Við þurfum að fá upplýsingar,

Hverjir eru ólmir í að þetta fari allt í gegn í einum "grænum". 

Sá, sú, þeir þurfa að koma með MJÖG góð rök fyrir því að nauðsyn sé á flýtivinnu.

Í fréttum á RÚV í kvöld kom í ljós að talið væri að þetta væri besta boðið fyrir núverandi eigendur.

ÞAÐ ER EKKI ÞAÐ SEM SKIPTIR MÁLI Í DAG.

Hefur sá sem þannig mælir ekki tekist að skilja hvað kom landinu á hausinn ? Hefur sá hinn sami engan skilning á því hvað meirihluti fólks vill ?

Ég ætla að vona að Ríkisstjórnin hiki ekki við að banna þessa sölu vegna þess að hún hefur ekki verið undirbúin nógu vel. Einn mánuður (rétt rúmlega) er liðin síðan við heyrðum fyrst um Magma Energy og nú eru þeir að fá upp í hendurnar á OFUR kjörum fyrirtækið.

Með veði í því fyrirtæki ! Minnir þetta ekki fólk á ýmislegt ? 


mbl.is Tilboðið óhagstætt fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Ég fæ ekki skilið hvers vegna ríkisstjórnin fellir ekki úr gildi kröfuna um að OR selji, eða er þetta enn og aftur spunameistarar Samfylkingarinnar sem eru að koma orkulindunum úr landi fyrir mútur og kenna svo sjöllunum um?

Einar Þór Strand, 31.8.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Sammála Lilja.  Hversu lengi eigum við að þola það að skammtímahagsmunir ráði í stað langtímahagsmuna.  Ætli það endi ekki með því að íslendingar verði algerlega útskúfaðir frá auðlindum landsins.  Fái hvorki að kaupa heitt vatn né raforku nema á okurverði.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 1.9.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband