Framtíðin....
13.9.2009 | 00:44
Nú er landsfundurinn yfirstaðinn og hefur ýmislegt verið sagt um hann. Tillaga A og tillaga B, grasrótin og grasrótin (spurning um túlkun). Það má taka það fram að á síðustu stundu kom fram tillaga C sem var mjög fín en því miður kom of seint.
Lýðræðislega var kosið um hvor tillagan væri ákjósanleg og varð þar fyrir valinu tillaga A. Það var margt í henni sem mér þótti miður og vann ég ötullega að því að gera athugasemdir og kjósa með eða á móti því sem hinir ýmsu meðlimir komu með sem breytingartillögur.
Það er Lýðræði.
Ég verð að játa að ég var vonsvikin þegar þingmenn okkar kusu að yfirgefa salinn eftir að þeirra tillaga var felld. Ég hafði gert það upp við sjálfa mig að sitja sem fastast ef þeirra tillaga hefði orðið fyrir valinu og verja eða hafna því sem þar kom fram. Margt var gott og annað miður.
Til þess er lýðræðið. Ræðum hlutina til hlítar, skoðum allar hliðar þess og síðan samkvæmt samvisku okkar, kjósum.
Þingmenn/konur okkar kusu einfaldlega að yfirgefa salinn og voru það mér mikil vonbrigði. Kæru þingmenn, notið helgina, eins og þið lofuðuð og komið síðan og látið okkur vita. Ég bíð og ég vona eftir farsælli niðurstöðu ykkar.
Lifi Borgarahreyfingin, afl þeirra sem vilja breytingar, sem treysta hreyfingunni til að vinna samkvæmt þeirra ósk. Það sem við erum ekki ánægð með ræðum við, erum ósammála, eða hver veit sammála um niðurstöður, sendum ályktanir og yfirlýsingar. En, svo það sé á hreinu :
Við komumst ekkert nema ræða saman.
Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér stuðning í dag.Valgeir fékk flest atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
aulasamtök!!!!!
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 01:04
Sumir stóðu vakt um lýðræðið, meðan aðrir fóru og skildu aðra eftir til að verja sinn málstað. Þeir sem ekki "nenna" að taka þátt í lýðræðinu af því að það er þeim ekki að skapi, eru ekki lýðræðissinnar.
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 13.9.2009 kl. 02:18
Inga - það að velja eða hafna - það er lýðræði. Í dag tóku allir þátt í lýðræðinu, völdu bara ekki allir eins. Og það er nú það.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.9.2009 kl. 02:38
Og þeir sem ekki "nenntu" strunsuðu út, þar með talin þú!
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 13.9.2009 kl. 02:42
Hvaða fundarsköp voru notuð á þessum fundi? Á ekki alltaf að kjósa um breytingartillögur áður en kemur að endanlegri afgreiðslu?
Héðinn Björnsson, 13.9.2009 kl. 08:57
Ég er náttúrulega bara núll og nix í þessu öllu saman, hef engan þátt tekið í BH og kaus hana ekki einu sinni.
Ekki veit ég hvort BH eigi sér viðreisnar von, en er alveg klár á því að á meðan forystufólk hreyfingarinnar heldur áfram að stökkva fram á opinn ritvöllinn, hver í sínu lagi, um leið og hann/hún telur sig hafa eitthvað að segja, og án nokkurs samráðs við samstarfsfólk sitt, þá gengur þetta aldrei upp.
Hvort sem BH vill frekar láta kalla sig hreyfingu en stjórnmálaflokk þá þarf svona afl á öllum tímum að ígrunda vel hvað það lætur frá sér fara í yfirlýsingum.
Það gengur einfaldlega ekki að forystufólkið noti bloggið sem sína aðalsamskiptaleið og bloggi síðan bara út og suður um allt innra sem ytra starf hreyfingarinnar, samstarfsfólkið og eigin skoðanir, án umhugsunar og hvenær sem er - og standi síðan í misgáfulegum niðurrifsumræðum í athugasemdakerfinu - jafnt við eigin flokkssystkyni og aðra sem standa utan við málin.
Ég legg hér með til að þið sem ætlið ykkur að rífa BH upp úr þessari gröf sem hún hefur grafið sér, þagnið nú algjörlega hvert og eitt um málefni BH á opinberum vettvangi og leggið því meiri tíma og rækt í að reisa við og móta innra starf flokksins/hreyfingarinnar.
Ef þið ætlið að halda áfram svona "spontant" einstaklingbundnum bloggskrifum um málefni BH og þessu endalausa rexi og pexi þar sem allir hafa aðgang að því þá rífið þið ykkur einfaldlega niður innan frá - aftur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 09:14
munið og hafið rétt þingmenn gengu út 2 kl eftir að tilaga þerra hafði verið feld !
en strax að loknum kosninngum hurfu undarlega margir sem kusu vinningstillöguna (og lýstu þar með frati í það sem þau kusu ! þar sem þau höfðu ekki hugmynd um hvernig líta mindu út eftir breytingar).
og þingmenn kusu um breytingar þar til víkja varð dagskrá vegna stjórnarkjörs ! vissulega lögðu þau ekki fram breytingatillögur enda mikill Grunndvalla munnur á tillögunum 2. að nánast vonlaust var að brúa hugmyndalegan mun á tilögunum !
en ég er sáttur það er kominn niðurstaða BH vill verða en einn stjórnmálaflokkurinn ! til hamingju með það
en ég er nokkuð smeykur um að þeir 14.000 kjósendur sem heiðruðu hreyfingunna með athvæðum sínum hafi verið að kjósa annað en "en einn flokkinn" !
til hamingju með sigurinn, nú er það á hreynu ! þið eigið ! þið stjórnið ! þið ráðið ! og þið hafið rétt til að VÍKJA FÓLKI ÚR "Hreyfingunni"
líka til hamingju með að stefna að stjórnarskrárbroti með "eiðs yfirlýsingu allra þingmanna" !
Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:17
Grétar. Þessi liður með að víkja fólki úr hreyfingunni var felldur úr lögunum og líka þetta með eiðinn.
Í þetta skiptið sagðir þú sagðir þú ósatt vegna þess að þú vissir ekki betur hugsa ég.
En svona er að rjúka út af fundum, þá veit maður ekki hvað gerist.
Jón Kristófer Arnarson, 13.9.2009 kl. 10:33
Þakka ykkur fyrir innlitið. Ég óska þess einungis að við eigum eftir að standa okkur og þakka fyrir ábendingarnar Bergur.
Lilja Skaftadóttir, 13.9.2009 kl. 11:40
Inga - ég var ekki skráð í hreyfinguna og ekki með atkvæðarétt. Eftir hverju átti ég svo sem að bíða? Þetta veistu allt.
Annars mæli ég innilega með því að þið hættið þessu bloggi og standið við ykkar heit um nýtt upphaf!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.9.2009 kl. 12:53
Jón sorry þá að halda þessu fram, og rétt er það að maður á að bíða eftir endanlegri niðurstöðu ! en reyndar fór ég ekki fyrr en kl 5, þótt ég hafi ekki "fundið" mig inni eftir kl 16 þegar ég dró mitt framboð til baka,vegna frestunnar á lagabreytingum vegna stjórnarkjörs ! en ætlaði að taka þátt í lagabreytingum en ég reyndi að koma aftur inn, en fannst það hálf absúrd tilfinninng og ekki samkvæmt mínum tilfinninngum eftir að hafa líst frati í fundinn úr púlti ! en það er bara grundvallar hugmyndafræðilegur munur á tilögunum tveim ! svo ég gat allavegna ekki séð að hægt væri að breyta tilögunni sem vann í það sem ég er tilbúinn að taka þátt í
EN ég er enþá skráður meðlimur og verð það ! sem og í VG, XS og XD á meðan ekki er hér raunverulegt PERSÓNUKJÖR hér við líði !
og margt og mikið er gott í sigurtillögu og vill ég veg Hreyfingarinnar sem mestan ! þótt vissulega hafi verið stigið stórt skref í gær í átt að "en einum stjórnmálaflokknum" ! þá er samt enþá mikil áhersla á Grasrótina enþá og margt fram yfir hefðbundinn "flokk" !
EN bara ekki nógu breytt bil fyrir mig allavegna !
svo meigi BorgarHreyfinginn loksins fara að Blómstra í því gríðarlega starfi sem framundan er í okkar þjóðfélagi ! "það er harður vetur framundan" og við verðum ÖLL að standa saman til að berjast í gegnum skaflana sem við mætum á okkar leið
en og aftur LIFI BYLTINGINN verjum almenninng þessa lands með kjafti og klóm !
Grétar Eir (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 13:32
Jón Kristófer Arnarson, 13.9.2009 kl. 10:33
Grétar. Þessi liður með að víkja fólki úr hreyfingunni var felldur úr lögunum og líka þetta með eiðinn.
Í þetta skiptið sagðir þú sagðir þú ósatt vegna þess að þú vissir ekki betur hugsa ég.
En svona er að rjúka út af fundum, þá veit maður ekki hvað gerist.
Jón Kr. Hvar varst þú? Raukst þú af fundinum? Einu sinni enn ferðu með bull. Grein 11.1.2. var ekki feld út! Henni var breitt, og stendur því enn. Aðeins breitt, sama bullið. Alveg jafn barnaleg.
Mæli með því við nýja stjórn, að þið ráðið ykkur professional málpípu, og steinhættið að úttala ykkur hvert í sínu horni, eins og þið fáið borgað fyrir það. Hefur það ekki skaðað hreifinguna nóg?
Ég er farinn að stórskammast mín fyrir það að hafa lagt nafn mitt við hreifinguna. Þú ert 3 nýi stjórnarmaðurinn sem fer rangt með þetta.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 03:24
Sæl Lilja. Verð að fá að bæta hér neðan hvernig grein 11.1.2. varð endanlega. Sem mér finnst mikil mistök að fundurinn hafi ekki vísað alfarið frá. Og fyrst svo var ekki, hefði þá ekki verið líðræðislegra að hafa svipaða klausu einfaldlega fyrir alla félagsmenn, í það minnsta stjórn og embættismenn líka? Ég er hræddur um að þetta laði ekki beint að Þingmenn í framtíðinni.
Hvað um það. Gæfa og gengi í nýju stjórninni.
11.1.2. Frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar skulu skrifa undir eftirfarandi heit:
Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu að stefnu hreyfingarinnar eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring mín gegn meginstefnu hreyfingarinnar mun ég leitast eftir því að gera félagsfundi grein fyrir því og leggja í dóm félagsfundar hvort ég skuli víkja sæti við afgreiðslu þess máls
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:41
Sæl öll. Ég er nokkuð viss um að við viljum öll að Borgarahreyfingin virki í framtíðinni sem nýtt og sterkt afl. Það er alltaf holt að hafa fleiri stjórnmálaflokka en færri, a.m.k. svo lengi sem verulegt persónukjör verður ekki virkt.
Arnór, ég held að Jón Kr. sé einungis að tala um orðið "eið" (hann mun þá geta svarað sjálfur ef ég hef rangt fyrir mér.
Hvað varðar grein 11.1.2 tel ég að líta þurfi fyrst á grein 11.1.1. sem hún í raun vísar til, en hún er svohljóðandi :
Þannig að í raun gerir grein 11.1.2. frambjóðendum kost á því að sína í orði og verki að hann styðji með öllu þau "stefnumál" sem borin eru á borð og lofuð kjósendum.
Það má vel vera að þetta sé ekki góð aðferð, en ekki gleyma því að annar landsfundur verður haldinn og þar mun okkur gefast tækifæri til þess að laga það sem laga þarf.
Ég tel að þau lög, sem gefa þingmönnum færi á því að yfirgefa hreyfingar og flokka og taka með sér sætin sín, séu einfaldlega ekki nógu vel úthugsuð. Þetta er matsatriði og sennilega er kominn tími til þess að ræða þetta til hlítar eins og svo margt annað.
Lilja Skaftadóttir, 14.9.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.