Bakkabræður
4.6.2009 | 03:23
Við hverju má búast þegar ungir drengir/stúlkur (þó aðallega drengir) fá, að því er virðist, ótakmarkað fé á milli handanna. Ég er orðin rugluð af öllum þessum tölum, nöfnum á mönnum og fyrirtækjum. Ég er ekki viss hvern er verið að rannsaka eða hverjir eru ekki rannsakaðir, vegna þess að þeir eru taldir saklausir, af því þeir gerðu ekkert ólöglegt. En kannski er þetta ljósið í myrkrinu.
Gísli hringir í Eirík :
- Sæll Eiríkur, Helga vantar 5 000 milljónir.
- Ég kaupi þá bara af honum Legokubbana á 5 000 milljónir meira en ég seldi honum.
- Já, auðvitað, þá borgar hann það sem hann skuldar síðan hann keypti þá af þér og setur afganginn í vasann.
Gísli hringir í Helga :
- Já sæll Helgi, Eiríkur kaupir bara á 5 000 milljónir meir en hann seldi þér kubbana á.
- Má það ?
- Það er löglegt, svona gerir maður viðskipti.
- Fínt, rosalega eruð þið klárir.
Spurningin er auðvitað hvort þeir séu saklausir, máttlausir, veruleikafirrtir og svona mætti lengi telja. Það sem er víst er að ég hugsa yfirleitt um þá alla sem Bakkabræður.
Tilfinningar mínar tifa á milli vorkunarsemi og reiði, og allur skalinn þar á milli.
Á meðan er venjulegt fólk að velta vöngum yfir því hvort þau eigi að borga lánin sem virðast bara hækka, tilfinning eins og þegar verið er að moka sig upp úr kviksandi (erfitt er að líkja eftir Münchausen), eða hvort betra sé að hætta að borga og stinga undan peningunum. Safna í sjóð. Einkasjóð.
Þetta er landið okkar í dag, og sumir voga sér að segja "að engin lög 'hafa' verið brotin".
Ég spyr : Hvað gerðist ?
Umboðssvik og ólögleg lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að horfa lengra
29.5.2009 | 14:49
Mér líst vel á þetta hjá henni Lilju Mósesdóttir og ég ætla að vona að þetta verði að reglu; þ.e.e.s. að líta ekki eingöngu á hvaða stundar hagnað eða úrbætur sé hægt að fá við tilteknar ákvarðanir.
Gleymum ekki að horfa aðeins lengra enn rétt yfir lækinn, og gerum okkur grein fyrir því hvað er handan við hornið.
Eitt orð Lilja, GLÆSILEGT.
Allt tekið með í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Málþóf á Alþingi
29.5.2009 | 11:29
Nú standa yfir umræður um samþykktir fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi. Ég hlustaði smá á þetta í gær og hef hlustað í morgun.
Mér finnst með ólíkindum að heyra útúrsnúningana sem koma þar fram. Pétur Blöndal setur út á orðalagið og segir að þeir sem eiga eftir að lesa þetta í Brussel eigi eftir að skilja þetta sem svo að við ætlum "bara" í aðildarviðræður, en það þýði ekki að við göngum í sambandið.
Kæri Pétur Blöndal, þeir sem eiga eftir að lesa þetta vita mæta vel að aðildarviðræður þýðir ekki endilega inngöngu í sambandið þar sem þjóðin á eftir að kjósa um endanlega ákvörðun.
Gott dæmi um þetta er aðildarumsókn Norðmanna sem fór í gegn og var rædd og samþykkt af báðum aðilum, en síðan felld af Norðmönnum.
Þetta er bara málþóf sem þjónar engum tilgangi öðrum en að tefja fyrir. Sérstaklega merkilegt vegna þess að hann (Pétur) bendir á í sömu ræðu að meira áríðandi sé að ræða um efnahag þjóðarinnar.
Endilega hættið að snúa út út, afgreiðið málið, og farið að ræða næsta mál á dagskrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fiskurinn okkar
20.5.2009 | 18:09
Ég tel fyrningarleið Samfylkingarinnar ekki nógu róttæka. Ég sé fyrir mér að þegar í stað verði gengið í það að afturkalla kvóta hjá þeim sem ekki geta borgað þær ofurháu upphæðir sem í hann var lagður.
Látum vera, að þau fyrirtæki sem standa í skilum fái smá frest, en það er svo einkennilegt hvað fullorðið fólk látið frá sér : "Hann (Guðmundur Steingrímsson) sagði fólkið sem hefði keypt sig inn í þessa grein hafa gert (það) samkvæmt þeim leikreglum sem hefðu verið í gildi. Með því að fara þessa leið væri verið að refsa þeim sem síst skyldi og innkalla störf".
Leikreglur þær sem voru gerðar, og notaðar af núverandi eigendum, voru þær leikreglur sem voru hvað óréttlætanlegastar. Hver var að hugsa um að refsa ekki þeim sem síst skyldi, árið 1990, þegar framsalið var leyft. Þeir sem áttu eignir og höfðu byggt upp líf sitt í þeim sjávarplássum sem fáir vilja eða geta búið í í dag og þar sem verð íbúða og húsa er minni en sumarbústaðarverð nálægt höfuðborginni.
Hugsum um fjöldann sem mun njóta góðs af þegar kvótinn kemur aftur heim til sín. Ekki bara einstaklingana sem þurfa að gefa til baka það sem þeir keyptu, vitandi innst inni að það væri ekki til sölu. Ef störfin hverfa, hljóta þau að koma aftur, því fiskurinn verður veiddur.
(og 5% á 20 árum gerir ekki 100%)
Veruleikafirrtur grátkór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Blygðunarlaust fólk
19.5.2009 | 20:31
Ég á afskaplega erfitt með að skilja hvernig þeir sem komu okkur í þann vanda sem við erum í í dag, skuli EKKERT skammast sín. Samkvæmt þessari frétt þá "gagnrýndu þingmenn úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki frumvarpið og sögðu ríkisstjórnina ganga þvert á þá stefnu stjórnarinnar að ætla að hafa sem mest samráð við samtök á vinnumarkaði. Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki, sagði reynslu annarra þjóða af stofnun sambærilegra félaga um björgunaraðgerðir vegna fyrir tækja slæma og ekki gefa tilefni til bjartsýni."
Mér er spurn : Hvernig er reynsla okkar af því þegar ríkið hættir að skipta sér af? Þegar ríkið lætur drengi í stuttbuxum hugsa fyrir sig? Þegar ríkið greiðir, að því er virðist, götur vina og vandamanna þeirra er í stjórn hennar sitja?
Hér er ég ekkert að segja um sjálft frumvarpið. Ég er að undra mig á því að fólk skuli ekki skammast sín og leyfa ríkisstjórninni að reyna að leysa úr flækjunni sem þetta fólk kom okkur í.
Skiptar skoðanir um eignaumsýslufélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jómfrúarræður
18.5.2009 | 22:23
Sumir voru venjulegir, sumir voru leiðinlegir, aðrir voru stressaðir en sem betur fer var Þór Saari frábær, Birgitta trú sjálfri sér og Margrét einbeitt að venju .
Ég er stolt af þingmanni mínum Þór, og tel að hann hafi verið Borgarahreyfingunni til sóma þar sem hann hélt Jómfrúarræðuna sína. Hann minnti á það hvers vegna við erum stödd inn á þingi og hvað við ætlum okkur.
Kæru vinir, að standa vörðinn er það sem við þurfum að gera núna. Við megum ekki gleyma því, nú þegar ný ríkisstjórn er komin til valda, hvað það var sem olli þessu hræðilega ástandi sem ríkir á landinu okkar.
Mér fannst, vægast sagt, óþægilegt að hlusta á Bjarna Ben. Hann vantaði alla auðmýkt (því hér gafst honum tækifærið) og virðist ekki sjá að vanhæft fólk í valdastöðum kom okkur hingað.
Ég trúi því að okkur mun takast að rétta úr kútnum, að þeir sem eru ábyrgir fyrir hruninu þurfi að standa fyrir svörum, því fyrr því betra.
Því hér á landi eru margir sem bera þá hæfileika, getu og þá sérstaklega þá orku sem til þarf.Átta jómfrúrræður í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýtt Alþingi
26.4.2009 | 14:05
Alþingi okkar yngist og fleiri konur koma inn, en það sem mér finnst athyglisverðast er að 27 nýir þingmenn munu sitja þar næsta kjörtímabil.
Nú er komið að því að ræða með hverjum Samfylkingin muni starfa og í Silfri Egils kom fram að sumir íhuga þann möguleika að Jóhanna gæti sótt í Borgarahreyfinguna og Framsókn samstarfsaðila vegna afstöðu VG til Evrópusambandsins.
Ég held reyndar að VG muni samþykkja aðildarviðræður EF Samfylkingin fallist á að gefa út yfirlýsingu um að ekki verði farið í byggingu fleiri álvera í landinu og sætti ég mig við það.
Ég treysti líka mínum þingmönnum til þess að breyta umræðunni á Alþingi eins og Þráinn Bertelsson sagði í Silfrinu með því að vera ekki á móti bara til þess að vera á móti, heldur styðja skynsamar tillögur vegna þess að þær eru skynsamlegar.
Síðan er bara að minna þessa góðu menn og konur á mikilvægi Stjórnlagaþings í anda Borgarahreyfingarinna : Stjórnarskrá okkar skrifuð af fólkinu fyrir fólkið.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Til Hamingju
26.4.2009 | 02:56
Hver hefði trúað því að ný hreyfing myndi ná inn 4-5 þingmönnum fyrir tveimur mánuðum síðan ? Sennilega ekki margir, en nú lítur út fyrir að við fáum þessa menn inn á þing á næsta kjörtímabili.
Kvöldið hefur verið frábært á Iðnó, en þar var stöðugur straumur af fólki sem kom til að gleðjast með okkur og var stemmingin með ólíkindum.
Ég þakka ykkar öllum fyrir sem hafa stutt okkur og um leið óska okkur til hamingju með frábæran árangur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Atkvæðið þitt.
22.4.2009 | 11:01
Þetta birtist í vefritum NV- Kjördæmisins.
Oft var þörf, en ef einhvern tímann hefur verið lífsnauðsynlegt að kjósa, þá er það hinn 25. apríl næstkomandi. Ef einhvern tímann hefur verið nauðsynlegt að skila ekki auðum kjörseðli í kjörkassann þá er það 25. apríl næstkomandi. Ef einhvern tímann hefur verið möguleiki á því að gefa til kynna óánægju okkar með ástand mála, þá verður það 25. apríl næstkomandi. Það er ekki hollt að hafa sama stjórnmálaflokk við völd í 18 ár. Það er ekki hollt fyrir okkur og það er ekki hollt fyrir þennan stjórnmálaflokk. Það er engum hollt að vera settur í þá aðstöðu að eiga embætti. Við í Borgarahreyfingunni leggjum til að ekki verði hægt að sitja á þingi lengur en tvö kjörtímabil samfleytt til þess einmitt að hlífa þingmönnum við þeirri stöðu að festast á Alþingi. Allir hafa gott af því að komast í snertingu við atvinnulífið til þess að láta reyna á afleiðingar þeirra ákvarðana sem teknar eru á þingi.
Þangað til að þessi tilhögun verður að lögum getum við kjósendur séð til þess að nýtt fólk komist inn á þing enda virðist það ekki vera trygging fyrir góðri stjórnsýslu að hafa sömu þingmenn ár eftir ár á Alþingi. Þeir virðast sofna á vaktinni, eins og best sést á atburðum síðustu ára og afleiðingum þeirra.
Borgarahreyfingin er barn okkar tíma og þegar ég ákvað að fara í framboð var það vegna þess að ég vil nota krafta mína, með hjálp allra þeirra sem hana skipa, til þess að tryggja að þær breytingar sem ég tel nauðsynlegar fyrir þjóðina nái í gegn á þingi. Við erum búin að fá okkur fullsödd á fólki sem virðist hafa haft eigin hagsmuni í fyrirrúmi, frekar en fólksins í landinu. Við erum venjulegt fólk sem höfum tekið þá ákvörðun að láta í okkur heyrast og teljum að besta leiðin til þess sé á Alþingi okkar.
Ábyrgð þeirra sem munu komast á þing í næstu kosningum verður meiri en nokkurn tíman fyrr. Þær ákvarðanir sem verða teknar eiga eftir að hafa afleiðingar á næstu kynslóðir til hins betra eða verra.
Stöndum vörðinn, upplýsum alla landsmenn um þær ákvarðanir sem verða teknar, leynum engu, við eigum skilið að fá að vita hvað bíður okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóg komið !
22.4.2009 | 10:58
Mér ofbýður hvað hægt er að leggjast lágt í kosningarbaráttunni til þess að fá fylgi.
Við í borgarahreyfingunni notum nýjar aðferðir í pólitík, við gefum ekki innantóm loforð.Kosningarbarátta, þýðir ekki að lofa upp í ermina á sér, kosningarbarátta er leikvöllur góðra stjórnmálamanna til þess að benda á raunhæfar lausnir fyrir vandamál hvers tíma.
En þetta umtal minnir mig óneytanlega á viðbrögðin við umtali erlendis um peningamál okkar Íslendinga.
Okkur var þá talin trú um að umtalið kæmi frá öfundsjúkum mönnum í garð okkar, frábæru Íslendinga. Núna er lítið gert úr sérfræðingum frá ESB og reynt að snúa sér út ur vandræðalegu kosningarloforði og sagt að þeir séu að "blanda sér með ÓEÐLILEGUM hætti í stjórnmálin á Íslandi".
AGS hefur EKKERT með seðlabanka Evrópu að gera!ESB blandar sér í kosningabaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)