Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Áríðandi skilaboð til ríkisstjórnarinnar.

Hér með fer ég fram á það að íslenska ríkið sendi ríkisstjórn Lúxemborg formlegt bréf þess efnis að hún beri enga ábyrgð á fyrirtækinu  "Consolium ehf".


Hvað tók svona langan tíma ?

Ég tek eftir því að allir eru brosandi út að eyrum.

Eftir erfiða fundi klappa þeir sér í bak og fyrir og kyssast og tala síðan hver í kapp við annan til þess að lýsa þessum frábæru fyrirvörum.

Skiljanlegt, allir orðnir þreyttir og langar að fara heim. Það er vonandi að þessi vinna, þetta álag á alla þá nefndarmenn sem hafa komið að máli verði til góðs, þ.e.a.s. beri þann árangur sem flestir telja vissan, að Bretar og Hollendingar samþykki fyrirvarana.

Sýningin er búin að vera löng og ætla ég rétt að vona að þetta hafi ekki allt verið til einskis.


mbl.is „Góð lending fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IceSave með fyrirvara

Nú er að renna út sá frestur sem þingmenn fengu til þess að komast að kjarna málsins. Svo virðist sem að samþykkt samningsins verði niðurstaðan, samanber viðtöl nokkurra þingmanna í fjölmiðlum í gær, með fyrirvara/vörum.

Ekki veit ég hvað leynigögnin segja, en samningurinn hefur verið opinn almenningi í nokkurn tíma. Þeir sérfræðingar (erlendir (tveir)) sem ég hef fengið til þess að lesa þá, eru miður sín fyrir okkar hönd, en telja hinsvegar illgerlegt að skrifa ekki undir. Helsti gallinn, að þeirra mati, er að ef fara þarf dómstólaleiðina þá er ekki um marga staði að velja og alls óvíst að dómstólar í Bretlandi verði okkur hliðhollir ef til ágreinings kemur.

Steingrímur J. fjármálaráðherra var fínn í Kastljósinu í gær og færði rök fyrir því að það verði að skrifa undir samninginn. Hann kom einmitt inn á það sem mér finnst vera eitt að því mikilvægasta, en það er að "Alþingi fól framkvæmdarvaldinu að leiða málið til lykta".

Minn fyrirvar er svohljóðandi : Alþingi samþykkir að skrifa undir ef tryggt verður að óábyrgir og vanhæfir stjórnendur bankanna, ásamt eigendum þeirra, verði látnir svara til saka.


AGS og forsendur þeirra

Árni Páll segir það "ekki (vera) í mannlegu valdi að bæta fólki það sem gerðist í bankahruninu", en fram kemur í frétt RÚV í kvöld að það sé ein af forsendum samstarfsins við AGS, (sem sagt að ekki sé hægt að hjálpa fólkinu í landinu).

Hvað á þá að gera við þá sem fengu peninga sem þeir höfðu lagt í sjóði bankanna?

Hvers vegna var það frekar í "mannlegu valdi" að hjálpa þeim ?

Veit AGS af því, og getur einhver upplýst mig um þær upphæðir sem voru lagðar til við björgun sjóðanna ?


Þetta er verra en allt vont !

Það getur ekki verið að aðeins þessir menn hafi vitað hvað var í gangi. Það þarf að komast að því STRAX hverjir gerðu þeim kleift að lána sjálfum sér og fyrirtækjum tengdum þeim þessar háu upphæðir. Ef ríkisstjórnin gerir ekki NÝ LÖG núna til þess að hægt sé að frysta eigur þeirra allra veit ég ekki hvað skal segja um hæstráðendur á landinu okkar.

Við neitum að borga IceSave, margir hverjir vilja ekki ganga í ESB og við mótmælum hástöfum. Hvernig væri að mótmæla því hvernig OKKUR er stjórnað. Skömmin er svo mikil að ég veit ekki hvort nokkurn tíman verður hægt að bera höfuðið hátt aftur sem Íslendingur.

Finnst einhverjum, ég spyr, einhverjum, einkennilegt að AGS vilji að við skrifum undir IceSave áður en þeir ákveða að lána okkur meiri peninga. Finnst einhverjum, ég spyr, einhverjum, einkennilegt að vinir okkar og frændur vilji að við skrifum undir IceSave áður enn þeir láni okkur. Það vita landar allir núna, að möguleiki er á því að aðildarumsókn okkar að ESB, verði ekki samþykkt fyrr en búið er að skrifa undir IceSave.

Nema, nema, kannski að ráðamönnum erlendis sjái á okkur vorkunn og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskum ALMENNINGI verði best hjálpað innan ESB. Þeir hljóta að spyrja sig HVAÐ ER AÐ, búið að stela öllu sem hægt er, hér heima sem og annars staðar, og við höldum áfram að mótmæla ESB og IceSave.

Fullorðnumst núna og förum að mótmæla sóðaskap og glæpum innanlands. Sýnum umheiminum að við séum ekki sammála glæpunum. Ég lofa ykkur að það er það sem fólk erlendis heldur; að við sláum skjalborg um glæpamennina og viljum ekki viðurkenna að eitthvað var rotið í ríki Bakkabræðra.


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur var frábær

Ég horfði á blaðamannafund Össurar og Carl Bildt sem hægt er að nálgast hér.

Ég fann fyrir þjóðarstolti þar sem minn utanríkisráðherra stóð fyrir svörum, hann var svaragóður og einnig fyndinn. Engin spurning kom honum á óvart og kunni hann skil á þeim öllum.

Það sem á eftir að koma úr aðildarviðræðunum verður spennandi að sjá, en eins og Össur lagði fram, þá höfum við margt upp á að bjóða og erum að hans mati Evrópsk þjóð og sem dæmi tók hann Snorra okkar heimsþekkta ritara.


mbl.is Umsóknin á dagskrá á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver hissa ?

Þegar sótt er um aðild að Evrópusambandinu þarf fyrst að ganga frá milliríkjadeilum. Ég á erfitt með að skilja þennan æsing vegna blaðaskrifa í Hollandi, því hér erum við og tjáum okkur fram og aftur um Icesave, AGS og ESB. Hollendingar hljóta líka að lesa þessi ummæli okkar og það er eðlilegt að þeir séu farnir að gera sér grein fyrir því að sá möguleiki sé fyrir hendi að IceSave samningurinn verði felldur.

Þeir hafa því bent á þá augljósu staðreynd að aðildarumsókn okkar sé til einskis ef samningurinn verður ekki samþykktur, sama hvað við viljum.

Aftur á móti er líka hægt að athuga þann möguleika að fara í mál vegna þess hvernig staðið var að samningnum og benda á þann þrýsting sem hefur verið í gangi til þess að fá okkur, þjóð á hnjánum, til þess að gangast við HVAÐA SAMNING SEM ER. 

Hollendingar, Bretar, AGS og aðilar ESB hljóta líka að vera hvumsa yfir því að EKKERT hafi enn verið gert af okkar hálfu til þess að ganga beint að verki hvað varðar þá sem komu okkur í þennan vanda. Það voru EKKI Hollendingar og Bretar, heldur ekki Indverjar eða Kínverjar í Hong Kong.

Maddof er þegar kominn í fangelsi, búið er að uppljóstra um Stanford og frysta eigur hans, a.m.k. í Bretlandi, en hér ganga menn um götur og fljúga milli landa eins og ekkert hafi í skorist og við ásökum alla aðra um vandræði okkar.

Það má heldur ekki gleyma því að samningsnefnd okkar fór út í umboði Alþingis. Hvað þýðir það ? Eins og ég lít á málið þýðir það að þeir voru með fullt vald til þess að semja í nafni íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Vilja ganga lengra en Verhagen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf hann ekki hvíld ?

Ef allir forsvarsmenn allra landa væru eins og Davíð, væri erfitt að lifa. Hann kemur fram í þættinum "Málefnið" og reynir enn að telja okkur trú um það að við skuldum ekki neitt.

Fólk erlendis sem horfir á þáttinn hlýtur að spyrja sig hvernig þessi maður geti verið einn langlífasti íslenski stjórnmálamaður nútímans. Svar þeirra hlýtur þá að vera : Vegna þess að fólkið á Íslandi skilur ekki annað en íslensk / íslenska pólitík.

Kæru vinir, við erum lítill (pínulítill) hluti af alheimi. Hættum að haga okkur eins og við séum 3 eða 30 milljónir manns sem höfum frelsað heiminn.

Reynum að gera smá íslensk / alheims pólitík til að breyta til og reynum að skilja hina hliðina. Hættum að vorkenna okkur, förum að vinna. 

Heimtum að eignir séu frystar, útrásar? yfirheyrðir og helst að þeim verði bannað að ferðast frá landinu. Sýnum ALÞJÓÐ að við tökum málin í eigin hendur og að við viljum ekki láta vorkenna okkur.


mbl.is Skorað á Davíð á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarahreyfingin og ESB

Mikið hefur verið talað og skrifað um ræðu Birgittu Jónsdóttir um ESB og misskilning hennar hvað varðar aðildarumsókn Íslands að ESB.

Það er satt hjá Birgittu að ekkert er skráð um ESB í stefnuskrá hreyfingarinnar en hitt er annað mál að ekki var mögulegt að fara í kosningarbaráttu og sniðganga málið. Kvöldið fyrir 1. blaðamannafund okkar í Iðnó þar sem hreyfingin var kynnt var opinber stefna hreyfingarinnar mikið rædd og fékk ég viðstadda til þess að samþykkja þá stefnu sem síðan varð okkar í kosningarbaráttunni : Það er ekki fræðilegur möguleiki að kjósa um það sem við vitum ekki nóg um.

Þessi stefna var stefna hreyfingarinnar í kosningarbaráttunni og Gunnar Sig., ég sjálf og Guðmundur Andri ásamt öðrum sem voru á listanum okkar í NV. kjördæminu sögðum það á öllum fundum þar sem við vorum spurð um ESB. Ég veit ekki betur en það sama megi segja um alla þá sem voru á listum okkar að Birgittu meðtaldri.

Það er kominn tími til að treysta Íslendingum til þess að velja sjálfir, eftir að upplýsingar um kosti og galla aðildar liggja fyrir. Ég treysti ekki hagsmunasamtökum til þess að segja satt um það sem stendur okkur til boða, hvorki þeim sem eru á móti eða með aðild, en ég treysti landsmönnum til þess að geta valið um það sem þeir telja best fyrir sig og sína þegar kemur að því að samþykkja eða hafna aðild eftir að samningur liggur fyrir allra augum, opinber, með galla og kosti.

Að Birgitta tali um að fylgja samvisku sinni vegna þess að hún hafi verið kosin inn á Alþingi til þess er hennar mál en hún var kosin til þess að gera það sem er þjóðinni fyrir bestu og nota til þess þau tól og tæki lýðræðis sem fyrirfinnast hér á landi og treysta löndum sínum til að ákveða samkvæmt þeirra eigin samvisku hvað þeir vilja.

Það stendur ekki íslensku ríkisstjórninni til boða að ganga í ESB án þess að þjóðin fái að ákveða það sjálf.


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband