Er einhver hissa ?

Þegar sótt er um aðild að Evrópusambandinu þarf fyrst að ganga frá milliríkjadeilum. Ég á erfitt með að skilja þennan æsing vegna blaðaskrifa í Hollandi, því hér erum við og tjáum okkur fram og aftur um Icesave, AGS og ESB. Hollendingar hljóta líka að lesa þessi ummæli okkar og það er eðlilegt að þeir séu farnir að gera sér grein fyrir því að sá möguleiki sé fyrir hendi að IceSave samningurinn verði felldur.

Þeir hafa því bent á þá augljósu staðreynd að aðildarumsókn okkar sé til einskis ef samningurinn verður ekki samþykktur, sama hvað við viljum.

Aftur á móti er líka hægt að athuga þann möguleika að fara í mál vegna þess hvernig staðið var að samningnum og benda á þann þrýsting sem hefur verið í gangi til þess að fá okkur, þjóð á hnjánum, til þess að gangast við HVAÐA SAMNING SEM ER. 

Hollendingar, Bretar, AGS og aðilar ESB hljóta líka að vera hvumsa yfir því að EKKERT hafi enn verið gert af okkar hálfu til þess að ganga beint að verki hvað varðar þá sem komu okkur í þennan vanda. Það voru EKKI Hollendingar og Bretar, heldur ekki Indverjar eða Kínverjar í Hong Kong.

Maddof er þegar kominn í fangelsi, búið er að uppljóstra um Stanford og frysta eigur hans, a.m.k. í Bretlandi, en hér ganga menn um götur og fljúga milli landa eins og ekkert hafi í skorist og við ásökum alla aðra um vandræði okkar.

Það má heldur ekki gleyma því að samningsnefnd okkar fór út í umboði Alþingis. Hvað þýðir það ? Eins og ég lít á málið þýðir það að þeir voru með fullt vald til þess að semja í nafni íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Vilja ganga lengra en Verhagen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 10:46

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gott að sjá svona yfirveguð skrif í öllum æsingnum. Margir Íslendingar sem tjá sig á blogginu eru auðvitað að leita að ásteitingarsteinum og málflutningurinn mótast af því.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.7.2009 kl. 10:51

3 identicon

Frábær pistill. Orð í tíma töluð.

Ína (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

"Ég á erfitt með að skilja þennan æsing vegna blaðaskrifa í Hollandi", segir þú Lilja góð, en þetta er misskilningur. "Æsingurinn" er vegna innanríkisafskipta Hollenska utanríkisráðherrans og beinna og/eða óbeinna hótana hans. Blöð í Hollandi og almenningur mega vitaskuld skrifa og segja það sem þau vilja. Rétt eins og við hér.

Forsendan fyrir þessum "yfirveguðu skrifum" er því að mínu mati ekki réttmæt, Lilja og Hjálmtýr. Það er þannig mikill munur á því sem blöð og almenningur á íslandi segja um t.d. ruddann Gordon brown, og því sem okkar utanríkisráðherra dytti í hug að segja um þá skepnu. Þannig má ég kalla Brown rudda og skepnu og það er tjáningarfrelsi, en ef Össur Skarpi gerir það þá er það diplómatísk ókurteisi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 11:26

5 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

"Líkt og fram kom á mbl.is í gærkvöldi hringdi Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, í íslenska starfsfélaga sinn, Össur Skarphéðinsson í gær. Samkvæmt frétt hollenska blaðsins Trouw sagði Verhagen að samþykkja þurfi Icesave-samkomulagið ef Íslendingar vilja uppfylla skilyrði fyrir Evrópusambandsaðild."
Hér sýnist mér utanríkisráðherra Hollands vera að benda á staðreynd Friðrik. 

Lilja Skaftadóttir, 22.7.2009 kl. 11:43

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ertu ekki að sleppa einhverju, Lilja?

Og var ekki verið að segja okkur að ESB og Icesave væru ótengd mál?

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 11:49

7 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Friðrik Þór

Öll okkar viðskipti við umheiminn geta verið „tengd“ mál. Ef eitt ríki sendir skilaboð til umheimsins sem gefa öðrum ástæðu til að taka öllu sem frá því kemur með fyrirvara - þá tengjast önnur mál. Hluti af vandamálum Tyrkja gagnvart ESB er ástand mannréttindamála þar. Þetta er allt skoðað og tengt - hvort sem Tyrkir eru ánægðir með tengingarnar eða ekki. Þannig skoða Hollendingar okkar afstöðu til Icesave málsins og meta framferði okkar - síðan er augljóst að umsóknarríki í ESB er metið út frá afstöðu og aðgerðum.

Hvað græðir þú á því að kalla Brown rudda og skepnu? Ertu að gleðja sjálfan þig eða einhverja aðra? Tjáningafrelsi verður að umgangast með virðingu - það er varla því til framdráttar að vera með hávaða og æsingaskrif. Auðvitað á ekki að banna leiðindaskrif og bægslagang. En það bætir litlu við vitræna umræðu og tilraunir til að leysa vandamál. Yfirleitt virkar það þveröfugt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 22.7.2009 kl. 12:23

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Hjálmtýr, ég "græði" ekkert á því að kalla Brown rudda og skepnu. Mér finnst það bara sjálfsögð og eftir atvikum hógvær tjáning. Ég gæti hæglega kallað hann miklu verri nöfnum.

Hvað hefur Hollenski utanríkisráðherrann bætt við "vitræna umræðu"? Ekki nokkurn skapaðan hlut - og einmitt þveröfugt.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 13:26

9 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Friðrik, þú spyrð : Og var ekki verið að segja okkur að ESB og Icesave væru ótengd mál?

Ég spyr : trúðir þú því ? Vissir þú ekki að það er ekki hægt að ganga í ESB nema vera búin að leysa milliríkjadeilur ?

Lilja Skaftadóttir, 22.7.2009 kl. 18:36

10 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Nú veistu, nú veistu, hver arfur aldanna var

til íslendingshjartans á grýttum förumannsvegi:

sú freisting að leita sér skjóls undir skútanum þar

sem skaflinn mun verða þyngstur á næsta degi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 20:39

11 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Takk Friðrik Þór.

Ég er í smá sjokki hér; eru það svona vinnubrögð sem íslensk stjórnmál ganga út á ?

(sjá næstu færslu)

Lilja Skaftadóttir, 22.7.2009 kl. 23:48

12 identicon

Takk fyrir pistilinn Lilja. Ég minnist þess nú ekki að samninganefnd sú sem sat í umboði alþingis fyrir kosningar, hafi síðan haft sérstakt umboð frá þjóðinni til að búa þannig um hnútana að einhverjum upplýsingum skyldi haldið fjarri heimsins glaumi. Ég minnist þess heldur ekki að framvinda samningavinnunar í Icesave-milliríkjadeilunni hafi yfirhöfuð borið á góma í kosningabaráttunni. Og svona eftir á spyr ég sjálfan mig hvers vegna svo hafi verið.

Hjálmtýr, Það er sennilega alveg rétt athugað hjá þér, að allt er í heiminum tengt á einn eða annan hátt ef grannt er skoðað. En réttlætiskenndin hlýtur þó ávallt að vera leiðarljós okkar frekar en álit annarra á þeirri sömu réttlætiskennd.

Leysum framkvæmdavaldið úr sinni eigin snöru með því að skrifa undir áskorunina á www.kjosa.is ef svo hrapallega vill til að alþingi floksstimpli framtíð okkar með bundið fyrir augun.

Þorvaldur Óttar Guðlaugsson (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband