Nóg komið !

Mér ofbýður hvað hægt er að leggjast lágt í kosningarbaráttunni til þess að fá fylgi.

Við í borgarahreyfingunni notum nýjar aðferðir í pólitík, við gefum ekki innantóm loforð.

Kosningarbarátta, þýðir ekki að lofa upp í ermina á sér, kosningarbarátta er leikvöllur góðra stjórnmálamanna til þess að benda á raunhæfar lausnir fyrir vandamál hvers tíma.

En þetta umtal minnir mig óneytanlega á viðbrögðin við umtali erlendis um peningamál okkar Íslendinga.

Okkur var þá talin trú um að umtalið kæmi frá öfundsjúkum mönnum í garð okkar, frábæru Íslendinga. Núna er lítið gert úr sérfræðingum frá ESB og reynt að snúa sér út ur vandræðalegu kosningarloforði og sagt að þeir séu að "blanda sér með ÓEÐLILEGUM hætti í stjórnmálin á Íslandi".

AGS hefur EKKERT með seðlabanka Evrópu að gera!
mbl.is ESB blandar sér í kosningabaráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband