Færsluflokkur: Bloggar

Nóg komið !

Mér ofbýður hvað hægt er að leggjast lágt í kosningarbaráttunni til þess að fá fylgi.

Við í borgarahreyfingunni notum nýjar aðferðir í pólitík, við gefum ekki innantóm loforð.

Kosningarbarátta, þýðir ekki að lofa upp í ermina á sér, kosningarbarátta er leikvöllur góðra stjórnmálamanna til þess að benda á raunhæfar lausnir fyrir vandamál hvers tíma.

En þetta umtal minnir mig óneytanlega á viðbrögðin við umtali erlendis um peningamál okkar Íslendinga.

Okkur var þá talin trú um að umtalið kæmi frá öfundsjúkum mönnum í garð okkar, frábæru Íslendinga. Núna er lítið gert úr sérfræðingum frá ESB og reynt að snúa sér út ur vandræðalegu kosningarloforði og sagt að þeir séu að "blanda sér með ÓEÐLILEGUM hætti í stjórnmálin á Íslandi".

AGS hefur EKKERT með seðlabanka Evrópu að gera!
mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndband

Borgarahreyfingin - þjóðin á þing.

Æðislegt myndband !

XO - Þjóðin á Þing


Patreksfjörður og Tálknafjörður

Við Gunnar héldum fundi á Patreksfirði og á Tálknafirði. Við fengum eindæma gott veður með skínandi sól og slétta firði á laugardeginum. Mætingin á Patró var dræm í Sjóræningjahúsinu en við kepptum líka við Páska Bingóið sem haldið var á sama tíma, en nokkrir komu þó og var gaman að spjalla við þá og Sjóræningjahúsið kom mér verulega á óvart.

Á Tálknafirði hittum við mun fleiri á veitingarstaðnum Hópinu, enda hefur Gunnar búið þar, og hitti nokkra gamla kunningja. Þar var mikið rætt um útrásarvíkingana, stjórnarskrána og lýðræðið, en óhjákvæmilega var minnst á veiðar, kvóta og atvinnu.

Þegar ég var að vinna síðast á Patró þá bjuggu þar um 1100 manns. Í dag búa þar 600 og á Tálknafirði búa 300 manns. Þetta segir að mínu mati allt sem segja þarf um afleiðingar kvótakerfisins og sölu kvótans!

Til þess að segja 450 km. sögu  stutta þá komum við í bæinn aðfaranótt sunnudags og ég hef ákveðið að á meðal margs sem þarf að bæta þá er vegakerfið í einu af toppsætunum ásamt lýðræðinu.

Við erum nú  á leiðinni til Ísafjarðar, þar sem öll sæti í vélinni eru upppöntuð, en RÚV kosninga þátturinn verður sendur þaðan út í kvöld.


Hagsmunir hverju sinni

"Við þurfum að meta okkar hagsmuni hverju sinni" segir Bjarni Ben. (4:30) í spjallþættinum Z á mbl.is sem mun "yfirheyra" hugsanlega tilvonandi þingmenn næsta kjörtímabils.

Talandi um hagsmuni, hvort sem um ESB, vatnsorku, álver eða kvóta er að ræða, tel ég að hann sem og aðrir stjórnmálamenn þurfa að vita að "okkar hagsmunir" eru OKKAR HAGSMUNIR, Þjóðarinnar.

Við í Borgarahreyfingunni förum í kosningarbaráttuna til þess að koma á auknu lýðræði, til þess að gefa landsmönnum kost á að skrifa sína eigin stjórnarskrá, til þess að á næsta kjörtímabili muni enginn vafi leika á því fyrir hvern Alþingi vinnur.

Þjóðina, Fólkið sem býr í landinu, ekki fólk sem hefur tekið ranga stefnu, einhversstaðar á lífsleiðinni og á stjórnmálaferli sínu, og heldur að seta (Z) á þingi jafngildi auknu valdi fyrir þann einstakling sem þar situr.

Höfum þetta á hreinu :

Alþingi vinnur fyrir þjóðina og hagsmunir allra landsmanna eiga að vera í farabroddi á hverjum degi sem gengið er í þingsal, í hvert skipti sem stigið er í pontu og háttvirtur forseti ávarpaður.


mbl.is Þarf að auka tekjutengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing

Ragnar Aðalsteinsson var í Silfri Egils í gær sunnudaginn 22 mars og var m.a. rætt um stjórnlagaþing. Það er mér mikil ánægja að heyra að hann er á sömu línu og við í Borgarahreyfingunni, en hann telur að taka þurfi slembiúrtak úr þjóðskránni með 4 - 600 manns.

Það er verst að hann virðist ekki hafa kynnt sér stefnu okkar í þessum málum og bendir það á að tími sé kominn til þess að leyfa ÖLLUM stjórnmálaflokkum að kynna sín málefni með jafnmiklum tíma og plássi í fjölmiðlum landsins.

Við höldum ótrauð áfram í að upplýsa ALLA um stefnumál okkar en aðalstefna okkar er virkara lýðræði þar sem stjórnmálamönnum jafnt og landsmönnum sé ljóst hverjar eru skyldur þeirra og réttindi.


Borgarahreyfingin

Ég hef valið þá leið að vera þátttakandi í nýrri hreyfingu, Borgarahreyfingunni, vegna þess að ég tel að landið okkar hafi not fyrir nýju afli.

Nýtt afl með kraftmiklu fólki sem hefur sem stefnu að sjá til þess að raddir fólksins verði ekki lengur hunsaðar. 

Nýtt afl sem hefur tekið þá ákvörðun að leggja sig niður þegar markmiði okkar um aukið Lýðræði verði náð.

Aukið Lýðræði sem á að gera okkur kleift að taka þátt í ákvarðanatökum stjórnmálamanna án þess að þurfa að beita búsáhaldabyltingu.

Við erum á góðri leið með að komast alla leið.


Borgarahreyfingin Fundur

Það var mjög góður kynningarfundur í kvöld í Iðnó þar sem nálægt 100 manns mættu til að kynna sér stefnuskrána.

Frummælendur voru frábærir og var stemmingin góð. Spurningarnar sem við fengum voru frábærar og meðal manna sem tóku til máls var Þráinn Bertelsson einn af mínum uppáhalds rithöfundum (lesið bókina Dauðans óvissi tími, hún er alveg frábær), en hann er í framboði.

Ég hringdi í dag í alla þá sem eru búnir að skrá sig á síðuna okkar Borgarahreyfingin.is og var ánægð með móttökurnar. Það sem flestir voru algjerlega sammála um var að 2 kjörtímabil væru nægjilegur tími fyrir stjórnmálamenn til þess að koma sínum málum á framfæri. Eftir það þurfa þeir að fara í frí og kynnast lífinu (í öldinni eins og munkarnir sögðu) aftur.

Annars verða þeir ATVINNUSTJÓRNMÁLAMENN, sem er ekki hollt neinum manni eða konu.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband