Tilkynning um framboð
2.9.2009 | 21:29
Þjóðin á þing
Borgarahreyfingin var stofnuð af fólki með hugsjónir og væntingar um að koma á lýðræðislegum umbótum, réttlátara samfélagi með gagnsæjum vinnubrögðum og umfram allt, heiðarleika að leiðarljósi
Slagorðið þjóðin á þing er engin tilviljun. Það var valið vegna þess að vildum að þjóðin fengi rödd inni á Alþingi Íslendinga. Þinghópur hreyfingarinnar var hugsaður sem brú frá grasrótinni þangað inn.
Að okkar mati hefur það mistekist.
Þess í stað hafa hugsjónir, stefna og kraftur hreyfingarinnar týnst í deilum og óánægju á alla kanta.
Við sem undir þetta ritum erum stolt af Borgarahreyfingunni eins og hún var hugsuð. Í stað þess að gefast upp fyrir þeim mistökum sem gerð hafa verið langar okkur að leggja okkar að mörkum til að hreyfingin finni uppruna sinn á ný og að vegur hennar verði sem mestur.
Þess vegna ætlum við að bjóða fram krafta okkar til stjórnar Borgarahreyfingarinnar.
Við komum fram sem hópur og gerum okkur vonir um að fá stuðning sem slíkur.
Engu að síður bjóðum við okkur hvert og eitt fram til starfsins sem einstaklingar.
Sem hópur höfum við sett saman grunn að stefnu þeirri sem við munum fylgja í störfum okkar og hana má skoða í tengdri skrá.
Við munum kynna stefnuna nánar á næstu dögum og á landsfundi hreyfingarinnar.
ÁsthildurJónsdóttir, Bjarki Hilmarsson, Björg Sigurðardóttir, Guðmundur AndriSkúlason, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Sigurðson, Heiða B. Heiðarsdóttir, Ingifríður RagnaSkúladóttir, Jón Kr.Arnarson, Lilja Skaftadóttir, Sigurður Hr.Sigurðsson og Valgeir Skagfjörð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Facebook
Athugasemdir
Þetta verður fínt
Jón Kristófer Arnarson, 2.9.2009 kl. 21:59
Baráttukveðjur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.9.2009 kl. 22:04
Það verður það Jón og takk fyrir stuðninginn Jenný.
Lilja Skaftadóttir, 2.9.2009 kl. 22:11
Þjóðin á þing það var ástæðan fyrir því að ég kaus ykkur og eflaust fleiri sem gerðu það vegna þess. Raddir þjóðarinnar heyrast ekki á þingi, það er búið að samþykkja ánauð á þjóðina næstu áratugina sem kemur til með að bitna á börnum okkar og barnabörnum og sem mun leiða til þess að mikið af Íslendingum mun flýja með börnin sín. Og til að kóróna allt samþykkti forseti Íslands þennan víxil þótt 10.000 manns hefðu skrifað undir það að hann myndi leggja þennan samning undir þjóðina sem hefði þótt nóg í flest öllum löndum í kringum okkur til að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég hef áður spurt hér og spyr aftur hvar er SKJALDBORGIN um heimilin og fyrirtækin í landinu sem nauðbeygð verða þau sem borga þennan samning þótt þetta komi þeim ekkert við ÞETTA VAR EINKABANKI. Ég hafði trú á X0 en hreyfingin er ekkert öðruvísi en flokkarnir sem sitja á þingi. Nú er ég inni og ég ætla að vera hér eins og aðrir og sitja og standa eins og þeir vilja. Kær kveðja frá Íslendingi sem er búin að fá nóg af orðagljáfri en engum efndum.
Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 01:02
Sæl kæra Elsa, ekki gefast upp ! Höldum í vonina.
Lilja Skaftadóttir, 3.9.2009 kl. 01:05
Hvaða von!! þegar við sjáum fólk missa heimilin sín og fyrirtæki umvörpum. Og við heyrum af fjölskyldum sem bíða í biðröðum hjá fjölskylduhjálpinni og mæðrastyrksnefnd eftir mat og skóladóti fyrir börnin sín. Ef þetta er Ísland í dag er ég ekki hissa að fólk flýji land. Stjórnin sem situr í dag þarf að bæta sig ef hún ætlar ekki að missa stólana í haust. Og ekki heyri ég málpípur XO minnast einu orði á Skaldborg ina eða aðgerðir fyrir heimilin eða fyrirtækin í landinu. Það verður ekki búsáhaldabylting það verður (blóðug) bylting og eins og hefur komið fram í fréttum undanfarið vitum við ekki hvorum megin löggæslan verður. kær kveðja Elsa
Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 01:40
Sæl Lilja,
Ég skoðaði glæru showið sem er linkt við færsluna þína. Það sem þar er kynnt lofar góðu. Ég veit ekki hvort mögulegt er að láta stjórnmál snúast um málefni en ekki fólk. Ég vona að það sé hægt.
Ég kaus Borgarahreyfinguna fyrst og fremst vegna þess að hún boðaði nýja tíma, öðruvísi stjórnmál, heiðarleika í samskiptum við borgara, stjórnlagaþing, andspyrnu við spillingu, virkara lýðræði. En hefur ekkert bólað á þessum áherslumálum enda mikð að gera í þinginu... En þetta er ástæðan fyrir mínu atkvæði og ég held að flest atkvæðin hafi hreyfingin fengið út á þessi stefnumál.
Það þarf að vinna FYRST OG FREMST að þeim því þau eru ástæða þess að farið var í framboð.
Aðalheiður Ámundadóttir, 3.9.2009 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.