Betra er seint en aldrei
1.7.2009 | 16:32
Ég skora á Ríkisstjórnina að skrifa ekki undir nema með því skilyrði að ef ágreiningur kemur upp (sem er ekki ólíklegt), verði farið fyrir aðra dómstóla en þá bresku, t.d. Evrópudómstólinn.
Í samninginn vantar einnig ákvæði um að ef við getum ekki borgað þá verði ekki hægt að leita til ábyrgðar Ríkisins án þess að gefa rúm til þess að mega semja um skuldina á betri veg. Við getum þá leitað til "Club de Paris", (hér á ensku : "Paris Club"). (breytt 3. júlí)
Betra er seint en aldrei, hljóta Bretar að hugsa núna, því ef allt fer á versta veg þá sýnist mér að Bretar geti komið með fiskiflotann sinn og farið að veiða í kringum landið. Ætli við þurfum þá að borga þeim til þess að hafa aðgang að fiskinum ?
Ég persónulega tel að við VERÐUM að skrifa undir samning, en getum við skrifað undir samning(inn) með þessum ákvæðum um Ríkisábyrgð, sem gefur ekki rúm til þess að leita til hjálpar ef allt fer á versta veg.
![]() |
Icesave samningi mótmælt á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vandamálið er það að þetta er samningur; við getum ekki ákveðið hlutina einhliða.
Málið er vissuelga ömurlegt. En hvað er raunverulega best fyrir okkur úr því sem komið er?
Hvernig mun það bitna á mér og þér og öllum almenningi á Íslandi ef þessi samningur verður samþykktur?
Jafn mikilvægt er að hugleiða og svara spurningunni: hvernig mun það bitna á mér og þér og öllum almenningi á Íslandi ef þessi samningur verðu EKKI samþykktur?
Eiríkur Sjóberg, 1.7.2009 kl. 18:56
Ég er sammála þér Eiríkur að við þurfum að hugleiða hvað verður ef við samþykkjum ekki samning(inn).
Ég er líka sammála þér að "við getum ekki ákveðið hlutina einhliða", en það er erfitt að kyngja því að þurfa að ganga að ákvörðunum Breta hvað varðar dómstólana.
Hvernig sem fer þá munum við sennilega ver í svo slæmum málum eftir sjö ár að nauðsynlegt þyki að endursemja.
Lilja Skaftadóttir, 1.7.2009 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.