Blygðunarlaust fólk

Ég á afskaplega erfitt með að skilja hvernig þeir sem komu okkur í þann vanda sem við erum í í dag, skuli EKKERT skammast sín. Samkvæmt þessari frétt þá "gagnrýndu þingmenn úr Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki frumvarpið og sögðu ríkisstjórnina ganga þvert á þá stefnu stjórnarinnar að ætla að hafa sem mest samráð við samtök á vinnumarkaði. Tryggvi Þór Herbertsson, Sjálfstæðisflokki, sagði reynslu annarra þjóða af stofnun sambærilegra félaga um björgunaraðgerðir vegna fyrir tækja slæma og ekki gefa tilefni til bjartsýni."

Mér er spurn : Hvernig er reynsla okkar af því þegar ríkið hættir að skipta sér af? Þegar ríkið lætur drengi í stuttbuxum hugsa fyrir sig? Þegar ríkið greiðir, að því er virðist, götur vina og vandamanna þeirra er í stjórn hennar sitja?

Hér er ég ekkert að segja um sjálft frumvarpið. Ég er að undra mig á því að fólk skuli ekki skammast sín og leyfa ríkisstjórninni að reyna að leysa úr flækjunni sem þetta fólk kom okkur í.


mbl.is Skiptar skoðanir um eignaumsýslufélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nákvæmlega það sama og mér datt í hug þegar Bjarni Ben. flutti ræðuna sína á Alþingi í gær.... þessir menn kunna ekki að skammast sín.

Hafa stjórnað landinu í 18 ár og væla svo eins og kjóar yfir því að núverandi stjórn sé ekki búin að laga til eftir þá nú þegar.  Það vantar alveg í þá siðferðiskenndina.

Anna Einarsdóttir, 19.5.2009 kl. 21:26

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.5.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband