Nýtt Alþingi
26.4.2009 | 14:05
Alþingi okkar yngist og fleiri konur koma inn, en það sem mér finnst athyglisverðast er að 27 nýir þingmenn munu sitja þar næsta kjörtímabil.
Nú er komið að því að ræða með hverjum Samfylkingin muni starfa og í Silfri Egils kom fram að sumir íhuga þann möguleika að Jóhanna gæti sótt í Borgarahreyfinguna og Framsókn samstarfsaðila vegna afstöðu VG til Evrópusambandsins.
Ég held reyndar að VG muni samþykkja aðildarviðræður EF Samfylkingin fallist á að gefa út yfirlýsingu um að ekki verði farið í byggingu fleiri álvera í landinu og sætti ég mig við það.
Ég treysti líka mínum þingmönnum til þess að breyta umræðunni á Alþingi eins og Þráinn Bertelsson sagði í Silfrinu með því að vera ekki á móti bara til þess að vera á móti, heldur styðja skynsamar tillögur vegna þess að þær eru skynsamlegar.
Síðan er bara að minna þessa góðu menn og konur á mikilvægi Stjórnlagaþings í anda Borgarahreyfingarinna : Stjórnarskrá okkar skrifuð af fólkinu fyrir fólkið.
Nýtt Alþingi Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju Lilja. Vonandi tekst Borgarahreyfingunni að breyta stjórnmálaumræðunni í vitræna umræðu sem snýst um hagsmuni heildar en ekki persónudýrkun og skammsýna vinsældarkepni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.4.2009 kl. 14:42
Til hamingju Lilja þjóðin er komin á þing. Vonandi sjáum við breytingar á þingstörfum vegna allra þessarra nýju þingmanna.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.