Ég vil...

að skuldir heimilanna verði færð í þá stöðu sem þau voru í janúar 2008,

að ríkisstjórnin setji lög um að heimilin borgi aldrei meir en því sem nemur 35 % laun í skuldir, (mætti vera 25-30%)

að ríkisstjórnin sjái til þess að fólk verði sótt til saka fyrir misþyrmingu landsmanna,

að gerð verði rannsókn á eignaupptöku ríkisfyrirtækja.

Listinn er áreiðanlega líklegur til þess að vaxa, endilega bætið við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Nú var að koma upp úr dúrnum að bakkabræður borguðu aldrei fyrir Símann, og gera sennilega aldrei...

Djöfull hvað það er búið að fara illa með þessa þjóð!

Baldvin Björgvinsson, 26.8.2009 kl. 11:00

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég vil að hlúð verði að fátækasta fólki landsins; þeirra sem hvorki eru fjármagnseigendur né húsnæðiseigendur. Þeirra sem þurfa að reiða sig á velferðarkerfið sem nú verður skorið niður.

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.8.2009 kl. 17:33

3 Smámynd: Ásthildur Jónsdóttir

Auk þess að leiðrétta höfuðstól lána þarf að afnema verðtrygginguna.  Þetta kerfi er hrein eignaupptaka, sérstaklega þegar í viðbót kemur launaskerðingar og kaupmáttarrýrnun.

Ásthildur Jónsdóttir, 2.9.2009 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband