Grein 11.1.2
14.9.2009 | 16:11
Hvað varðar grein 11.1.2 tel ég að líta þurfi fyrst á grein 11.1.1. sem hún í raun vísar til, en hún er svohljóðandi :
11.1.1. Hlutverk frambjóðenda er að koma stefnumálum hreyfingarinnar á framfæri.
Þannig að í raun gerir grein 11.1.2. frambjóðendum kost á því að sína í orði og verki að hann styðji með öllu þau "stefnumál" sem borin eru á borð og lofuð kjósendum.
11.1.2. Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar skulu skrifa undir eftirfarandi heit:
Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu að stefnu hreyfingarinnar eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring mín gegn meginstefnu hreyfingarinnar mun ég leitast eftir því að gera félagsfundi grein fyrir því og leggja í dóm félagsfundar hvort ég skuli víkja sæti við afgreiðslu þess máls
Það má vel vera að þetta sé ekki góð aðferð, en ekki gleyma því að annar landsfundur verður haldinn og þar mun okkur gefast tækifæri til þess að laga það sem laga þarf.
Ég tel að þau lög, sem gefa þingmönnum færi á því að yfirgefa hreyfingar og flokka og taka með sér sætin sín, séu einfaldlega ekki nógu vel úthugsuð. Þetta er matsatriði og sennilega er kominn tími til þess að ræða þetta til hlítar eins og svo margt annað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:29 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Lilja, ég hef verið á þeirri skoðun að óhæfa sé að þingmenn geti farið með sitt þingsæti hvert sem er eins og Þráinn gerði t.d. þangað til ég sá hvernig stór hluti 12menningana höguðu sér á landsfundinum, nú er ég á þeirri skoðun að þetta verður að vera svona og vona að þinghópur BH yfirgefi flokkinn sem allra fyrst.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.9.2009 kl. 17:30
Lilja - það er ekkert í þessum lögum sem meinar þingmönnum að yfirgefa hreyfingar og flokka og taka með sætin sín. Hinsvegar hafa þau þannig ákvæði að þingmenn eru líklegri til að gera nákvæmlega það!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 18:01
Lísa, ég er að benda á lögin sem eru fyrir hendi, sem gera þingmönnum kleift að taka sætin sín og yfirgefa hreyfingar/flokka, ekki nýju lög hreyfingarinnar.
Lilja Skaftadóttir, 14.9.2009 kl. 18:25
Ég veit það Lilja. Og ég hugsa að ólýðræðislegri hugmynd hafi varla komið frá stjórnarmanni og varaformanni lengi. Alveg í takt við grein 11.1.2. hér að ofan - sem vissulega hefði átt að taka út í stað þess að breyta henni.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 18:50
Varaþingmanni vildi ég sagt hafa!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 18:51
Er möguleiki á því að halda auka landsfund? Þessi lög eru bara ekki nægilega góð.
Andri Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:13
Það stendur í þessum lögum að þeim megi ekki breyta á auka aðalfundi.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 21:00
Ég setti fram breytingatillögu á grein 11.1.2 sem var svohljóðandi "Grein 11.1.2 skal falla niður í heild sinni" og þegar átti að greiða atkvæði um hana kon Ingólfur Harri með aðra breytingatillögu sem er þessi "roðsnúningur". Ekki veit ég hvernig en fundarstjóra tókst að skilja tillögurnar þannig að hans grein gengi lengra en mín, sem ég skil ekki ennþá. Ég ætla að leyfa mér að skilja þetta þannig að fundarstjóri hafi einfaldlega gert mannleg mistök og láta niður falla við það. Á endanum höfðu fundarmenn einungis val um að kjósa um að halda henni óbreyttri eða breyta eftir tillögu Ingólfs, sem reyndar tók 4-6 síðustu línurnar út á meðan hann flutti tillöguna. Svona virkar nú lýðræðið og ég verð að bíða fram að næsta aðalfundi til að losna við þetta sem ég kalla bull úr lögum hreyfingarinnar. Því að ég er alveg viss um að flestir vildu losna við þetta út í heild sinni.
Birgir Skúlason, 14.9.2009 kl. 22:15
Birgir þú stóðst þig frábærlega vel. Takk fyrir það.
Það að þessi tillaga er inni sýnir virkilega þann "sáttavilja" sem ríkti. Akkúrat ekki til. Hvað er það í líðræðislegum félagsskap sem réttlætir það að einhver undirhópur skuli þurfa að "Smella hælum, lyfta hendi og gagga sieg heil." En ekki þeir sem hærra eru settir. Það er stjórn og aðrir embættismenn.
Ekkert!
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 00:14
Það kemur landsfundur eftir þennan landsfund. Ég efa ekki að þá verði komin ró yfir mannskapinn og að við getum í sátt og bróðerni breytt því sem okkur þykir miður.
Ég veit ekki betur en að ég hafi kosið samkvæmt minni samvisku og er ánægð með það.
Lilja Skaftadóttir, 15.9.2009 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.