Að bíða.....
9.8.2009 | 20:36
Það er vonandi að allt verði tekið með í reikninginn þegar frumvarpið verður samþykkt. Það verður athyglisvert að fylgjast með umræðunni á Alþingi og fá þær upplýsingar sem okkur vantar til þess að geta gert upp okkar hug.
Víst er að þetta er ekki auðvelt verkefni fyrir þessa nefnd.
Skoðanir enn skiptar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skoðanir eru skiptar hjá ríkisstjórninni og segir það okkur það sem allir vita að skoðanir eru líka skiptar hjá þjóðinni. Kannski væri þjóðráð að Íslendingar allir kjósi um þessa samninga. Og eflaust myndum við fella þá ef allir vissu hvað er á bak við þá. Ef ég tek lán borgar ekki Jón í næsta húsi mitt lán, ef ég get ekki borgað þá reyni ég að semja þannig að ég geti staðið við mitt lán. Við getum ekki borgað lánið eins og Bretar og Holllendingar vilja. Mikið hlýtur þeim hvítflibbaþjófum sem fengu bankann gefins og bruðluðu með almenningsfé og sparnað að líða vel í sínum fílabeinsturni með eyðslueyri á skattaparadísareyjum. Ég get ekki sagt að ég vorkenni þeim en mikið líður mér vel að vera ekki í þeirra sporum. Þeir voru blindir í sinni græðgi og ganga enn lausir. Af hverju ??? Því eins og ég skyldi það í fréttum um daginn þarf hver fjölskylda að borga um 680.000 fyrir einn af þessum hvítflibbaþjófum og hvað þá með alla hina? Kær kveðja frá Íslendingi sem er búin að fá nóg af seinagangi á Alþingi og bíður enn eftir úræðum fyrir heimili og fjölskyldur í landinu sem var lofað.
Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:37
Sæl Elsa. Ef þú tekur lán og sá sem lánar þér er viss um það að Jón í næsta húsi er ábyrgur, getir þú ekki borgað, og að Jón láti yfirleitt í það skína að hann eigi nóg og sé ekki á móti því, hvað þá ?
Þetta verður auðvitað vandamál þegar og ef Jón lendir í miklum vandræðum, en heldur þú að Jón fái lán aftur ef hann sendir þau skilaboð að hann ætli sér ekki að borga, að honum komi þetta ekkert við, þrátt fyrir fyrrum yfirlýsingar ?
Nú er ég ekki að segja að Jón eigi að borga, ég bara spyr ?
Lilja Skaftadóttir, 11.8.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.