Loksins !

Það er vonandi að þetta náist í gegn. Það er til skammar hvernig hlúið hefur verið að fjármálseigendum, hvernig fyrirtæki hafa verið stofnuð og notuð til þess í raun að svíkja undan skatti.

Þeir sem þéna minnst eiga að borga hlutfallslega minna í skatta og þeir sem þéna mest ættu að borga meira.

Allt tal um það að fólk hætti að vinna ef það þarf að borga meiri skatta er að mínu mati hræðsluáróðursrök. Nú ef svo væri raunin þá gæti það kannski skapað atvinnu fyrir fleiri !

Mér líst sérstaklega vel á "stighækkandi hátekjuskatt, þrepaskiptan stóreignar- og erfðaskatt og skattlagningu fjármagnstekna til jafns við launatekjur"

Ekki er hægt að borða peningana og þegar þjóðin stendur frammi fyrir því að hér skapist enn meira atvinnuleysi og fátækt er sjálfsagt að þeir sem geti borgað án þess að skerða lífsgæði sín þá geri þeir það.

Mun þetta fólk þá flytja erlendis ? Ég held að þeir sem hafi vinnu verði hér áfram því ekki er víst að þeir borgi minni skatta annarsstaðar. Nú ef þeir flytja er jafn líklegt að þeir gerðu það hvort heldur sem skattar séu hækkaðir eða ekki. 


mbl.is Fjármagnstekjur skattlagðar eins og laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu og ert þú einhvað meira en biluð?  Ertu fylgjandi AUKNUM erfarfjárskatti? Þá tilheyrir þú öðrum af tvemur hópum, þú hefur ekki ennþá þurft að greiða hann eða þú átt svo mikið af fé að þú hefur efni á að komast hjá því að borga hann, sem leiðir okkur að hinu sama ÞÚ HEFUR EKKI HUNDSVIT Á ÞVÍ SEM ÞÚ ERT AÐ GASPRA.

V.Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 08:30

2 identicon

Og hvernig í andskotanum kemstu að þeirri niðurstöðu að þeir sem þéna minnst eigi að borga hlutfallslega minna í skatt? Ég vinn 16klst á dag 6daga vikunar, segðu mér afhverju ég á að borga hlutfallslega meira í skatt en einhver símadama sem vinnur 8tíma á dag. Ég er nú þegar að borga muuuun meira en "hún" í skatt! Það er ekkert og ég meina EKKERT sem réttlætir hátekjuskatt!

Sveinn Ágúst (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 08:34

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Ég bendi enn og aftur á það sem mér líst vel á : "stighækkandi hátekjuskatt, þrepaskiptan stóreignar- og erfðaskatt og skattlagningu fjármagnstekna til jafns við launatekjur".

Stighækkandi er orðið. 

Lilja Skaftadóttir, 30.8.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband