð með 2. sæti mitt, sem gerir mig að varaformanni hreyfingarinnar.
Þessi stjórn mun vinna að haustþingi okkar - eða Borgaraþingi, eins og sumir vilja kalla það, sem verður haldið í haust.
Enn og aftur, kærar þakkir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvað er það þá ?
9.6.2009 | 20:04
Ef það er ekki lausn IceS(l)aves skuldarinnar sem kemur í veg fyrir lán frá frændum okkar í austri, er eðlilegt að við spyrjum : hverju veldur ?
Er þetta vegna umsóknarinnar um aðild að ESB sem við neyðumst til þessa, eða er það eitthvað sem við, almenningur, fáum ekki, megum ekki vita ?
Endilega farið að koma fram við okkur eins og fullorðið fólk og segið okkur hvað er svona alvarlegt. Það erum við sem þurfum að borga og það er ykkar að segja okkur hvers vegna.
Lausn Icesave ekki forsenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)