Hvað gerðist ?

Ég vil gjarnan trúa því að okkur standi ekki annað til boða en að skrifa undir þennan samning. Eflaust blæðir fleiri en einum við það og eftir að hafa hlustað á þáttinn "Vikulok" á laugardaginn var, þá blæðir enn meir.

Þar kemur fram að sendiherra okkar í Brussel, Stefán Haukur Jóhannesson, hafi tekist að fá Frakka til þess að vera "málamiðlarar" og var þá talað um 2,2 % vexti. 

HVAÐ gerðist sem leiddi til þess að þetta GERSAMLEGA klúðraðist.

Óhæfir hermenn í skotgröfum, sem höfðu það eitt til málsins að leggja að hafa verið sendir í "hörðustu MILLIRÍKJADEILU Íslands" vegna þess að ....... 

Ég vil svör :

  • hverjir nákvæmlega voru í (fyrstu) sendinefndinni ?
  • hver var staða hvers og eins ?
  • hverjir tóku ákvarðanirnar ?

Ef fjármálaráðherra okkar var undir þrýstingi í byrjun nóvember á "Fjármálaráðherra fundi EES" í Brussel, vegna "memorandum of understanding" sem var skrifað undir í byrjun október, átti hann hreinlega að segja "stopp hér, ég þarf tíma, ég þarf hjálp".

Það er þó hægt að koma í veg fyrir ALGJERT klúður með því að vera 100 % örugg um að í samningnum sé ákvæði sem segir að "möguleiki sé á því að endursemja eftir fimm ár". Ef það er ekki þá held ég að allir muni vita hvers vegna við hreinlega getum ekki samþykkt þetta.

Ég er ekki lögfræðingur, en Elvira Mendez Pinedo er sérfræðingur EES samningsins, dósent við HÍ. Hún bendir á að ESB pólitík gengur ekki út á það að gera ríki fátæk, heldur er stefna þeirra frekar að byggja upp efnahag þjóða. (takk Elvíra)

Verum ekki með minnimáttarkennd, stöndum fast á okkar rétti, sýnum að hægt sé að semja við okkur, en án þess þó að láta VAÐA yfir okkur.


mbl.is Icesave-ábyrgð úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sammála Lilja, nóg er komið af mistökum. Vanhæfi á vanhæfi ofan. Íslenskir embættismenn hafa sumir hverjir lítið þurft að hafa fyrir stöðum sínum enda tíðkast það enn í dag að ráða fremur kunningja og jábræður heldur en hæfasta fólkið, sbr. þetta sem má lesa um hér.

Til þess að koma þjóðinni út úr þeim hrikalegu ógöngum sem hrokagikkir með mikilmennskubrjálæði komu henni í þurfum við eitthvað annað en hrokagikki með minnimáttarkennd.

Sigurður Hrellir, 29.6.2009 kl. 13:12

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Nákvæmlega!! Það er ekkert sem réttlætir það að þjóðin sé hneppt í fátækt það sem eftir er

Heiða B. Heiðars, 29.6.2009 kl. 13:22

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.  Ég er algjörlega sammála ykkur öllum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2009 kl. 23:26

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og af hverju fáum við ekki að vita neitt?

Arinbjörn Kúld, 30.6.2009 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband