Veruleikafirrtir stjórnmálamenn

Er það kannski það sem þetta snýst allt saman um ?

Meðan á kosningarbaráttunni stóð var ég oft undrandi vegna yfirlýsinga frambjóðenda NV kjördæmisins, (sennilega hefur þetta verið eins í öllum öðrum kjördæmum) og hugsaði (oftast í hljóði) um það hvernig hægt væri að segja bara hvað sem er. Það var sett út á það við mig hvað ég var stuttorð, ég héldi ekki fast í orðið þegar mér var gefið tækifæri á því að tjá mig og ég reyndi að bera það fyrir mig að ég segði bara það sem ég vissi, ekki það sem ég héldi eða léti mig dreyma um, ég viðurkenni að ég vissi ekki mikið um það hvernig bjarga ætti Íslandi. Mér til málsbóta má taka fram að þetta var fyrsta kosningarbaráttan sem ég tók þátt í, en vonandi ekki sú síðasta.

Ég hélt mig því aðeins tilbaka og lét hinn alkunna Gunna Sig. sjá um að tala, því eins og allir vita, þá kann hann að tjá sig. 

Eitt sinn byrjaði ég ræðu á þessum orðum : Góð kosningarbarátta, gengur ekki út á það að lofa upp í ermina á sér. Hún gengur út á það að bjóða upp á alvöru lausnir á vandamálum hvers tíma. Við þetta bætti ég svo að ef einhvern tíman hafi verið nauðsyn að segja sannleikann þá var það einmitt núna (sem sagt í síðustu kosningum).

Nú eru liðnir 3 mánuðir frá kosningum og ég er farin að skilja hvað þetta gengur út á : Segja hvað sem er, hvar sem er, það skiptir engu máli hvað, höfum þetta bara nógu spennandi og æsandi, því öllu er gleymt í allsherjar minnisleysi eftir kosningarnar.

Við sem sluppum við minnisleysið rámar samt í loforð eins og "skjaldborg", "rannsókn", "lýðræði" o.s.frv.

Mig rámar einnig í að það hafi verið talað eitthvað um "allt upp á borðið", en sennilega hef ég misskilið hvað átt var við með því. Ég hélt í einfeldni minni að það væri skylt sannleika og heiðarleika.

Mikið var ég saklaus.

Steingrímur J. og Össur Skarphéðinsson leyfa sér að segja að IceSave og ESB séu ekki tengd, að þetta sé bara ekki hægt að vera með svona upphrópanir úti í Hollandi. Það hafi aldrei verið rætt um það að við yrðum að skrifa undir IceSave til þess að fá aðildarumsókn okkar í ESB samþykkta. Og þeir virðast vera hissa á uppþotinu.

Það má vel vera að vinir okkar Bretar og Hollendingar samþykki umsókn okkar, en þeir geta líka séð til þess að henni verði hafnað. Það er þeirra að meta og vega hvernig best sé að bregðast við ef svo færi að IceSave samningurinn verði ekki samþykktur. Ekki Steingríms og Össurar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Lilja og takk fyrir þessi skrif um veruleikafirrta stjórnmálamenn. Þeir vita ekki að fæst orð bera minnstu ábyrgð, hjá þeim er það flest orð bera minnstu ábyrgð. Þú talar um allt upp á borði! Hvernig dettur þér í hug að það verði. Þetta er spilltara en spillt getur orðið. Skjaldborgin um heimilin og fyrirtækin HVAR ER HÚN?? Hvað þá með rannsóknir á hruninu HVAR ER HÚN?? LÝÐRÆÐI er í orði en ekki á borði í dag er mín skoðun. Hinn almennI borgari er að fá nóg af sinnuleysi á þingi og vill aðgerðir NÚNA. Hvað liggur á ESB aðildarumræðum núna, við komum ekki til með að uppfylla þau skilyrði sem við þurfum og hver segir að við viljum vera þar. Icesave eiga þeir að borga sem byrjuðu með það og allir vita hverjir það eru. ÞEIR ERU FEÐGAR.

Með kærri kveðju Elsa

Elsa Eiríksdóttir Hjartar (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þeir eru alla vega ekki af þessum heimi. Ég velti því stundum fyrir mér hvort íslenskir stjórnmálamenn séu ekki lifandi sönnun þess að það sé líf að öðrum hnöttum enda ekki í neinu sambandi við okkur hin, svo bilaðir sem þeir eru.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.7.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband