Að vera ákærandi, dómari og böðull í einu og sama málinu

Ég tók eftir því fyrr í dag að búið væri að taka bloggið mitt og greinaskrif út af vefsíðu Borgarahreyfingarinnar og sendi strax póst til vefstjóra þar sem ég bið um að þetta sé lagað.

Svarið sem ég fékk hljóðar svona : „Sæl Lilja. / Stjórnarmenn og stuðningsmenn hreyfingarinnar eru á forsíðu xo. Ekki aðrir. / kveðja.

Ritstjórar þeir er stjórna vef hreyfingarinnar xo.is hafa sem sagt ákveðið að ég sé ekki lengur stuðningsmaður hreyfingarinnar.

Ég hef bent á að ég trúi enn á hreyfinguna og málstaðinn eftir að ég sagði mig frá stjórn Borgarahreyfingarinnar. Eftir ofangreint svar veit ég að ég er ekki lengur talinn til stuðningsmanna hreyfingarinnar. Ef þetta eru vinnuaðferðir þær sem forsvarsmenn Borgarahreyfingarinnar vilja við hafa, tel ég að búið sé að kæfa hreyfinguna og að hún eigi sér ekki viðreisnarvon.

Þessi aðferð, að rannsaka, ákæra, og dæma, án þess sú ákærða fái að svara fyrir sig, er því miður vel þekkt fyrirbæri og heitir "einræði". Einræði hefur tíðkast í mörgum myndum og sagan hefur sýnt okkur að yfirleitt eru afleiðingar þeirra stefnu ekki til góðs. Við höfum öll heyrt um heimstyrjaldir, fangabúðir og gúlag.

Mér þykir afar leitt að hafa stuðlað að því að þetta framboð komst eins langt og raun ber vitni.


mbl.is Margrét situr sem fastast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ég sé nú að búið er að setja bloggið mitt aftur inn á vefsíðu Borgarahreyfingarinnar. Það lítur því út fyrir að vefstjórinn hafi tekið rökfærslu mína sem gilda.

Mikið er það gott.

Lilja Skaftadóttir, 15.8.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég var búin að setja bloggið þitt inn aftur áður en þú skrifaðir þetta blogg. Vefhópur sem ritstjórn vefsins, telur að einungis blogg félagsmanna Borgarahreyfingarinnar birtist á forsíðu xo.is. Mér var bent á það að ekki væri víst að þú hafir sagt þig úr hreyfingunni um leið og stjórn, svo ég setti bloggið þitt inn aftur þangað til stefna okkar verður skýrari hvað þetta varðar.

Margrét Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 19:41

3 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

En, hvað um mitt blogg Margrét, Ég hef lengi verið í þessari hreyfingu, lengi bloggað og lengi beðið þig um að koma minni síðu þarna að.

Það er von að fólk spyrju hvað veldur töfinni þegar svo greiðlega gengur að koma t.a.m. þínu bloggi að?

Guðmundur Andri Skúlason, 15.8.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég reikna með að framvegis reyni Borgarahreyfingin að halda þeim sem styðja ESB frá síðu hreyfingarinnar.

Eins og stefna hreyfingarinnar var góð í byrjun þá finnst mér lítið að marka hana lengur.

Í grein minni, er fjallaði um tölvupóstsmálið, benti ég á að Borgarahreyfingin er að fara sömu leið og Frjálslyndir fóru á sínum tíma. Hreyfingin er að snúast upp í andhverfu sína.

Kjartan Jónsson, 15.8.2009 kl. 20:02

5 identicon

Ég kaus X-o því að ég taldi frambjóðendur Borarahreyfingarinnar einu vonina sem að við almenningur áttum eftir...

Ykkur tókst að klúðr því með sandkassaleik og rifrildum í fjölmiðlum.

Ég er að komast nálægt því að skammast mín fyrir að hafa kosið ykkur.

Vinsamlegast takið ykkur á svo að ég geti unað sátt við greitt atkvæði mitt og reynið að standa ykkur af fagmennsku!!

Elsa (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 20:17

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Er ekki rétt að Margrét sleppi þvi bara að giska á hverjir eru félagsmenn og hverjir ekki - fái bara félagatalið áður en hún sparkar fólki út.

Bara svona hugmynd

Auk þess langar mig að benda Margréti Rós og þeim sem málið varðar á að tryggari stuðningsmann en Lilju Skafta er varla að finna í stuttri sögu Borgarahreyfingarinnar

Djöfulsins skömm er að þessari framkomu sem fólk leyfir sér

Heiða B. Heiðars, 15.8.2009 kl. 20:32

7 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Mér þykir afar leitt að hafa stuðlað að því að þetta framboð komst eins langt og raun ber vitni".

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.8.2009 kl. 20:50

8 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Friðrik Þór, ég trúi því ekki, alls ekki, að þetta sé það eina sem situr eftir lestur þessa pistils.

Lilja Skaftadóttir, 15.8.2009 kl. 20:55

9 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Margrét Rósa, finnst þér skipta máli hvort þú hafir verið "búin að setja bloggið þitt inn aftur áður en þú (ég) skrifaðir þetta blogg."

Ég skrifaði þetta blogg um leið og ég fékk svar frá ritstjóra. Og það sem var gert skiptir meira máli heldur en hvort búið sé að lagfæra það núna.

Eða hvað ?

Lilja Skaftadóttir, 15.8.2009 kl. 21:04

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Altso nei, Lilja. Ég var bara að stríða Heiðu vinkonu okkar. Ég er alveg sammála henni um tryggan stuðning þinn í gegnum tíðina, þess vegna fannst mér svo skondið að bera hennar ummæli saman við þín ummæli, sem ég vitnaði til.

Svona... mótsagnarkennt?

Ég meinti það ekki illa, var bara að bulla. En fyrst ég er hérna þá leyfi ég mér að mótmæla því harðlega að hörkuvinnan við að koma skikki á vefsíðuna, með stöku mistökum, sé túlkuð sem eitthvert meint plott einhverra "forsvarsmanna Borgarahreyfingarinnar". Slíkt er kjaftæði og paranoia. Þess utan veit ég ekki annað en að valdamesti einstaklingur Borgarahreyfingarinnar í dag heiti Guðmundur Andri Skúlason!

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.8.2009 kl. 21:07

11 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Plús, Lilja: hvað finnst þér um þá gjörð Margrétar Rósu að fjarlægja eigin bloggfærslu af síðunni? hvaða andskotans plott er það, spyr ég nú bara!

hefur þú annars tekið eftir allri þeirri vinnu sem Margrét Rósa er að leggja í að koma öllu efni inn á vefsíðuna, tugum fundargerða og liggur við að segja hundruðum blogga?

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.8.2009 kl. 21:09

12 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Kæri Friðrik, ég endurtek hér svarið sem ég fékk "[...] Stjórnarmenn og stuðningsmenn hreyfingarinnar eru á forsíðu xo. Ekki aðrir"

Þetta er mun alvarlegra mál heldur en að vera túlkað sem eitthvert meint plott, og trúðu mér Friðrik (mín orð þannig að engar sannanir liggja fyrir), ég er ekki "paranoia".

Ég er einungis að benda á hvert þetta getur leitt og ég er innst inni sannfærð um að hæfileika maður af þinni gráðu skilur hvert ég er að fara hérna.

Og já, ég hef tekið eftir vinnu Margrétar.

Lilja Skaftadóttir, 15.8.2009 kl. 21:33

13 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Ég þakka komplímentið Friðrik.

kannski ég hringi þá í Birgittu, Þráin, Margréti og Þór og fái þau til að tala saman....

Þegar ég er búinn að því, þá er ég að hugsa um að fá þau til að vinna fyrir hreyfinguna... og svo væri kannski rétt af mér að hvíla mig einn dag...

Eða nei...

Ég er að hugsa um að hvíla mig á fyrsta degi... Ertu nokkuð til í að lána mér tappatogara? Lilja er nefninlega að koma frá Frans með ostabakka og rautt !!

Ég er alveg að fíla þetta valdadót :p ....

Guðmundur Andri Skúlason, 15.8.2009 kl. 21:48

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Miklu skemmtilegra fólk að tuða hérna inni en hjá mér!! :)

Heiða B. Heiðars, 15.8.2009 kl. 22:20

15 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Rauðvín og ostabakki... þú ert fljótur að ná aðalatriðum valdanna, Gandri!

Lilja, ég skil þig alveg. Fyrst MRS tók út meðal annars þína og sína eigin færslu og kannski fleiri og flýtti sér að setja inn þína aftur þá geri ég ráð fyrir að hún hafi verið heldur dugleg við vefsíðuvinnuna. Sem minnir mig á seinna kommentið mitt: hvað finnst þér um þá gjörð Margrétar Rósu að fjarlægja eigin bloggfærslu af síðunni?

Velkomin annars heim til Íslands og ég vona að núna þegar Iceslave er að "leysast" þá fylgi því rólegri og notalegri stundir fyrir alla.

Friðrik Þór Guðmundsson, 15.8.2009 kl. 22:21

16 identicon

Þar sem ég veit ekki hvað völd eru þá ætla ég bara að fíla svarið hans Guðmundar Andra. 

Og afþví að ég fílaði ekki Heiðu í upphafi (án þess að þekkja hana) þá finnst mér rétt að gerast hennar helsti stuðningsmaður núna.

Ég ætti kannski bara að skrifa ykkur bréf og segja ykkur hvernig þetta lítur allt saman út fyrir hlutlausum áhorfanda eins og mér og svo þekki ég góðan sálfræðing sem getur aðstoðað mig við bréfaskriftirnar. 

Guðmundur Andri -  ég er viss um að þú gætir fengið lánaðan tippatogara hjá þinghópnum!

Æ, og já, bloggið sem var fjarlægt - eitt orð - hneisa!

Dís (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:44

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það hefur grysjast svo mikið í vina- og kunningjahópnum mínum undanfarna daga að mitt litla hjarta gleðst við hvert hrós sem ég fæ.... líka frá ókunnugu fólki :D

Hélt á tímabili að það myndi enda með því að ég yrði bara með eitt símanúmer í símanum mínum.... vinalínu Rauða krossins :D

Heiða B. Heiðars, 15.8.2009 kl. 22:58

18 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Því meira sem ég hugsa um þessi þrjú og mikilmennskubrjálæðið í þeim, því reiðari verð ég.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 15.8.2009 kl. 23:02

19 identicon

Heiða - vinatiltekt er ekki það versta sem getur hent konu. Þú getur glaðst yfir því að þeir sem eftir standa eru tryggir og heilir.

Það er reyndar afbragð hjá þér að geyma vinarlínunúmerið - þú ættir kannski líka að deila því með fyrrverandi "félögum" þínum.

Sé ég sú ókunna sem gladdi þitt hjarta þá líkar mér það vel þar eð ég kann þér mínar bestu þakkir.

Misnotkun á síðu Lilju gengur ekki svo þakkirnar færðu á þinni eigin!

Dís (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 23:42

20 identicon

Þakka ykkur öllum fyrir innlitið, það gleður hjarta mitt að lesa góðar athugasemdir héðan að utan því ég er enn hér úti hjá froskunum.

Og Dís, Friðrik, Jónína, Gandri og Heiða, (og allir) endilega verið hér, það er svo rólegt og notalegt. Ég lofa að koma með nóg af osti fyrir ykkur öll svo úr verði ein heljarinnar ostaveisla (og gott vín auðvitað).

Lilja Skaftadóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 00:43

21 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæl aftur, ég var fangi hér ein og yfirgefin (að mér fannst) því ég var læst frá eigin tölvu.

Nú er ég aftur komin inn og líður mun betur.

Lilja Skaftadóttir, 16.8.2009 kl. 00:56

22 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Já Dís, það væri mjög athyglisvert að fá að vita "hvernig þetta lítur allt saman út fyrir hlutlausum áhorfanda".

Ætti að vera uppbyggjandi, því það getur verið erfitt að sjá sinn eigin gjörning. Eitt gott bréf ætti að hjálpa.

Lilja Skaftadóttir, 16.8.2009 kl. 01:21

23 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Jónína Sólborg. Það dugar ekki án skýringa að segja: "Því meira sem ég hugsa um þessi þrjú og mikilmennskubrjálæðið í þeim, því reiðari verð ég". Ég veit nefnilega ekki hvort þú meinar "þessi þrjú" sem teljast þremenningarnir í þinghópnum eða "þessi þrjú" sem samþykktu yfirlýsinguna á stjórnarfundinum.

Þór, Birgitta og Margrét - eða Gandri, Inga og Sævar?

Lilja; slæmt að lokast úti. Ég sem hélt að þú værir að forðast spurninguna sem ég hef sett fram tvisvar og nú í þriðja sinnið:  hvað finnst þér um þá gjörð Margrétar Rósu að fjarlægja eigin bloggfærslu af síðunni?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.8.2009 kl. 01:33

24 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

p.s. ég er ekki enn farinn að sjá neinn tala um landráð þing-þremenninganna í hreyfingunni að dirfast að samþykkja Icesave-ríkisábyrgðina (þótt með fyrirvörum sé). Hefur einhver rekist á vammir og skammir vegna þeirrar gjörðar?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.8.2009 kl. 01:35

25 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

p.s. p.s. Varla samþykkir Þráinn þetta úr því að þrenningin gerir það?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.8.2009 kl. 01:36

26 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hér er greinilega mesta fjörið, þegar ég kem heim af langri vakt á barnum í kvöld.  En það eru víst rúmir tveir tímar frá síðustu athugasemd.  Mig minnir að ég hafi verið völd að kosningu Guðmundar Andra í stjórnina.  Ég hef ennþá trú á Borgarahreyfingunni, samt veit ég ekki hvers vegna.  Ég var alfarið á móti Iceslave, og fyrirvörunum.  Ég var alfarið á móti ESB, og aðildarviðræðunum.  Kannski er ég í vitlausri hreyfingu.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.8.2009 kl. 03:50

27 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæll Friðrik. Hvað varðar IceSave og ákvörðun þremenninga þinghópsins að samþykkja ríkisábyrgðina, þá hef ég ekki rekist á "vammir og skammir vegna þeirrar gjörðar".

Ég treysti Þráni til þess að kjósa samkvæmt samvisku sinni.

Síðan að þríendurteknu spurningu þinni um Margréti Rósu (óþarfi að endurtaka hana), þá finnst mér ekkert um það að hún hafi fjarlægt sína eigin bloggfærslu af síðu xo.is.

Sjáðu til, í því tilfelli er hún ekki einungis "ákærandi, dómari og böðull", hún er einnig "sú ákærða". Sem sagt, hún rannsakar, ákærir og dæmir sjálfa sig.

Lilja Skaftadóttir, 16.8.2009 kl. 04:02

28 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Jóna, Jóna, Jóna, ekki segja þetta. Ég er enn í hreyfingunni. Þetta á allt eftir að lagast og góða hvíld eftir langa vakt.

Lilja Skaftadóttir, 16.8.2009 kl. 04:06

29 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Haha Friðrik er reyndar að tala um skytturnar þrjár sem sitja á Alþingi 

Hélt ég myndi aldrei segja þetta en ég verð að taka undir með Framsókn núna, þessir fyrirvarar ganga ekki nægilega langt. Ég hefði viljað sjá tillögu Vigdísar Hauksdóttur nást í gegn gagnvart Iceslave. En það var náttúrulega ekki samþykkt.

Ekki ertu ennþá vakandi Lilja?

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 16.8.2009 kl. 10:32

30 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Eftir næstu Alþingiskostningar verður þessi hreyfing lifandi/dauð. Það fer nákvæmlega eins fyrir henni og Frjálslindaflokknum. Svo mér finnst þú nokk bjartsýn Lilja að halda því fram að þetta eigi eftir að lagast. Einn þingmaður hreyfingarinnar hættur í henni, megnið af stjórnini sagði af sér og hætti í hreyfinguni, jú jú auðvitað kemur maður í manns stað, en það er bara ekki nóg því það er fólkið, fólkið sem kaus hreyfinguna það er líka búið að fá nóg af öllum þessu misklið innan hreyfingarinnar og þingmönnum hennar.

Hjörtur Herbertsson, 16.8.2009 kl. 10:38

31 identicon

Bara svona til að árétta.  Þá er bloggið hennar Margrétar Rósu enn inni á síðunni okkar og get ég ekki séð að það hafi horfið á neinum tímapunkti.  Hún skrifar undir nafninu "Vistarband".  Því finnst mér alveg út í hött að spyrja þrisvar sinnum um hvað Lilju finnst um að þetta blogg sé horfið, því það hvarf aldrei. Spurningin ætti frekar að vera af hverju blogg Gandra hefur aldrei hlotið náð fyrir augum vefstjóra, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir.  Hann hefur setið sem varamaður í stjórn frá 13 júní og er stuðningsmaður Borgarahreyfingarinnar. Það skilst mér að séu viðmiðin við það að blogg sé inni á síðunni.

Inga

Ingifríður R. Skúladóttir (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 13:22

32 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Inga. Þú berð varaformann Borgarahreyfingarinnar þungum sökum. Hefur þú íhugað að krefjast þess að viðkomandi segi af sér? Væri það ekki rökrétt framhald?

Friðrik Þór Guðmundsson, 16.8.2009 kl. 18:00

33 identicon

Svarið : „Sæl Lilja. / Stjórnarmenn og stuðningsmenn hreyfingarinnar eru á forsíðu xo. Ekki aðrir. / kveðja.

Var þetta spurning um að fá að vera með nafnið sitt/eða link á forsíðu XO.is ?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:14

34 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæll Þorsteinn, þetta er réttmæt spurning, en ekkert í því athæfi að taka bloggið mitt af forsíðu, en halda því á vefnum, hefði réttlætt skrif mín.

Þú verður að spyrja vefstjóra um ástæðu orðavals síns í svarinu.

Lilja Skaftadóttir, 17.8.2009 kl. 10:50

35 identicon

Sæl Lilja

Nú þekki ég ekki þennan vefstjóra, en það er óþægilegt að vera tekin út af vefsíðu, en þessi vefstjóri hefði geta haft samband við þig og þannig reynt að finna einhverja lausn á þessu máli, og/eða sett alla undir sama hatt hvað þetta varðar á einhverri nýrri vefsíðu hjá XO.is , ekki satt?

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 11:10

36 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem mig langar að vita, var borguð einhver summa fyrir að gera þessa síðu ? vegna þess að þetta er Wordpress bloggkerfi sem er 100% frítt en búið er að fjarlægja allar tilvitnanir í kóðanum um slíkt.

Sævar Einarsson, 17.8.2009 kl. 11:23

37 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sævar, ég held ekki að borgað hafi verið fyrir þetta, og öll vinna var gefin í kosningabaráttunni. Er ekki auðveldara að gera síðu frá byrjun, með eigin kóða, frekar en að notast við Wordpress ?

Þorsteinn, pistillinn er einmitt skrifaður vegna þess að vefstjóri hafði ekki samband.

Lilja Skaftadóttir, 17.8.2009 kl. 11:40

38 Smámynd: Sævar Einarsson

Nei, það er kostar penginga að láta forrita fyrir sig heimasíðu frá grunni en wordpress er frítt, ég var bara að pæla í þessu þar sem búið er að fjarlægja út meta name generator content á forsíðunni sem vísar í að þetta sé wordpress :)

Sævar Einarsson, 17.8.2009 kl. 12:26

39 identicon

Friðrik, mér finnst persónulega nóg komið af afsögnum og úrsögnum. Vona að það sé nægilegt svar við spurningunni.

Inga

Ingifríður R. Skúladóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 13:11

40 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, Inga, það svarar spurningunni, þakka þér fyrir.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.8.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband