Myndband
13.4.2009 | 00:52
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Atkvæði
9.4.2009 | 15:16
Ég hitti konu, sem ég hef þekkt lengi og byrjaði hún á því að spyrja mig hvers vegna í ósköpunum við í Borgarahreyfingunni ætluðum að stela atkvæðum frá "hinum" flokkunum !
Hvað felst í því að kjósa, að greiða atkvæði ? Augljóslega er það til þess að gefa þeim flokki sem maður vill sjá á Alþingi, atkvæði sitt með von um að þeir haldi sig við kosningarloforð sín og vinni sína vinnu. En, hvað á að gera þegar kjörtímabil eftir kjörtímabil þessir sömu flokkar virðast hunsa sín eigin kosningarloforð ?
Ekki nóg með það, heldur einnig vinna þeir á móti þeim sem hafa kosið þá og þar af leiðandi vinnuveitendum sínum sína.
Nú eru bráðum liðin 20 ár síðan leyfi var veitt til þess að framselja kvótann og framsalið virðist hafa tekist það vel að þeir sem sitja uppi með kvótann skulda fleiri ár fram í tímann vegna veðsetningar hans. Þetta minnir mig helst á pýramída - keðjubréf, þar sem þeir síðustu misstu allt, en þeir sem voru forsprakkarnir unnu mikið. Pýramída keðjubréfa svindl eru bönnuð í flestum löndum í dag og skildi engan furða sig á því.
Mér ofbýður siðleysið, eða kannski er það bara skilningsleysi, þeirra sem tala um að ekki sé hægt að taka kvótann frá þeim sem hafa hann í höndunum í dag því þá missa þeir fjárfestingar sína. Hvað um þá sem misstu allt sitt þegar kvótinn yfirgaf bæjarfélögin á sínum tíma ? Hvar voru þessir sömu menn sem hneykslast hvað mest núna ?
Þegar þið kjósið Borgarahreyfinguna þá eruð þið að segja þessum sömu mönnum að þið látið ekki endalaust bjóða ykkur getuleysi til þess að stjórna landinu. Þið eruð að senda þau skilaboð að þið viljið að almenningur sé hafður í fyrirrúmi þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar, ákvarðanir sem hafa áhrif á marga, ekki bara nokkra.
Patreksfjörður og Tálknafjörður
6.4.2009 | 08:33
Við Gunnar héldum fundi á Patreksfirði og á Tálknafirði. Við fengum eindæma gott veður með skínandi sól og slétta firði á laugardeginum. Mætingin á Patró var dræm í Sjóræningjahúsinu en við kepptum líka við Páska Bingóið sem haldið var á sama tíma, en nokkrir komu þó og var gaman að spjalla við þá og Sjóræningjahúsið kom mér verulega á óvart.
Á Tálknafirði hittum við mun fleiri á veitingarstaðnum Hópinu, enda hefur Gunnar búið þar, og hitti nokkra gamla kunningja. Þar var mikið rætt um útrásarvíkingana, stjórnarskrána og lýðræðið, en óhjákvæmilega var minnst á veiðar, kvóta og atvinnu.
Þegar ég var að vinna síðast á Patró þá bjuggu þar um 1100 manns. Í dag búa þar 600 og á Tálknafirði búa 300 manns. Þetta segir að mínu mati allt sem segja þarf um afleiðingar kvótakerfisins og sölu kvótans!
Til þess að segja 450 km. sögu stutta þá komum við í bæinn aðfaranótt sunnudags og ég hef ákveðið að á meðal margs sem þarf að bæta þá er vegakerfið í einu af toppsætunum ásamt lýðræðinu.
Við erum nú á leiðinni til Ísafjarðar, þar sem öll sæti í vélinni eru upppöntuð, en RÚV kosninga þátturinn verður sendur þaðan út í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Norð-Vestur Kjördæmið
4.4.2009 | 10:27
Ég verð á lista fyrir Borgarahreyfinguna í Norð-Vesturkjördæminu þar sem Gunnar Sig. leiðir dansinn.
Án þess að fara neitt náið út í ættfræði þá verð ég að segja að mér líður sem í heimahaga sé komið hér á Vestfjörðum.
Við Gunnar höfum verið á ferðinni um kjördæmið síðan í lok mars þar sem við byrjuðum á Akranesi síðan Borgarnesi, Hvammstanga og Sauðárkróki.
Fimmtudaginn 2. apríl lögðum við svo í'ann með stefnu á Vestfirðina, en tókum smá krók á okkur til þess að fara á Sauðárkrók á málþing varðandi Háskólann á Hólum og um kvöldið vorum við á Bifröst þar sem nemendafélagið og nemendur tóku frábærlega vel á móti okkur.
Síðan ókum við til Reykhóla og gistum í Álftalandi þar sem vel var tekið á móti okkur, en morguninn eftir vorum við með fund i Þörungaverkssmiðjunni. Frábær staður og áhugaverður og liggur framtíð okkar tvímælalaust í atvinnugreinum eins og þar fer fram.
Fundurinn var frábær og þakka ég öllum sem voru viðstaddir fyrir móttökurnar.
Á dvalarheimili aldraðra fórum við síðan í kaffi og ræddum við starfsmenn og nokkrar konur sem höfðu sterkar og áhugaverðar skoðanir á hruninu og hvar landið stæði í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hagsmunir hverju sinni
30.3.2009 | 16:47
"Við þurfum að meta okkar hagsmuni hverju sinni" segir Bjarni Ben. (4:30) í spjallþættinum Z á mbl.is sem mun "yfirheyra" hugsanlega tilvonandi þingmenn næsta kjörtímabils.
Talandi um hagsmuni, hvort sem um ESB, vatnsorku, álver eða kvóta er að ræða, tel ég að hann sem og aðrir stjórnmálamenn þurfa að vita að "okkar hagsmunir" eru OKKAR HAGSMUNIR, Þjóðarinnar.
Við í Borgarahreyfingunni förum í kosningarbaráttuna til þess að koma á auknu lýðræði, til þess að gefa landsmönnum kost á að skrifa sína eigin stjórnarskrá, til þess að á næsta kjörtímabili muni enginn vafi leika á því fyrir hvern Alþingi vinnur.
Þjóðina, Fólkið sem býr í landinu, ekki fólk sem hefur tekið ranga stefnu, einhversstaðar á lífsleiðinni og á stjórnmálaferli sínu, og heldur að seta (Z) á þingi jafngildi auknu valdi fyrir þann einstakling sem þar situr.
Höfum þetta á hreinu :
Alþingi vinnur fyrir þjóðina og hagsmunir allra landsmanna eiga að vera í farabroddi á hverjum degi sem gengið er í þingsal, í hvert skipti sem stigið er í pontu og háttvirtur forseti ávarpaður.
Þarf að auka tekjutengingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Byggjum, byggðum ...
27.3.2009 | 16:46
Ég er sammála Magnúsi Skúlasyni fyrrum forstöðumanns Húsafriðunar ríkisins. Ég til að mynda þurfi áfallahjálp eftir að hafa virt fyrir mér Norðurbakkann í Hafnafirði.
Verstu skipulagsslysin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Umhverfismál | Breytt 28.3.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjálfstæðisflokkurinn og ESB bis
27.3.2009 | 16:35
Það er einkennilegt að þeir sem sitja í stjórn flokksins telji að þeir eigi að ráða öllu sem snýr að landinu okkar. Eins og segir í fréttinni sem vitnað er í þá var tillaga um Evrópumál samþykkt en hún hljóðar svona "(Samkvæmt henni) er það skoðun flokksins að ákveði Alþingi eða ríkisstjórn að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun. Niðurstaðan úr aðildarviðræðum verði einnig borin undir þjóðaratkvæði.
Það er athyglisvert að áður en þessi tillaga var borin fram "felldi fundurinn tillögur, sem annars vegar gerðu ráð fyrir því að formanni flokksins væri falið að undirbúa umsókn um aðild að ESB [...]"
Þetta er einungis hægt að túlka á einn veg : Sjálfstæðisflokkurinn heldur (hélt) að HANN (flokkurinn) ætti að undirbúa umsókn um aðild.
Já það er greinilega tími til kominn að þeir taki sér smá frí og noti það tækifæri til þess að rifja upp hverjir eru atvinnurekendur þeirra.
Þjóðin fái að skera úr um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sjálfstæðisflokkurinn og ESB
27.3.2009 | 14:12
Þeir telja að þeim sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess, vinirnir í flokknum.
Það er kominn tími til þess að þeir geri sér grein fyrir því að það mun vera vilji þjóðarinnar sem ræður. Til þess að svo verði eigum við rétt á því að kannað verði hvernig tekið yrði á móti okkur og það nægir ekki að fólk sem telur sig vita betur ákveði fyrir mig hvernig ég hugsa.
Við í Borgarahreyfingunni viljum gefa ÖLLUM landsmönnum tækifæri á því að velja eða hafna aðild EFTIR að ljóst verði hvað standi okkur til boða. Eina leiðin til þess eru aðildarviðræður
Ef niðurstaðan yrði sú að við þyrftum að framselja fiskimið okkar til allra ESB landa treysti ég fullkomlega landsmönnum til að vega og meta hvað sé þeim fyrir bestu. En það verður ekki hægt fyrr en við sjáum það svart á hvítu.Landsfundur Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sakamál
24.3.2009 | 00:52
Björgum heimilunum og afgreiðum bankahrunið sem sakamáli. Þetta eru þau tvö mál ásamt Stjórnlagaþingi sem þarf að takast á við á næsta kjörtímabili.
Ég segi: sem þarf að takast á við þar sem augljóst er að það verði ekki gert fyrir kosningarnar 25 apríl.
Við getum endalaust spurt okkur hvers vegna ekki hafi verið tekið til rótækari ráðstafana í garð þeirra manna sem flest okkar telja að séu sekir um fjársvik en fáum ekkert svar fyrr en við komumst inn á þing og hættum ekki fyrr en tekið verði á málunum af festu.
Bankahrun afgreitt sem sakamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2009 kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stjórnlagaþing
23.3.2009 | 00:58
Ragnar Aðalsteinsson var í Silfri Egils í gær sunnudaginn 22 mars og var m.a. rætt um stjórnlagaþing. Það er mér mikil ánægja að heyra að hann er á sömu línu og við í Borgarahreyfingunni, en hann telur að taka þurfi slembiúrtak úr þjóðskránni með 4 - 600 manns.
Það er verst að hann virðist ekki hafa kynnt sér stefnu okkar í þessum málum og bendir það á að tími sé kominn til þess að leyfa ÖLLUM stjórnmálaflokkum að kynna sín málefni með jafnmiklum tíma og plássi í fjölmiðlum landsins.
Við höldum ótrauð áfram í að upplýsa ALLA um stefnumál okkar en aðalstefna okkar er virkara lýðræði þar sem stjórnmálamönnum jafnt og landsmönnum sé ljóst hverjar eru skyldur þeirra og réttindi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)