Hagsmunir hverju sinni

"Við þurfum að meta okkar hagsmuni hverju sinni" segir Bjarni Ben. (4:30) í spjallþættinum Z á mbl.is sem mun "yfirheyra" hugsanlega tilvonandi þingmenn næsta kjörtímabils.

Talandi um hagsmuni, hvort sem um ESB, vatnsorku, álver eða kvóta er að ræða, tel ég að hann sem og aðrir stjórnmálamenn þurfa að vita að "okkar hagsmunir" eru OKKAR HAGSMUNIR, Þjóðarinnar.

Við í Borgarahreyfingunni förum í kosningarbaráttuna til þess að koma á auknu lýðræði, til þess að gefa landsmönnum kost á að skrifa sína eigin stjórnarskrá, til þess að á næsta kjörtímabili muni enginn vafi leika á því fyrir hvern Alþingi vinnur.

Þjóðina, Fólkið sem býr í landinu, ekki fólk sem hefur tekið ranga stefnu, einhversstaðar á lífsleiðinni og á stjórnmálaferli sínu, og heldur að seta (Z) á þingi jafngildi auknu valdi fyrir þann einstakling sem þar situr.

Höfum þetta á hreinu :

Alþingi vinnur fyrir þjóðina og hagsmunir allra landsmanna eiga að vera í farabroddi á hverjum degi sem gengið er í þingsal, í hvert skipti sem stigið er í pontu og háttvirtur forseti ávarpaður.


mbl.is Þarf að auka tekjutengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 31.3.2009 kl. 00:54

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ansi hrædd um að Bjarni hafi lítinn skilning á því haf séu hagsmunir þjóarinnar. Fyrir honum held ég að hagkvæmni sé sama og hagkvæmni hinna fáu en að hinir sem ekki njóti hagkvæmninar séu í raun ekki til.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband