Jómfrúarræður

Sumir voru venjulegir, sumir voru leiðinlegir, aðrir voru stressaðir en sem betur fer var Þór Saari frábær, Birgitta trú sjálfri sér og Margrét einbeitt að venju .

Ég er stolt af þingmanni mínum Þór, og tel að hann hafi verið Borgarahreyfingunni til sóma þar sem hann hélt Jómfrúarræðuna sína. Hann minnti á það hvers vegna við erum stödd inn á þingi og hvað við ætlum okkur.

Kæru vinir, að standa vörðinn er það sem við þurfum að gera núna. Við megum ekki gleyma því, nú þegar ný ríkisstjórn er komin til valda, hvað það var sem olli þessu hræðilega ástandi sem ríkir á landinu okkar.

Mér fannst, vægast sagt, óþægilegt að hlusta á Bjarna Ben. Hann vantaði alla auðmýkt (því hér gafst honum tækifærið) og virðist ekki sjá að vanhæft fólk í valdastöðum kom okkur hingað.

Ég trúi því að okkur mun takast að rétta úr kútnum, að þeir sem eru ábyrgir fyrir hruninu þurfi að standa fyrir svörum, því fyrr því betra. 

Því hér á landi eru margir sem bera þá hæfileika, getu og þá sérstaklega þá orku sem til þarf.
mbl.is Átta jómfrúrræður í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Má vera að Bjarni Ben. hafi lært einhverja ræðutækni en sú tækni er ekki til þess fallin að ná inn fyrir hlustir áheyrenda. Hann hefur a.m.k. ekki náð inn fyrir hlustir þeirra sem ég hef setið innan um þar sem hann hefur flutt ræður. Það gæti einmitt verið að hluti vanda hans sem ræðumanns sé þessi skortur á auðmýkt sem þú bendir á.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2009 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband