Össur var frábær
23.7.2009 | 15:43
Ég horfði á blaðamannafund Össurar og Carl Bildt sem hægt er að nálgast hér.
Ég fann fyrir þjóðarstolti þar sem minn utanríkisráðherra stóð fyrir svörum, hann var svaragóður og einnig fyndinn. Engin spurning kom honum á óvart og kunni hann skil á þeim öllum.
Það sem á eftir að koma úr aðildarviðræðunum verður spennandi að sjá, en eins og Össur lagði fram, þá höfum við margt upp á að bjóða og erum að hans mati Evrópsk þjóð og sem dæmi tók hann Snorra okkar heimsþekkta ritara.
Umsóknin á dagskrá á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Sigurður, ég var stolt vegna þess hve vel hann kom þessum fundi frá sér.
Ég er að vísu ánægð með það að loksins skuli vera farið í aðildarviðræður þó svo að tímasetningin sé ekki sú sem ég hefði kosið.
Í lýðræðislegu samfélagi sættir maður sig við niðurstöðu meirihlutans, og ég veit ekki betur en að við í Borgarahreyfingunni vinnum fyrir auknu lýðræði.
Lilja Skaftadóttir, 23.7.2009 kl. 17:49
Þjóðarskömm væri rétta orðið að sjá þennan froðuskakkara sleikja upp ráðherranna til þess að tryggja það að Íslendingar geti skriðið inn í þennan hagsmunaklúbb hinna stóru með allt á hælunum.
Jú við höfum margt að bjóða, við getum byrjað á að bjóða þeim sjávarútveginn okkar með þeim þúsundir starfa sem að þar fara forgörðum en væntanlega er sófaliðinu úr Reykjavíkinni skítsama um það.
En hvernig fór með lýðræðið þegar að Borgarahreyfingin fór að reyna að selja sannfæringu sína, rétt eins og gleðikona blíðu sína, rétt fyrir afgreiðslu þingsályktunartillögunnar. Er það lýðræðið að hvað 4 manna þingflokkur ætli að hafa úrslitavald um afgreiðslu mála á Alþingi. Er 4 manna þingflokkur orðinn meirihluti? Þið ásamt Össuri eruð Alþingi sem og lýðræðinu til skammar.
Jóhann Pétur Pétursson, 23.7.2009 kl. 20:16
Frammistaða Össurar var til mikillar fyrirmyndar á blaðamannafundinum og á hann mikið lof skilið fyrir þá gífurlegu vinnu sem hann hefur lagt á sig til að bæta hag þjóðarinnar. Sem dæmi um eljusemi Össurs er þrýstingur hans á 23 utanríkisráðherra Evrópusambandsins um að taka skuli aðildarumsókn Íslendinga fyrir á ráðherrafundi Evrópusambandsins næstkomandi Mánudag.
Kjartan Jónsson, 25.7.2009 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.