Að tapa því sem ekki er til.

Eftir að hafa hlustað á viðtalið í kastljósinu í kvöld er ég hugsi. Nokkrar spurningar læðast að manni, eins og t.d. um aldur drengsins, hvar lærði hann að koma fram, trúir hann öllu því sem hann segir og er hann einn af fáum sem vissu ekki hvað var að gerast, einn af fáum sem gátu ekki selt hlutabréf, sem gátu ekki stungið undan einhverjum krónum sem sagt sem vissi ekki neitt.

Hann veit þó núna að það var óréttlátt að lána starfsmönnum fyrir kaup á hlutabréfum. 

Þessi ungi maður er fæddur í nóvember 1970 og er því ekki enn orðinn fertugur. Ekki orðinn fertugur en tókst að vera einn af þeim sem komu heilli þjóð í þrot. Sama hvað hann segir um það.

Síðan fer hann til Lúxemborg, stofnar fyrirtæki 30. október 2008*, "Consolium ehf" og ætlar að "veita skuldunautum bankanna ráðgjöf og þjónustu. Þannig er fyrirtækjumog einstaklingum sem skulda bönkunum boðin ráðgjafarþjónusta við aðsemja um skuldir", en þetta er sagt í frétt á VB.is í desember 2008.

Sem sagt, já sem sagt, þessi ungi drengur var ekki lengi að sjá hvar hægt væri að þéna peninga í dag. Hann hjálpar fólki að leysa úr vanda sem hann var einn af arkitektunum að skapa.

Já, gleymum því ekki, það er ekki hann sem þarf að biðja þjóðina afsökunar og fyrirsögn pistilsins á við ótalmarga hluti en ég get bent á einn hlut, peningar. 

*Það verður að játa að drengurinn er fljótur að hugsa. 


mbl.is Annarra að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þetta er alveg ótrúleg firring sem við erum lent í. Það mætti helst líkja þessu við krabbamein með meinvörpum um allan líkamann.  Pólitíkusarnir sem tóku þátt í þessu hver sem betur gat sitja enn á þingi og eru í rúmum meirihluta.

Sigurður Þórðarson, 20.8.2009 kl. 09:29

2 identicon

Eftir að hafa horft á þetta viðtal þá er ég satt best að segja ekki hissa á því að  bankakerfið hafi hrunið - Hreiðar hélt því þarna fram að hann hefði tapað 1500 milljónum af eigin fé en það reyndist vera munurinn á hæsta gengi hlutabréfanna (sem hann borgaði ekki fyrir) og genginu sem hann hefði keypt bréfin á (ef hann hefði keypt þau). Með öðrum orðum - þetta voru ekki peningar heldur bara loft. Ef þessi hagfræði er það sem hann hafði að leiðarljósi við rekstur bankans þá er ekki að undra þó illa fari.

Merkilegt líka að hann segist ekki vera eignamaður, hann hefur þá sólundað laglega þeim ofurlaunum sem honum voru greidd vegna ábyrgðar(leysis). 

Ég er bara komin með upp í kok af svona samviskulausum siðblindingjum og þetta var hreinlega síðasti dropinn!!!

Guðrún (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:53

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sigurður það sem mér finnst merkilegast með stjórnmálamennina er að þeir virðast jafn veruleikafirrtir og banka(ó)mennirnir.

Guðrún, nákvæmlega, þú tapar ekki því sem er ekki til.

Lilja Skaftadóttir, 20.8.2009 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband