Langt ferðalag að hefjast.

Ég lýsi yfir ánægju minni yfir niðurstöðu atkvæðagreiðslu Alþingis um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, og að þetta hafi náðst þrátt fyrir ótímabærar upphrópanir Birgittu og Þórs um málið.

Þau hafa sennilega eitthvað fyrir sér í sínu máli en tímasetningin var ALRÖNG og við í Borgarahreyfingunni höfðum lofað kjósendum okkar að styðja aðildarviðræður.

Þegar þetta kemur síðan tilbaka verður tími til að hugsa okkur vel um áður en við ákveðum hvort við samþykkjum samninginn. Þó svo að heita eigi að aðeins verði um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða er ég ekki í vafa um að þingmenn okkar, hverjir sem þeir veða þá, munu fylgja hug þjóðarinnar.

Enn og aftur segji ég, sannfæring þingmanns á að snúast um hag þjóðarinnar, ekki eigin óskir.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kaus Borgarahreyfinguna og verð að viðurkenna að Þór og Birgitta bera það ekki með sér þessa dagana að þau hafi bein í nefinu til að vinna ötullega að þessum málum: http://bit.ly/5YGw5.

Ef að þau hringsnúast í geðshræringu við þetta ESB mál, sem er ekki eitt af stefnumálunum, þá veit ég ekki hvort þau verði í jafnvægi til að takast á við þau af fullum krafti.

Arnþór Snær Sævarsson (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 14:45

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er fylgjandi því að hafna aðild að ESB, og hef ég alltaf verið á móti aðildarviðræðum.  En ég ákvað samt í vor að styðja Borgarahreyfinguna þrátt fyrir stuðning vegna aðildarviðræðna í ESB.  Ég styð þau Þór, Birgittu og Margréti heilshugar vegna ákvörðunar þeirra í gær. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2009 kl. 01:30

3 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Sæl Arnþór og Jóna. Það sést á þessum athugasemdum ykkar að skiptar skoðanir eru í þessu máli.

Jóna, ef samningurinn sem kemur tilbaka er slæmur, treysti ég þjóðinni til að segja NEI. Það er löngu tímabært að við fáum að vita hvað stendur okkur til boða. Ég veit að ég hef sagt þetta enn og aftur, það er vegna þess að það er mergur málsins.

Arnþór, þetta er ekki skrifað í stefnuskránni en það er vegna þess að þetta kom upp daginn fyrir kynningarfund okkar í Iðnó þegar fjölmiðla bæklingarnir voru þegar tilbúnir. Á kynningarfundinum og síðar í kosningarbaráttunni kom fram hver stefna okkar var : leyfum þjóðinni að kjósa þegar samningur liggur fyrir !

Lilja Skaftadóttir, 17.7.2009 kl. 02:18

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Ég varð fyrir vonbrigðum með afstöðu þeirra þriggja þingmanna Borgarahreyfingarinnar sem kusu gegn þeirri tillögu sem hafði verið í óopinberri stefnu hreyfingarinnar og tel ég því miður að þetta gæti komið niður á hreyfingunni.

Það væri leitt enda lýst mér að mestu vel á Borgarahreyfinguna og tel þar fjöldann allan af frambærilegu fólki en hrossakaup eins og þessi er nokkuð sem ekki er hægt að sætta sig við.

Brýn nauðsyn er því fyrir Borgarahreyfinguna, vilji hún halda velli, er að forystufólk utan þingflokks veiti þingmönnunum þremur ærlegt tiltal og geri þeim ljóst hver stefnan og kosningaloforðin voru.

Sannfæring þingmanna á réttilega að snúast um hag þjóðarinnar en ekki deilumál við stjórnarflokka, um það erum við sammála.

Kjartan Jónsson, 17.7.2009 kl. 17:06

5 Smámynd: Lilja Skaftadóttir

Þetta er allt á leiðinni Kjartan, en það má ekki gleyma því að við erum ung og þurfum kannski meiri tíma til að koma þessu frá okkur, sérstaklega þegar reynt er að vinna samkvæmt yfirlýstu lýðræðishugarfari okkar.

Lilja Skaftadóttir, 17.7.2009 kl. 18:53

6 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

ALLIR hafa viðurkennt að ákvörðun þremenninganna var mistök að því leyti að örþrifaráðs-útspilið misheppnaðist og af því að tilraunin hefur verið merkt sem "hrossakaup" og "klækjastjórnmál". Ég dreg á engan hátt úr því að málið sé vont fyrir Borgarahreyfinguna.

Og þinghópurinn (þremenningarnir þar af) er skammaður fyrir að viðhafa ekki samráð við stjórnina. Það er út af fyrir sig réttmætt, svo langt sem það nær. En ég vil bæta við spurningunni: Hver er ábyrgð stjórnarinnar? Klikkaði hún ekki? Átti hún ekki að STJÓRNA?

Annars vegar höfum við þinghópinn, önnum kafinn og álagi hlaðinn. Jú, hann átti að gefa sér stund til að viðhafa samráð við stjórnina. En stjórnin? Hvar var hún? Er mögulegt að hún geti hafa staðið sig betur og haft frumkvæði að því að vera í góðu sambandi við þinghópinn? Er út í hróa að spyrja að því?

Og hvar var framkvæmdastjóri hreyfingarinnar? Ekki til? Og hvar var starfsmaður þinghópsins? Ekki til? Og hvar var skipulagið? Ekki til.

Friðrik Þór Guðmundsson, 19.7.2009 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband