Málþóf á Alþingi
29.5.2009 | 11:29
Nú standa yfir umræður um samþykktir fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi. Ég hlustaði smá á þetta í gær og hef hlustað í morgun.
Mér finnst með ólíkindum að heyra útúrsnúningana sem koma þar fram. Pétur Blöndal setur út á orðalagið og segir að þeir sem eiga eftir að lesa þetta í Brussel eigi eftir að skilja þetta sem svo að við ætlum "bara" í aðildarviðræður, en það þýði ekki að við göngum í sambandið.
Kæri Pétur Blöndal, þeir sem eiga eftir að lesa þetta vita mæta vel að aðildarviðræður þýðir ekki endilega inngöngu í sambandið þar sem þjóðin á eftir að kjósa um endanlega ákvörðun.
Gott dæmi um þetta er aðildarumsókn Norðmanna sem fór í gegn og var rædd og samþykkt af báðum aðilum, en síðan felld af Norðmönnum.
Þetta er bara málþóf sem þjónar engum tilgangi öðrum en að tefja fyrir. Sérstaklega merkilegt vegna þess að hann (Pétur) bendir á í sömu ræðu að meira áríðandi sé að ræða um efnahag þjóðarinnar.
Endilega hættið að snúa út út, afgreiðið málið, og farið að ræða næsta mál á dagskrá.
Athugasemdir
Er það núna málþóf að kasta ekki til höndunum??
Hjörtur J. Guðmundsson, 29.5.2009 kl. 11:41
Samkvæmt íslenskri orðabók er málþóf : þjark, málalengingar sem tefja umræður um mál.
Ég bæti við : að tala til að segja ekki neitt.
Lilja Skaftadóttir, 29.5.2009 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.